Templar - 01.11.1925, Blaðsíða 4
4
TEMPLAR
Mun »Templar« segja gerr síðar frá bar-
áttu þessari.
Herman Trier látinn.
Herman Trier landþingmaður er nýlátinn,
áttræður að aldri. Hann var merkur bind-
indisfrömuður og um langt skeið þingmaður
og forseti þjóðþingsins við góðan orðstír.
Bindindisbarátta hans var þáttur í uppeldis-
starfsemi hans, en alþýðumentun var mesta
áhugamál hans. »Avholdssamfundet« var
stofnað á heimili hans, og var hann for-
maður þess samfleytt 14 fyrstu árin, sem
það starfaði.
Hann var kennari og rithöfundur og hefir
Iagt drjúgan skerf til danskrar menningar
um langt skeið.
Þegar 6. bindindisþing Norðurlanda var
haldið í Khöfn 1904 flutti hann merkilega
ræðu, sem víða er vitnað í nú við lát hans.
Niðurlagsorðin voru þessi: »Þegar sá tími
kemur, að mannúðin og menningin hrósa
sigri í mannheimi, mun bindindishreyfingin
metin að verðleikum, því að hún styður að
því, að öllum geti liðið vel, hún byggir á
rjettri og hreinni hugsun, góðum og styrk-
um vilja og góðu hjarta.
i
Afengissmyglun í Danmörku.
Eftirtektarvert er það, að um þessar mund-
ir, þegar hvað mest er um það talað, að
aukin vínsmyglun standi í beinu sambandi
við aðflutningsbann, þá kemur það í ljós,
samkvæmt opinberri skýrslu frá Danmörku,
að vínsmyglun þar í landi fer vaxandi hröð-
um skrefum, og er þó hvorki vínbanni eða
söluhöftum þar til að dreifa.
Skýrsla þessi ber það með sjer, að talið
er fullvíst, að síðasta ár hafi verið smyglað
inn í landið vínföngum, sem nemi nálega
250,000 lítra af óblönduðum vínanda. Er
það fimtungur þess, sem lög leyfa, að fram-
leitt sje í landinu.
Eins og nærri má geta, er mjög mikið
um þetta rætt, bæði innan lögreglunnar og
eins í blöðunum. »PoIitiken«, aðalmálgagn
gerbótaflokksins, hefir tekið þá stefnu í mál-
inu, að lækka beri áfengistollinn, sem nú er
16 krónur á hverjum lítra af vínanda, til
þess að koma í veg fyrir smyglið.
Þessari uppástungu andmælir skáldið Har-
ald Bergstedt kröftulega. í einni af síðustu
greinum sínum flettir hann allóþyrmilega
ofan af lögreglunni dönsku og afstöðu henn-
ar til smyglaranna. Harald Bergstedt skrifar
meðal annars:
»Heima hjá mjer í Sæby er það á hvers
manns vitorði, að einn af umsvifamestu vín-
smyglurum Norðurlanda hefir aðsetur sitt þar
í bænum. — Allir þekkjum við bifreiðina
hans, og bæði lögreglunni og tollgæsluliðinu
er vel kunnugt um starfsemi hans. Sýnishorn
hafa verið tekin af áfengisvökvum hans og
innsigluð með innsigli lögregluskrifstofunnar,
en þau hafa liorfið. Málið gufaði upp í
skyndi, og nú ekur bifreiðin aftur óáreitt í
næturerindum sínum, nótt eftir nótt.
Pr jónavjelarnar
ágætu frá
Dresdener Strichmaschinen fabrik
útvegum við. —
Verðið mikið lækkað.
Kaupfjelag Eyfirðinga
Vigfús Guðbrandsson
— klæðskeri. —
Sími 470 — Símn.: Vigfús — Aðalstr. 8
Fjölbrey tt fataefni 1. fl. saumastofa.
Jólin
nálgast. Þá leita menn fyrir sjer í búð-
unum um vörur til jólanna, og gæta
þá jafnframt gæða og verðs. Til þess
að menn þurfi ekki að eyða of miklum
tíma við jólainnkaupin, skal jeg benda
á, að verzlun mín er nú birgari en
nokkru sinni fyr af jólavörum, fjölbreytt-
ari en áður. — Gæði og verð alþekt.
Guðbjörn Björnsson.
Yfirvöld bæjarins og Iögregluliðið voru
að sjálfsögðu í vanda stödd, þar sem þau
gátu ekki grafist fyrir málavöxtu í dular-
gervi, af þeirri einföldu ástæðu, að alt upp
í efstu embættum sitja gamlir lagsbræður
sökudólgsins. En aftur á móti ætti að mega
vænta þess, að lögreglulið rikisins gæti hjer
komið að liði, til þess að sitja um lögbrjót-
inn og fletta ofan af athæfi hans. En lijer
um slóðir nefnir enginn ríkislögreglulið, án
þess að kýma og ypta öxlum. Því að þess
eru dæmi, að það liggi afvelta á götum og
strætum við hlið sinna eigin fanga, og verði
svo á eitir að síma um hálft Jótland, til
blaðanna, og biðja þau að þegja um ósóm-
ann . . .«
Eftir að hafa sagt berum orðum, að víða
láti lögreglan sjer sæma, að standa með
smyglurunum, eða gera bandalag við þá,
kemst hr. Bergstedt svo að orði:
» . . . Ef hægt væri að fá samþykta laga-
grein, sem heimilaði, að með almennri at-
kvæðagreiðslu mætti víkja útlifuðum drykkju-
ræflum úr forystusætum lögreglunnar, þá
er það trú mín, að hægt mundi að fá lög-
regluna þannig skipaða, að hún gæti kent
vínsmyglurum að virða landslög«.
Athygli dómsmálaráðherrans er vakin á
máli þessu, og er það látið í veðri vaka, að
málið verði tekið upp til rannsóknar.
(Good Templarbladel).
^S ^S ^s ^Js ^S ^S ^S ^S ^s ^TS ^S ^S ^S ^S ^S ^S ^s
Guðbjörn Björnsson,
Akureyri.
Síœrsta sjerverzlun á Norðurlandi
með Tóbak og Sælgætisvörur. — Fjölbreytt-
ar birgðir ávalt fyrirliggjandi. — Vörur
— afgreiddar út um land gegn póstkröfu. —
Sími 62. Ábyggileg viðskifti. Pósth. 62.
^ps jps jps ^ps jps jps jp. jps jj*s jps jps jps jps jps ^s ^s ^s ^>s
Prentsmiðja Odds Björnssonar
Pósthólf 45. Akureyri Sími 45.
leysir af hendi allskonar prentun fljótt og vel,
Viðskifti um alt land. — Sendið Pantanin
Templarar
og lesendur
T e m p 1 a r s
kaupið trúlofunarhringana þjóð-
kunnu, belti, millur, nælur, hnappa^
steinhringi og margt fleira
hjá Jóni Sigmundssyni gullsmið
' — Laugaveg 8. Simi 383. —
Reykjavik.
Sveinn Jónsson & Co.
KirKjustræti 8 B. Reykjavík,
hafa venjulega fyrirliggjandi miklar
birgöir af fallegu og endingargóöu
veggfóðri, margskonar pappír og
pappa — ápil, loftoggólf — og gips-
uðum loftlistum og loftrósum.
Talsimi 420. Símnefni: Sveinco.
Leir- gler- og postulínsvörur
Eirvörur. Látúnsvörur.
Eldhúsáhöld og BORÐBÚNAÐUR.
Skilvindur og Strokkar.
Fjölbreyttast úrval. Lœgst verð.
Verzlun fóns Pórðarsonar,
Reykjavlk.
Ritstj. og ábyrgðarm.: Brynleifur Tobiasson,
kennari, Akureyri.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.