Templar - 01.11.1929, Page 1
XLII. árg.
Reykjavík, Nóvember 1929.
11. blað.
+
Br. Ólafur Rósenkranz.
Fæddur 26. júní 1852.
Dáinn 14. nóv. 1929.
Fremslur i leik.
Ólafur Rósenkrarz var frændi Jóns
Guðmundssonar ritstjóra Pjóðólfs, sem
tók hann að sjer ungan og ól hann
upp hjer í Reykjavík, milli 1860 — 65.
Þá var gott til leikvallar á götum Reykja-
víkur, og Ó. R. var jafnan þar sem
aðrir unglingar ljeku, sagði fyndnisyrði
og var jafnan fremstur i hverjum leik.
Á götunum sást að eins stöku maður
við og við og að haustinu komu 6 eða
7 móvagnar ofan frá mómýrinni og
niður í bæinn. Rað voru móvagnar
Valda i Skólabænum. Reir vagnar fóru
hægt. Ólafur bar af öllum jafnöldrum
sinum að kröftum og mjúkleik og var
jafnan fremstur í hverri hrið.
Arnaraugun i Hvila húsinu.
Ólafur varð stúdent 1874 og komst
aö verslun, sem kölluð var Hlutaveltan.
I*ar kyntist hann nokkuð drykk eins
eins og þá var tilt, ekki sist meðal
verslunarmanna. En »Veltan« valt, og
hann, sem var giftur maður, álti í vök
að verjast fyrir fjeleysi. En Steenberg
flmleikakennari hafði fengið lausn i
náð, og Hilmar Finsen átti að útvega
ieikflmiskennara og þótti ekki hlíta, að
fá nú aftur danskan undirforingja til að
kenna leikfimi. Hann sá það, sem áreið-
anlega var rjett, að af öllum hjerlend-
um mönnum mundi Ó. R. vera hæf-
astur til starfsins, kaliaði hann til sín,
og þeim samdist um það að Ó. R.
fengi staiíið gegn því að hann hælti
að drekka. Það mun satt vera að eng-
inn stjórnandi landsins hafi sjeð betur
Út unga menn en Hilmar Finsen. Ó. R
var fimleikakennari með ýmsum skrif-
stofustörfum í 35 ár.
Stórtemplar: Mikið af Gissuri hvita, en
of litið af Hjaíta Skeggjasyni.
Ó. R. gekk í Góðtemplararegluna,
þegar »Verðandi« nr. 9 var stofnuð 3.
júlf 1885. Hann gegndi árum saman
erfiðustu embættum í stúkunni — æ. t.
og fj.rit. Utan Reglunnar var hann um 15
ár, en gekk inn aftur með endurinn-
töku á fertugsafmæli »Verðandi« 1925.
Lengi voru kunningjar hans að dýrka
bann til að láta kjósa sig i Stórstúk-
una, og það höfðu þeir að lokum (1889).
Hann var kosinn Slórtemplar 1891 og
var það til 1897. Sama tfma var hann
ritstjóri blaðsins Islenski Good-Templar,
og vandaði mjög til. Hann lagði á-
herslu á það, að G.-T.-Reglan vœri
Regla, ekki fjelag, og hann var ekki
áfram um að fjelagsmönnum fjölgaði.
Hann leit svo á fjelagið, að það væri
einskonar bindindis-munklífi. Reglan
væri of góð til þess að mörgum væri
hleypt þar að. Þó hafði sjálfur hann,
meðan mestur útbreiðsluhugurinn var
í »Verðandi«, stofnað stúkur bæði á
Eyraibakka og Stobkseyri. Reglan hafði
fyrir fylgi Guðlaugs Guðmundssonar
fengið 800 króna styrk á ári til reglu-
boðunar. Árni Gislason leturgrafari ferð-
aðist fyrir Ó. R. í 4 ár, en þótt Árni
væri hinn besti Regluboði, þá var hann
orðinn of gamall. Hann gat ekki ferð-
ast nema með strandferðaskipunum;
var i landi meðan skipin stóðu við, en
gat aldrei náð saman fundi; en hann
töfraði alla, sem hann náði tali af. Ó.
R. var á sfðustu árunum, sem hann
var Stórtemplar, farinn að tala um að
stofna bindindisíjelög, en fekk enga á-
heyrn hjá Stórstúkunui. — Það má
segja um Ó. R., að hann hafði mikið
af Gissuri hvita til að standa fyrir
Reglunni, en of lftið af Hjalta Skeggja-
syni til að þoka henni áleiðis.
Hjúskapur.
Ó. R. giftist 1872 Hólmfríði Björns-
dóttur Porvaldssonar í Holli. Hólmfrið-
ur sál. var höfðingskona og fslensk i
hug og hjarta. Hún kunni allar hann-
yrðir og vann mjög að þeim; hún var
að sinu leyti eins rösk og rnaður henn-
ar. Pau áltu þijú börn: Björn kaup-
mann bjer í Reykjavík, Hólmfríði, eig-
anda og forstöðukonu kafflbússins „Upp-
salir“, og Jón lækni, sem var háskóla-
ritari á undan föður sínum, en er nú
dainn fyrir nokkru.
Hornístöðin.
Ó. R. var ávalt vinsæll maður og
óvinalaus. Öllum var kunnur röskleiki
hans, og sá röskleiki varð honura
til lýðhylli hjer í bænum. Maður kom
til Hólmfríðar konu hans og vildi
finna hann. Hún spurði, hvað hann
vildi bonum. Maðurinn svaraði í
spaugi: »Eg ætla að slátra hon-
um«. »Þjer gerðuð þá ekki annað á
meðan«, svaraði frúin. Maðurinn við-
urkendi það fullkomlega. — Ólafur
Rósenkranz hafði hinar bestu ástæður
tii að halda sjer fímum og ungum.
Hann kendi ungum mönnum leikfími f
fullan mannsaldur, og æskan smitar út
frá sjer. »Gerðu það sama sem unga
fólkið gerir«, segja Englendingar, »og
þá muntu halda lengi í æsku þína«.
Ó. R. glfmdi hraustlega við Elli kerl-
ingu langt fram yfir sjötugt. Hann gekk
teinrjettur og teygjanlegur á götunni,
stakk aldrei höndum í vasa, og ávalt
var hann staflaus. Hann gekk á undan
tveimur mönnum á götunni, og annar
þeirra segir: »Hve le^ngi skyldi hann
Ó. R. ganga svona rösklega?«. )>Hann
gerir það liklega þangað til hann deyr«,
svarar hinn. »Ef hann deyr þá nokk-
urntima«, sagði sá fyrri. — Aldurinn
bugar alla, og flestir verða einhvern-
tima að ferðast í hornístöðunum hans
Hallgrfms Pjeturssonar. Prátt fyrir all-
an fímleika og röskleika 0. R. fekk
hann fyrir 2 — 3 árum áfall, og varð
aldrei jafngóður. Sjúkleikinn ágerðist
eftfr því sem stundir liðu, og nú er
þessi vaski hermaður fallinn, 77 ára
að aidri.
Indr. Einarsson.
Misseramót.
Erindi flutt I st. »Verðandi« priðjudaginn
5. nóv. 1929.
Kæru fjelagssystkini! Pað þarf ekki
að taka það fram við nokkurt ykkar,—
af þvf að ykkur öllum er það vit-
anlegt — að fyrir nokkrum dögum hefir
tímans sístreymi flutt okkur enn einu
sinni yfir tímamót — tímamót sumars
og vetrar. Pó hann, sem er konungur
tímanna, loki hljóðlega lfðandi misseri
og opni jafn hljóðlega dyr komandi
misseris, þá fara tfmamótin fram hjá
fæstum svo, að ei sje eftir þeim tekið.
í meðvitund vorri eru þau sem mflu-
steinar eða kílómetramerki við tímans
þrotlausa alfaraveg.
Samt er það með ei litlum mismun
hve djúpt tímamótin hafa mótast i vit-
und manna og tilfinningum.
Að þessu leyti ná áramótin til miktu
fleiri en misseramótin. öll menningar-
lönd minnast áramótanna, hvert á sína
vísu. Misseramótanna gætir lítið eða
ekkert ineð öðrum þjóðum. Við íslend-
ÍDgar eigum einar allra þjóða — það
eg best veit — sumardaginn fyrsta sem
tyllidag. Og með okkar þjóð ber miklu