Templar - 01.11.1929, Page 4
4
TEMPLAR
legt, er nýir reitir eru teknir til rækt
unar. Fer aldrei hjá því að eitthvað
gott spretti þar upp, sem niður er sáð
1 trú, von og kærleika, enda þótt sáð-
mennirnir sjeu fáir til að byrja með.
Frá ChiSe.
Það er sjaldgæft, að frjettir berist um
bindindisstarfsemi í Suður-Ameríku. Þó
er það svo, að jafnvel þar er unnið að
takmörkun og útrýmingu áfengis. í
Chile starfar »Liga Nacional contra ei
Alkoholismo« að þessum málum. Hefir
fjelagið aðal-bækistöð sína í Santiago
og gefur út mánaðarrit, »Vida Nueva«.
Yfirstandandi árgangur er 4. árg.
Fjelagið naut siðastliðið ár 25 þús-
und dollara styrks úr ríkissjóði. Er fjeð
notað sumpart tii bindindisfræðslu, en
sumpart til verðlauna fyrir framleiðslu
óáfengra vína.
Bindindisfræðslan er rekin bæði með
prentuðu máli og munnlega. »Vida
Nueva« er gefið út í 50000 eintökum,
og auk þess mikið af flugritum og smá-
pjesum. í skólunum er starfað af kappi
að fræðslu í þessum efnum og sjerstök
námsskeið haldin í bindindisfræði.
Baráttan gegn áfengisframleiðslunni
er einn aðaiþáttur starfseminnar. Svo
er það i öllum vlnyrkjulöndum, svo
sem t. d. Suður-Evrópulöndunum. Að
sjálfsögðu getur ekki komið til mála
að ætlast til þess, að bændur i slikum
löndum hætti við vínberjarækt, sem oft
er þeirra aðaltekjulind, og þeir hafa
stundað frá barnæsku og forfeður þeirra
frá ómuna tið. Er öll áherslan lögð á
að beina notkun vfnberjanna inn á nýj-
ar brautir, hætta að búa til úr þeim
áfenga drykki, en efla tilbúning óáfengra
drykkja Og auka notkun vinberjanna
á annan hátt, til matay og framleiðslu
sælgætis. í Ctiile var i fyrra haldin sýn-
ing á þess háttar vörum og verðlaun
veitt fyrir bestu framleiðslutegundir,
500 — 1000 dollara. Gekst bíndindisfje-
lagsskapurinn fyrir þessu, og er talið,
að á þenna hátt þokist smámsaman i
áttina að útrýmingu áfengisins.
Hlackeiizle King,
stjórnarformaður í Kanada, hefir til-
kynt, að stjórnin hafi á prjónunuin ít-
arlegri ráðstafanir .til að fyriibyggja á-
fengissmygl, yfir landamærin frá Kanada
til Bandaríkjanna. Verða þessar ráð-
stafanir gerðar í samráði við Banda-
rikjastjórnina.
É Suður-Ástralíu
starfa bindindisvinir mjög að bind-
indisfræðslu, einkum meðal barna og
æskulýðs. Við kosningar, sem fram eiga
að fara í mars eða apríl í vetur, verða
þingmannaefnin krafin sagna um af-
stöðu þeirra til hjeraðasamþykta i á-
fengismálinu.
tíestu innkaupin
á Glervöru,
Búsáhöldum og
Vefnaðarvöru í
BDINBORG
Templarar
og lesendur
Templars
kaupið frúlofunarhringana þjóðkunnu,
belfi, millur, nælur, hnappa,
steinhringa og margt fleira hjá
Jóni Sigmundssyni gullsmið,
Laugaveg 8. Reykjavík. Sími 383.
ÁGENTER
ansættes mod höi provision. Skriv straks
efter vore agenturbetingelser og skaf
Dem en indtækt i disse daarlige tider.
BANKIRFIRMAN LUNDBERG & Co.
STOCKHOLM C.
É Sviþjóð
eykst drykkjuskapur ár frá ári. Neysla
sterkra áfengisdrykkja hefir aukist um
25®/o slðan 1923, eða með öðrum orð-
um um 1 milj. litra á ári. Aukningin
er þó margfalt meiri á Ijettum vínum,
sem sje 130°/o á siðustu 6 árum. Tala
þeirra, sem hafa áfengisbækur, hefir
aukist um ca 15%. Eru árlega gefnar út
30000 áfengisbækur til nýrra viðskifta-
manna, og er það ekkert smáræði, þeg-
ar tillit er tekið til þess, að einungis
50 þús. karlmenn fylla árlega 25 ára
aldur.
Söluturninn í Rvík
hefir mikið úrval af
allskonar sælgæti.
Avcxtir, spll, kcrtl, gosilrykhir,
maltöl, reyhjariiípup
o. m. fl.
Hraðsöluverö á öltu.
Vigfús Guöbrandsson
— klæðskeri. —
Sími 470 — Símn. Vigfús — Aðalstr. 8.
Fjölbreytt fataefni. 1. fl. saumastofa.
Bresha stjórtiin
sýnir það á ýmsan hátt, að hún er
bindindissinnuð, sem síst er að furða,
þar sem margir ráðherrarnir eru bind-
indismenn, eins og áðnr hefir verið frá
skýrt. Chutchill hafði gefið áfengis-
kaupmönnum von um, að tollur á áfengi
mundi verða lækkaður, ef hann yrði við
völd áfram, en nú hefir eftirmaður hans,
Snowden, synjaö um aðstoð sina til
þess. — Enn er þess að geta, að á-
fengisauglýsingar hafa mjög tiðkast á
pósthúsum Breta, en nú hefir yfir-póst-
stjórnin bannað þær.
„Þéim liciður, sem iicíður ber“,
segir yfirbiskupinn í Lundúnum í
»The Times«. Fer hann mörgum fögr-
um orðum um starf og ósjeiplægni
bindindismanna á Bretlandi. »Ef þeirra
heföi ekki notið við, gætum vjer senni-
lega ekki hrósað oss af þeim framfór-
um í siðfágun, sem nú eru alviður-
kendar og undraverðar taldar«, segir
hann.
Frá Fng/Iandi.
Samanbonð við árið 1913 var öl-
framleiðslan á Englandi í fyrra 55%, og
framieiðsla sterkari drykkja 42%. Árið
1913 voru 172000 manns á Englandi og í
Wales dæmdir fyrir drykkjuskapaibrot,
en árið 1928 ekki nema 55000. Mann-
dauði af völdum áfengis hafði minkað
úr 5000 niður í 2000.
Blikksmíðavinnustofa
J. Ð. Pjeturssonar,
Reykjavík.
Talsími 125. P, O. Box 125.
Styðjið innlendan iðnað, og kaupið hjá
ofangreindri vinnustofu, sem uppfyllir
kröfur nútímans með vandaðri vinnu,
lágu verði og fljótri afgreiðslu.
Templarar!
Gerið bókakaup yðar og riífauga við
bókaverslun
Sigf. Eymundssonar
Austurstr. IS. Keykjavýk.
Leir- gler- og Poslulínsvörur.
Eirvörur. Látúnsvörur.
FldliÚMáliöld og lSoróliúnaöur.
SJdlvindur og slrokltar.
Fjölbreyttast úrval. Lægst verð.
Yerslun Jóns Þórðarsonar
Reykjavfk.
Ritstjórn:
Framkvæmdanefnd Stórstúku tslands.
Prentsmiójan Gutenberg