Nýja Ísland - 01.11.1904, Page 10
48
kom liann til fátæks læknisefnis og skildi
1000 íranka eftir á kaminunni þegar
hann fór. Hann kostaði útgáfu vísinda-
rita; hann reyndi að stofna skóla o. s. frv.
Til þess að gefa vísinda-heimkynni sínu
meira gildi gekk hann í heilagt hjónaband,
því hann kunni miður við að láta ást-
meyjar sínar — sem hann skifti oft um —
taka á móti gestum. Hjónabandið stóð í
eitt ár, en það mátti líka heita að það
væri ein stórhátíð frá upphafi til enda.
Þegar Saint Simon komst að því að hinn
frægi rithöfundur, frú de Stael1) var orðin
ekkja, fókk hann skilnað við konu sína.
Hann fór á fund frúarinnar og bað hennar
á þessa leið: „Þér frú, eruð merkasta
kona aldarinnar, eg er merkasti inaður
hennar; við bæði hljótum að geta búið til
enn þá merkara barn“. Sumir segja, að
hann hafi stungið upp á að halda brúð-
kaupið i loftfari. Ekki vildi frú Stael gift-
ast honum, en gamnaði sér mjög út af
þessu. Sumir segja, að hún hafl gengið
inn á tilraunina með barnið, en að sonur
þeirra hafi að eins orðið eins og fólk flest
og ekkert meira.
Árið 1803 gaf Saint Simon út fyrstu
bókina eftir sig, er hót: „Bréf frá borgara
í Gent“. Þar leggur hann til að allir
íbúar Norðurálfunnar kjósi ráð, sem sam-
anstandi af 12 vísindamönnum og 9 lista-
mönnum; það á að heita Newtons ráðið,
til heiðurs uppgötvara þyngdarlögmálsins.
!) Fædd í Paris 1766. Bonaparte gerði liana
útlæga 1802, af því hún hafði skrifað liart um
hann og gert hann hlægilegan. í ritum sinum
rcðst hún á siðferðis-hlcypidóma mannfélagsins.
Háu dó í París 1817.
Þessi stofnun átti að haldast við með al-
mennum samskotum, svo að það gæti al-
gerlega óháð unnið að framförum menn-
ingarinnar. Allar stéttir eru skildar að
leggja sinn skerf til þessa, því þær eru
allar þurfandi fyrir framför í vísindum.
Alstaðar vill hann að reist séu musteri
fyrir Newton, sem fann það lögmál, er
stjórnar öllum heiminum. Yísindamenn-
irnir eiga að vera prestar þessarar nýju
heimstrúar og skýra þyngdarlögmálið íyrir
mannkyninu.
Það kemur þegar í Ijós í þessum bréfum,
að Saint Simon sér, að heimurinn saman-
stendur af tveimur flokkum: eignamönnum
og eignalausum mönnum. Ilann sér að
stríðið voflr yflr. Þess vegna kallar hann
vísindin til bjargar. Frjóangarnir tii kerfls-
ins, sem hann seinna fram setti, koma
þegar í ljós í þessari fyrstu bók hans.
Nú ferðaðist hann um England, og þegar
hann kemur aftur til Parísar er hann orð-
inn algerlega félaus maður. Hátíðahöld og
gjafir höfðu gleypt aleigu hans. Þetta
var um 1805. Upp frá þessu er líf hans
látlaus barátta gegn sulti og seiru. En
þessi barátta hefir ef til vill komið honum
til að gefa sig meir við alvarlegum störf-
um. Fátæktin noyddi hamr til að fara að
semja rit. En það er fremur hryggilegt,
að hugsa sór þennan gáfumann, sem berst
fyrir velferð mannkynsins, stöðugt þjást af
megnu hungri. [Framh.j.
„Nýja ísland11 kostar 10 aura tölublaðið.
Utgefandi og ábyrgðarrnaður:
ÞORV. ÞORVAHÐSSON, prcntari.
PrentBiB. Þorv; ÞorvarðsBonur.