Sólöld - 20.07.1918, Blaðsíða 7

Sólöld - 20.07.1918, Blaðsíða 7
SÓLÖLD. “É-é-ég velti tu-tu-tu-tunnunni ofan í po-po-poll- inn,” sagði Mundi skælandi, “O-og buxurnar mí- mí-mínar eru orðnar sva-sva-svartar.” . “pað var ljótt af þér að gei’a þetta, Mundi minn,” sagði pabbi hans. “En það er bezt fyrir þig að hætta að skæla.” Og svo strauk hann tárin af Munda og kysti hann, og Mundi liuggaðist í bráð- ina en horfði samt altaf á buxurnar sínar. Nú fór pabbi hans ofan bvekkuna og óð út í pollinn eftir tunnunni, og hann varð bæði óhreinn og votur við það. þá fór Mundi aftur að skæla; hann sá eftir því að hafa gert þetta og hann hugs- aði um það hvað það hefði verið ljótt af sér að láta hann pabba sinn verða óiireinan og blautan við það að ná tunnunni sem Lann hafði velt ofan hólinn. Og Mundi hugsaði sér að gera aldrei neift líkt þessu oftar. Hundur Bjargar barni í St. Anne, sem er skamt frá Winnipeg, fór drengur út að tína ber með mömmu sinni fyrra fim- tudag. Ilann viltist út í skóg og móðir hans gat hvergi fundið hann. Hundrað manns voru sendir til þess að leita að honum en fundu liann ekki. Pilt- urinn var 10 ára gamall og heitir Julian St. Mars Loksins var lögreglumaður frá Winnipeg, sem heitir James Bain, sendur að leita og liafði með sér sporhund, sem heitir “Pat.” Hundurinn hljóp lengi og þefaði. Eftir langan tíma fann hann bæli búið til úr kvistum; þar hafði drengurinn sofið. Síðan rakti “Pat” sporin, eða þefaði þau upp, og hélt hann því áfram allan daginn eftir hádegi, og langt fram á nótt. Um miðnætti fann hann dreng- inn; hafði liann þá verið að villast í skóginum frá því á fimtudag þangað til á þriðjudagskveldið. Aumingja Julian litli var allur afskræmdur af flugnabiti; hann hafði lifað á berjum og vatni í þessa fimm daga, svo þið getið nærri hvort hann hafi ekki verið orðinn svangur. Ilann sagðist liafa tekið af sér skóna sína fyrsta kveldið, en um morg- unin voru fæturnir á honum orðnir svo bólgnir af þreytu og flugnabiti að hann >om ekki á sig skón- um aftur; eftir það varð hann að ganga berfættur, og hafði skóna sína hangandi á þvengjum um háls- inn á sér. Julian litli var alveg uppgeíinn og aðfram kom- inn en þið getið getið nærri hversu fcginn hann varð þegar hundurinn kom til hans vingjarnlegur, sleikti á honum hqndina, dinglaði rófunni, ýlfraði, og fór svo af stað, cn leit aftur til þess að vera viss um að Julian fylgdi sér- Svona héldu þeir áfram “Pat” á undan og leit altaf aftur öðru hvoru og Julian á eftir. pegar Julian varð þreyttur og 5 þurfti að hvíla sig, þá lagðist Pat lijá honum og beið; svo lagði hann af stað þegar Julian stóð upp aftur í hvert skifti. það er alveg áreiðanlegt eð Pat og Julian verða altaf góðir vinir eftir þetta. Læknarnir segja að ef drengnum hefði ekki verið bjargað þennan dag þá liefði hann fengið blóðeitur af flugnabiti og dáið. þetta er merkileg saga, og einmitt það skrítna er að það er rétt eins og hún hafi orðið til fyrir Sólöld. Búið var að velja fa'lega hundsmynd fyr- ir fyrsta heftið af Sólöld, svo það átti svo einstak- lega vel við að geta sagt sanna sögu af dreng og hundi—söguna sem gerðist einmitt núna og einmitt hérna. þið munið eftir því þegar ritstjóri Sólaldar var ritstjóri Sólskins að hann hafði þá í því margar dýrasögur og sérstaklega liundasögur. Sólöld ætlar öðru hvoru að flytja þesskonar sögur með myndum. Ef þið vitið af fallegum dýrasögum sem hafa gerst hjá ykkur; eitthvað um liund eða kött eða kú eða hest, eða kind eða svín eða fugl sem þið liafið þekt, þá sendið Sólöld þær. Næst birtist mynd af hundi og íslcnzkum dreng vestur í Saskatchewan. Hugrekki músanna Margar mýs höfðu safnasí saman í stórri holu sem var í búrveggnum. þær voru að skeggræða, eins og þeim er títt, þcgar þær cru búnar að fylla magana, og liafa ekkert að gera. Bar margt á góma þarna í holunni, því live ’ keptist við að tala sem mest. “Ég held að kötturinn sé a'veg búinn að gefa frá sér, ” sagði ein músin. “Eg fór inn í búrið í gærkvöldi. ])á sat kisa þar á hillunni og var að sleikja sig- Ég gekk alveg að henni, og liún sá mig en hreyfði sig ekki.” “Yarstu ekki hrædd?” spurði önnur mús. “Hrædd? jæja, ónei. — Nei, ég var eklcert hrædd. Eg held að lcisu sé eklci mikið að óttast. þetta er meinleysisgrey. ”

x

Sólöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sólöld
https://timarit.is/publication/538

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.