Sólöld - 20.07.1918, Blaðsíða 8

Sólöld - 20.07.1918, Blaðsíða 8
6 SÓLÖLD. “Eg kalla nú þetta ekki mikið frægðarverk, ” sagði þriðja músin. “Ég fór inn í eldhús einn morgun og mætti kisu á eldhúsborðinu. Hún var að stela fiskstirtlu. Eg tók í annan endann á stirtlunni og togaði hana af kisu. Aumingja kisa labbaði sneypt inn í baðstofu. ” “Að þið skuluð vera að goi’ta af þessu, ” sagði sú fjórða. “Eg fór inn í baðstofu og upp í rúmið sem kisa lá í, og þá varð hún hrædd og flýði. ” “Kallið þið þetta svo sem frægð, ” sagði fimta músin. “Yitið þið ekki, að kötturinn er mesta rag- geit. Ég mætti honum á búrgólfinu um daginn og réði undir eins á hann. Eftir stutta stund lagði kisa á flótta, auðvitað öll blá og blóðug eftir viður- eignina. ’ ’ Gömul mús lá út í horni og hafði hlustað á samtalið. Nú reis hún upp og mælti: “það vita nú allar mýs, að kötturinn er okkar versti óvinur- Ef þið eruð ekki hræddari við hann en þið segið, þá vill kannske einhver yltkar bregða sér inn í búrið og drepa hann.” Mýsnar þögðu og gutu hovnauga hver til anna- arar. “það væri ef til vill vissara, að tvær færu, því kisa er dutlungafull og beitir klónum kannske bet- ur nú en áður. ” Engin mús svaraði. “Kannske þið skreppið þá allar. pið verðið þá fljótari. Mýsnar þögðu. “Nú! Ætlið þið ekki að fara?” Loks svaraði músin sem þóttist liafa rekið köttinn á flótta, í óvenju mjóum rómi: “það er ekki víst að kisa sé í búrinu núna, þótt hún væri það, þegar ég hitti hana. ” Kisa hafði setið við holudyrnar og hlustað á alt masið. Nú gall hún fram í: “Urrr. Iíérna er ég. Komið þið, ef þið þorið. Óðara en kisa lét heyra til sín þutu mýsnar út í afkima og' ranghala, sem voru til og frá um búrvegginn, og þorðu ekki að láta sjá sig nærri búrholunni í marga daga. —“Litli Sögumaðurinn. Úr heimi barnanna Á fimtudaginn var afrnæ'i lítillar stúlku sem heitir Margrét Miller og á heima í Winnipeg. Hún er þriggja ára gömul og vai’ að leika sér á Rauðár bakkanum skamt frá St. Johns stræti. Alt í einu varð henni fótaskprtur og datt ofan í ána; straum- urinn tók hana og hún var rétt að segja drukknuð; en lítill drengur sem heitir Gordon Browning og er 10 ára, heyrði til hennar; hann kastaði sér út í ána, náði í kjólinn hennar Margrétar litlu og bjargaði henni . Stjórnin ætlar að láta veita Browning litla heiðurspening úr gulli fyrir þel.ta snarræði. 120 börn voru sýnd í vikunni sem leið á gras- fleti hjá kirkju hér í•Winnipeg; fallegasta barnið fékk verðlaun; það var 12 mánaða g'ömul stúlka sem heitir Ruby Wilson að 499 Warsaw Ave, Ruby litla var 30 pund á þyngd. þessi börn hafa útskrifast úr efstu VIII deild barnaskólanna í Winnipeg. Getur vel skeð að þau séu fleiri; sum nöfnin eru svo skæld og' afbök- uð að ómögulegt er að vita hvort þau eru íslenzk eða eitthvað annað. Frá Wellington skólanum. Einar Einarsson (með heiðri) Jóhanna Berg- þórsson, Margrét Gíslason, Lára Johnson, María Sölvason, Bergþóra Jónsson. Frá Greenway skólanum Ólavía Markússon (með heiðri) Margrét Skag- fjörð- Frá Principal Sparling' skólanum. Vilhjálmur Jóharinesson, Helgi Johnson, Karl Kristjánsson, Friðrik Magnússon, Lína Ólafsson, Edward Preece, Elín Sigurðsson, Ilarold Stcphen- son, Vilfrid Sveinsson, Ágústa þórðarson, Arina Bjarnason, Guðmundur Erlendsson, Frank llall- dórsson (öll með heiðri), Emtlía Júlíus, Bjarni Bjarnason, Thor. Melsted, þóra Pálsson. Frá Mulvey skólynum. Sigríður Eggertson, Vilborg Jobnson (báðar með heiðri), Páll Johnson, Vilfrid Goodman, Ingi- björg Johnston. Frá Maple Leaf skólanum. Jón Bildfell, þóra Gíslason, Margrét Skaptason, Kristján Snidal, öll mcð heiðri; Friðrik Magnússon, ])orsteinn Magnússon, þorvaldur Pétursson, Jörgen Cryer. Frá John M. King skóla . Violet Johnson. Frá Laura Secord skóla. Margrét Jóhannson, Jón Marteinsson, Elísabet Pétursson (öll með heiðri).

x

Sólöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sólöld
https://timarit.is/publication/538

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.