Sólöld - 20.07.1918, Side 10
8
SÓLÖLD.
II
I skógum í Afriku er dýr sem hefir allavega
breyzt til þess að geta hagað sér eftir kringum-
stæðum. ]tví þótt gott að éta laufblöðin af háum
trjám og þess vegna teygði það úr hálsinum á sér
svo mikið að ekkert dýr hefir eins langan háls.
þyrnar og broddar stungust í varirnar á því þegar
það var að bíta gras og þess vegna herti það á sér
varirnar til þess að þær skyldu ekki vera eins við-
kvæmar. Til þess að elíki skyldi ryk og sandur
fara upp í nasirnar á því lærði það að loka þeim
vel og þétt. Til þess að geta hlaupið og flúið önn-
ur dýr sem réðust á það og þnrfa ekki að lenda í
áflogum við þau lengdi það í sér fótleggina og
getur því hlaupið fljótar en önnur dýr. þetta dýr
er venjulcga meinlaust og gæft en stundum getur
það reiðst illa. það er stórflekkótt að lit. Á
hverjum fæti hefir það tvær tær og sterkar klaufir
sem það getur notað til að berjast með og verja
sig. Af því það er svo hátt ei erfitt fyrir það að
drekka og það verður að glenna sundur fæturna
rétt ein og glentir eru sundur fætur á myndavél
þegar það drekkur. Iin til ailrar hamingju þyrst-
ir þetta dýr mjög sjaldan. ílvaða dýr er þetta?
(IX-2772).'
III
Yæri það ekki skrítið að ge1a flogið með hönd-
unum’ Við gerum það stundnm í draumi. En til
er lítið og skrítið dýr sem í raun og veru flýgur
með höndunum. það hefir n >kkurs konar fitjar
til þess að geta flogið- Fyrst klifrar dýrið upp í
trjágrcin og liangir þar á krókum sem eru á þumal-
fingruuum. þannig hvílir það sig og þannig liggui'
það í dvala vetrarlangt. þetta dýr vill helzt flögra
um í rökkrinu. það hefir lítii augu en stór eyru
og næma tilfinningu og veit því þegar einhver
hætta er í vegi þess. það er fjarska fljótt í hreyf-
ingum. þetta dýr er að miklu gagni hér í landi
því það étur skaðleg skorkvikindi. það er eina
spcndýrið scm flogið gctur cins og fugl. Hvað
heitir'þetta 'dýr? (IX-2772).
HALTI DRENGURINN
Ilann sást staulast á hækjum eftir götunum í
litla þorpinu. En þó hann væri haltur var hann altaf
glaður og kátui'; hann hló og lék sér með hinum
Iiörnunum alveg eins og ckkert væri að honum.
En ef þið viljið fá að vita hvernig hann Dóri
litli meiddi sig þá er sagan svona. Anna systir
hans var rúmlega árs gömul; hún var nýlega farin
að ganga og var að leika sér við köttinn rétt lijá
st.iga gatinu uppi á loftinu.
Alt í einu datt Anna litla, og hefði Dóri ekki
verið þar hjá henni þá hefði hún dottið niður stig-
ann og dáið. En Dóri hljóp til og náði í liana þegar
hún var að detta. En um leið og hann tók haldi á
kjólnum hennar skeikaði honum fótur og hann
liraut fram af skörinni og festi fæturna á milli stig-
rimanna- þar hékk hann en hélt í kjólinn hennar
önnu þangað til pabbi þeirra kom og tók liana. Dóri
litli hljóðaði ekki en hann gretti sig í framan; hann
gat ekki losað sig úr stiganum, og þegar pabbi
hans tók hann þaðan var hann fótbrotinn á báðum
fótum.
“Aumingja Dóri!!” sagði pabbi hans, “ósköp
hefirðu meitt þig illa. ” “það gerir ekkert til,”
svaraði hann, “fyrst ég gat bjargað henni önnu
systur. Ef ég hefði slept henni þá hefði hún dáið.
þið sjáið hér mynd af honum Dóra litla með
hækjurnar sínar; hann hafði leikið sig alveg upp-
gefin og settist svo á tröppurnar og sofnaði.
RAUDU BUXURNAR
Óli átti rauðar buxur- Einn dag kom móður-
systir óla á bæinn. óla virt.ist hún vera einhver
yfirnáttúrleg vera, af því að hún sagði honum svo
margt og talgði meir við hann en nokkur ókunn-
ug kona hafði gert. Meðal annars sagði hún:
“Nei sko rauðu buxurnar ] ínar! En hve þær
eru fallegar!”
Óli leit a buxurnar og varð gleiðstigari og
teygði sem hann gat úr býfunum, til þess að bux-
urnar sæjust sein best.
Eftir það urðu rauðu buxurnar uppáhaldsflík-
in hans.
—“Litli Sögumaðurinn.