Vísis-drengurinn - 01.12.1913, Síða 4

Vísis-drengurinn  - 01.12.1913, Síða 4
4 Að læra! Að fara i æðri skóla! í mentaskóla! Þetta var sannarlega nokkuð n)rtt! Nú sá jeg að Bogga hafði haft satt að mæla, er hún sagði, að það sem mamma vildi tala við mig, væri mjög merkilegt, eitthvað fjarskalega, ósköp merkilvægt. Æðri skóla! — En það var ekkí nema einn einasti æðri skóli til á íslandi; hann var i Reykjavík. En Reykjavik var hinum megin á eynni, í mörg hundruð rasta fjarlægð. Atti nú i raun og veru að senda mig svona langt hurt? Alla leið til Reykjavíkur. í mentaskólann þar? Jeg var svo forviða, að jeg vissi ekkert hvað jeg álti að segja. Mamma horfði brosandi á mig og mælti: »Jæja, Nonni, hvernig líst þjer á það? Lang- ar þig til að læra og verða lærður maður?« »Mamma, það vildi jeg mjög gjarnan. — En þá yrði jeg að fara alla leið til Reykjavikur!« »Og ef þjer yrði nú boðið«, — hún talaði mjög hægt og lágt, — »ef þjer yrði nú boðið að fara enn þá lengra en til Reykjavíkur, — hvað segðirðu um það?« Jeg glápti á mömmu eins og tröll á heiðríkju. Enn þá lengra en til Reykja- víkur? En, herrann trúr, — það var sama sem að fara til útlanda! Ut í víða, stóra ver- öldina, og á ystu takmörkum hennar var íslands, föðurlandið mitt! Og milli þess og hennar var úthafið mikla, Atlantshafið, mörg hundruð mílur. Þessi stóri heimur! Danmörk, Sviþjóð, England, Þjóðverja- land — lengra þorði jeg ekki að hugsa. í æðri skóla erlendis! En þá var varla um annan skóla að ræða en í Danmörk, — land- inu, sem við stóðum i nánustu sambandi við. »Mamma, á jeg að fara að hugsa mig um það í alvöru, að ferðast til Danmerkur og fara þar í mentaskóla?« »Nei, barnið mitt, — hjer er ekki um Danmörk að ræða. Það er alt annað land, sem er enn þá lengra í burtu. Það er eitt hinna miklu suðrænu landa, þar sólin skín skærar og hitinn er meirj en hjer hjá okkur, — þar sem gróðurinn er meiri og fegri, en við getum fvllilega gert okkur í hugar- lund, — þar sem varla er vet- ur svo teljandi sje og nálega altaf er sumarhiti, vor- eða haust-veðrátta,— þar sem trjein bogna undir þunga ávaxtanna, — þar vaxa fíkjur, gullepli, perur, apríkósur, vínþrúgur og mörg önnur aldin, sem þú þekkir ekki einu sinni nöfn- in á. Hugsaðu þig nú um, barnið gotl? Langar þig að fara i slíkt land? En þú ferð ekki til þess að njóta lífsins í næði í allri þeirri dýrð, held- ur til þess að læra eitthvað, lesa af kappi ár eftir ár, verða duglegur maður og koma svo einhverntíma heim aftur sem læknir eða lögfræðingur eða rithöfundur, eða þá i einhverri annari stöðu, er þú getur þá sjálfur valið þjer. — Hvernig líst þjer á þetta? Langar þig i þessa löngu ferð? Þú þarft ekki að svara mjer undir eins. Hugsaðu þig vel um fyrst!« (Framh.) Lifgjafinn. Eggert ríki Bjarnarson, sem bjó á Skarði á Skarðströnd á 16. öld, fóreinhverju sinnigang- andi á vetrardag inn að Búð- ardal í góðu veðri. Leið hans lá yfir skarðið milli Búðardals og Skarðs. Á heimleiðinni hreppti Eggert hriðarbil svo svartan, að hann sá ekki Iivað liann fór. Hjelt hann þó áfram ferðinni. En þegar hann hafði gengið nokkra stund, datt hann ofan um snjóhuldu, sem lá yfir svo kölluðum Ármótum utan- vert á Skarðinu. Hafði allt vatn sígið undan huldunni eftir hláku, sem var njdega afstaðin. En svo hátt var upp að opinu, sem Eggert datt ofan um, að hann gat ekki á nokkurn hált komist upp um það. Leit ekki út fyrir annað, en að hann mundi farast þar úr hungri undir skaflinum. Eggert átti góðan hund, sem fylgdi hon- um i þetta skifti eins og endr- arnær, þegar hann fór eitlhvað. Hundurinn fór, nokkru eftir að Eggert hafði hrapað ofan í Ármótin, inn að Búðardal. Snýkti þar roð, ugga og þunn- ildi, hljóp svo með það út í hríðina, og Ijetti ekki fyr en hann kom að opinu, þar sem húsbóndi hans var niðri. Ljet seppi þá feng sinn detta ofan til hans. Hjelt hundurinn þann- ig lífi í húsbónda sínum i 3 sólarhringa. Þá var tekið eftir því í Búðardal, að rakkinn át ekki það, sem honum var gefið, en stökk með það út í bilinn, þótti það kynlegt, og var hann þess vegna eltur og varð það Eggerti til lífs. En fyrsta verk Eggerts var það, þegar hann var heim kominn, að láta sjóða heilt hangikjötskrof handa hundinum; upp frá þeim degi Ijet hann skamta honum full- komið karlmannsfæði og búa um hann á sæng á hverju kvöldi. P. E. (Dýravinur). Smávegis. Lengstu ár í Norðurálfu eru: Volga .... .. 3400 raslir Doná .. 2900 — Ural .. 2400 — Dnjeper . .. 2100 — Don .. 1800 — Dvina .... .. 1800 — Petscha.... .. 1600 — Dnjester . .. 1300 — Rin .. 1300 — Elfin .. 1200 — Weichsel . .. 1100 — Gátur. Hverjum er óhultast að trúa fyrir leindarmálum? Hví rignir aldrei tvær nælur samfleitt? Hvað er það, sem fyrir menn kemur og þei r segja aldrei frá á eftir. Hvernig verður skeifa höggv- in í 6 hluli í Iveim höggum. Efnið í þessu blaði gat ekki orðið eins fjölbreytt og skyldi, vegna þess að svo seint var af- ráðið að láta blaðið koma út. Aðeins 1 dagur til undirbún- ings. Útgef.: Einar Gunnarsson, cand. plifl. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Vísis-drengurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísis-drengurinn
https://timarit.is/publication/550

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.