Þjóðmál - 03.05.1971, Blaðsíða 1

Þjóðmál - 03.05.1971, Blaðsíða 1
lióftnól LEIÐARI: Fall Karls er kjaftshögg á Gylfa Gengið fmm hjá Eyjamönnum Misnotkun á ríkisvaldinu (bls. 4) 1. árgangur Vestmannaeyjum, 3. maí 1971. 6. tölublað Kosningaskjálfti eða hvað? Örvænting og ótti innan Sjálfstæðisflokksins — Enn hnldo þeir áfram pólitískum ofsóknum! — Hagsmunaklíkunum verður tid knsta burt! Nú nálgast óðum sá dagur, er íslenzka þjóðin gengur að kjörborði til að velja sér fulltrúa til setu á Alþingi. Á síðustu árum hefur komið fram mjög hörð og víðtæk gagnrýni á flokksveldi og ólýðræðisleg vinnubrögð stjórnmálaflokk- anna. Sannleikurinn er só, að hinn almenni kjósandi er orðin þreyttur ó því að láta þröngar, pólitískar hagsmuna- klíkur nota sig fjórða hvert ór sem hugsunarlaus verkfæri. Kosningarnar, sem nú eru fram undan, geta markað alger tímamót í íslenzkri stjórnmálasögu. Samtök frjálslyndra og vinstri manna eru ný stjórnmálasamtök, sem hafa gert það að baráttumáli sínu, að fella þessa ríkisstjórn, sem nú situr. Innan Sjálfstæðisfiokksins eru stórir hópar manna, sem fá nú t fyrsta skipti gott tækifæri til að láta gagnrýni sína í ljós á ofur- veldi flokksmennskunnar og þess skefjalausa óréttlætis, sem ábyrgð- armenn Sjálfstæðisflokksins hafa gerzt sekir um gagvart þeim stuðn- ingsmönnum. sem ekki hafa tran- að sér fram til valda og áhrifa. Stuðningur þessa fólks við Sam- tök frjálslyndra er eina svarið, sem ekki verður misskilið að kosnmgum loknum. Pólitískar ofsóknir. Forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins í kjördæminu eru nú orðnir svo taugaóstyrkir að heyrzt hefur að þeir Guðlaugur og Ingólfur hafi nú gripið til þess ráðs að grafa upp úr pússi sínu einka- bréf frá fyrrverandi stuðnings- mönnum, sem nú hafa snúizt til andstöðu við flokksræði og klíku- hátt önfárra „konungkjörinna" þingmanna. Stuðningsmenn Sam- takanna bæði hér í Vestmanna- eyjum og annars staðar munu ekki láta pólitíska ofstopamenn þvinga sig til undirgefni. Hin unga kynslóð. Barátta Samtakanna er bar- átta hinnar ungu kynslóðar. Við heitum á alla frjálsborna menn, Nauðsyn þess að efla samtök Frjálslyndra og vinstri manna tjrslit komandi kosninga í þessu kjórdæmi koma tvímæla- laust til að hafa mikil áhrif á stjórnarfar þessa lands næstu fjögur árin. Skipting þingsæta hér er nú þannig, að Framsókn á 2 þingmenn, Sjálfstæðisflokk- ur 3, og Alþýðubandalag 1. Litlu mátti muna í kosning- iiiimii 1967 að 3. maður Sjálf- stæðisflokksins félli ekki fyrir 3. manni Framsóknar. Einnig stóð Karl Guðjónsson mjög tæpt sem frambjóðandi AB. Reyndar hefði í alla staði bet- ur hentað, að Karl hefði fallið, en Helgi Bergs, 3. maður Fram- sóknar, hefði komizt inn, því Karl hefði þá mjó'g líklega fengið uppbótarþingsæti frá stjórnarliðum og þar með fellt stjórnina. Og enn standa málin þannig að þetta kjördæmi get- ur miklu ráðið. Það er víst mál, að tveir þingmenn í kjördæminu standa nú mjög tæpt gagnvart kom- andi kosningum. Það eru Stein- dór Gestsson, 3. maður Sjálf- stæðisflokksins, og Karl Guð- jónsson. Verði Steindór Gests- son kosinn, og nái Karl þing- sæti fyrir Alþýðuflokkinn, er i'ins líklegt, að slióiniimi sé bjargað. Það er því mjög mikilvægt, að vinstri menn i kjördæminu, og allir þeir, sem vilja nýja og betri ríkisstjórn, berjist ein- arðlcga gegn þessum tveimur flokkum. Ef Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna verð- ur vel tekið, er engin goðgá að gera ráð fyrir að þau geti fengið kjörinn mann, eða a.m, k. uppbótarmann úr kjördæm- inu. Framhald á bls. 3. unga sem eldri, að skipa sér und- ir merki Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og með því vinna að eflingu heilbrigðs stjórnmála- lífs. Unga kynslóðin í dag er fram- sýn og djörf. Þetta fólk biður ekki um bittinga heldur rétt til þess að lifa og starfa á mannsæm- andi hátt. Eldrafólkið. Samtökin leggja einnig mikla áherzlu á að efla virðingu al- þjóðar fyrir því starfi, sem eldri kynslóðin hefur unnið. Það er okkur íslendingum til háborinnar skammar, hvernig gamla fólkið er meðhöndlað. I þessu máli ber okk- ur að standa einhuga saman og vinna að því að gamla fólkið geti, í fyrsta lagi lifað mannsæmandi lífi og í öðru lagi, njóti þeirrar virðingar, sem því ber. Nýtt afl. 1 þeim kosningum, sem nú eru framundan gefst kjósendum kost- ur á að efla nýtt afl í íslenzku stjórnmálalífi. Kosningasmalar munu ganga ljósum logum nú eins og fyrr. Að þessu sinni mun kjósendum gefast tækifæri til að koma flokksklíkunum virkilega á óvart. Það gera kjósendur með því að kjósa frambjóðendur Sam- takanna 13. júní n.k. AIÞýðuflokkurinn: Brostnar hugsjónir sjúkur flokkur Samkvæmt stefnuskrá sinni er Alþýðuflokkurinn ótvírætt jafnaðarmannaflokkur eða vinstri flokkur, en 12 óra seta í ríkisstjórn með Sjólfstæðisflokknum hefur breytt honum í huglausan, makróðan íhaldsflokk. Hann er ekki lengur síungur baráttuflokkur verkalýðs og lítilmagnans í þjóð- félaginu, heldur er hann í rciun og veru orðinn að trygg- ingarflokki fyrir hóttsetta embættismenn og forstjóra í Reykja- vík, en örlögin hafa hagað því svo til, að þeir eru býsna margir í Alþýðuflokknum. Það er ekki sársaukalaust fyrir jafnaðarmenn að þurfa að játa það, að Alþýðuflokkurinn er um- Skiptingur. Á honum og flokki auðmanna og fjármagns, Sjálf- stæðisflokknum, er enginn sjáan- legur munur, enda hefur formað- ur Alþýðufloikksins lýst því yfir, að samivinna stjórnarflokkanna hafi verið með eindæmum góð, þar ríki fullkominn skilningur. Loftfimleikamaðurinn 1 beinu framhaldi af ofansögðu skal á það minnt, að formaður Al- þýðuflokksins lýsti því yfir I heyr- anda hljóði frammi fyrir alþjóð, að hugtökin hægri og vinstri væru að engu hafandi og því fráleitt að tala um vinstri menn og hægri í stjórnmálum. En um líkt leyti stóð hann í viðræðum við SFV og AB um stöðu vinstri hreyfingar í land- inu. Þessi dæmalausi tvískinning- ur hefur markað Alþýðuflokkinn, forystumenn hans og vinnubrögð s.l. áratug. Og verður það að segj- ast, þótt Gylfa Þ. Gíslasyni þyki hart undir að búa, að hann er án efa fræknasti loftfimleikamaður íslands fyrr og síðar ásamt Gunn- ari frá Hlíðarenda — þótt með ólíkum hætti sé. Hin nýjci Gylfaginning 1 eldhúsdagsumræðum flutti Gylfi Þ. Gíslason ræðu, sem vakti athygli, því að hann tyllti varla tá á jörðinni, forðaðist dægurmál, en kom sér vel fyrir i rósagarði skýja- borga. Hann benti á, að slðasti áratugur hefði verið mesta fram- faraskeið í sögu þjóðarinnar, þjóð- artekjur vaxið og meðaltekjur á mann aukizt. Að öðru leyti horfði hann ekki um öxl, enda hefði hann sem einlægur jafnaðarmaður vafa- lítið orðið að saltstólpa, Að sjálf- sögðu er það rétt hjá Gylfa, að framfarir hafi verið miklar og þjóðartekjur vaxið — en þetta segir ekki alla söguna. Franco getur með réttu sagt hið sama um Spán, Brésneff hið sama um Rúss- Framhald á bls. 2. Broftför Dr. Gunnlaugs Þau tíðindi hafa nú gerzt, að einn þeirra manna, er hvað harðast hafa barizt innan Al- þýðuflokksins fyrir raunhæfri og sæmandi lausn landhelgis- málsins, dr. Guiuilaugur Þórð- arson, hefur snúizt gegn flokki siiiiiut og lýst því yfir, að hann muni ekki styðja flokk sinn í komandi kosningum. Það veld- ur engri furðu, þótt þetta hafi gerzt, og eiga slíkir atburðir vafalítið oft eftir að gerast í þeirri kosningabaráttu, sem nú er að hef jast. Reyndar er ekki víst, að margir, sem sæti eiga í flokksstjórn Alþýðuflokksins, eins og dr. Gunnlaugur, muni yfirgefa hann, — en hitt er víst, að margir kjósendur hans munu hverfa frá honum vegna dugieysis hans í þessu máli. Það er einnig önnur ástæða fyrir brottför dr. Gunlaugs úr Alþýðuflokknum, sem sé sú, að Karl Guðjónsson skuli vera kominn í framboð á vegum flokksins í Suðurlandskjör- Framhald á bls. 3.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.