Þjóðmál - 03.05.1971, Blaðsíða 4

Þjóðmál - 03.05.1971, Blaðsíða 4
FAXI skrifar: GENGIÐ FRAMHJÁ EYJAMÖNNUM Það hefur mikið gengið á hjá framsóknarmönnum í kjör- dæminu, cinkum hér í Eyjum, undanfarið. Það sem þessum uppþotum veldur er það, að Framsóknarflokkurinn not- færði sér samtryggingu flokka- valdsins í bankakerfinu og skipaði Ilelga Bergs banka- stjóra sinn við Landsbankann. Það er hins vegar viðtekin regla hjá Framsókn, regla sem þeir tóku upp vegna þrýstings frá fólkinu í landinu, sem Sam- tök frjálslyndra gerðust mál- svarar fyrir, að bankastjórar afsali sér þingmennsku. Nú vill svo til, að búið var áður að ákveða lista framsókn- armanna í kjördæminu, og var þá Helgi Bergs í sínu gamla sæti, 3. sæti, sem fulltrúi Eyja- búa á listanum. Helgi sá sér ekki annað vænlegra en að ganga af listanum vegna hinn- ar nýju stöðu. Svo vill til, að þessir við- burðir gerðust, stóð yfir flokks- þing Framsóknar. Þar áttu sæti nokkrir fulltrúar kjördæmisins, fáir úr Eyjum. Var þá ákveð- ið á klíkufundi með Ölafi Tvi- átta Jóhannessyni, að 3. sætið skyldi tekið af Eyjabúum og fært Árnesingum, sem þegar áttu fyrir 1. sætið. Þessi ofrík- isákvörðun var svo keyrð í gegn með siíkri hörku og því- líkum hraða, að framsóknar- menn í Eyjum fengu engum vörnum við komið. Þessi ákvörðun mæitist mjög illa fyrir í Eyjum. Þetta var glöggt merki þess, að Fram- sókn leggur lítið upp úr þeim hluta kjördæmisins, sem mest- ar tekjur færir þvi og er í mestum uppgangi. Eyjabúar eiga að leggja til fé og dug- andi fólk, — en aðeins í skit- verkin. Áhrif mega þeir ekki hafa, né fulltrúa í stjórnarkerf- inu. Þetta sætta Eyjabúar sig vissulega ekki við, og hafa þeir hótað að nota atkvæði sitt í þágu annarra flokka, sem meira mætu Eyjar og þann skerf sem þær Ieggja til þjóð- arbúsins. Allt var við suðumark. Þá tók Olafur Tvíátta sig til og fór til Eyja til að reyna að „sjatla“ mannskapinn. Dvaldi hann þar í 2—3 daga og hitti einstaka flokksmenn, hópa, hélt fundi og notaði ails staðar sömu umtöl- urnar. En ekkert gekk né rak. Óiafur fór úr Eyjum meir tví- átta en nokkru sinni áður. Það er haft eftir Árnesing- um, að þeir muni ekki sætta sig við, að Hafsteinn Þor- valdsson verði tekinn úr 3. sæt- inu. Allt er því í hnút, og fyr- irsjáanlegt er, að gengið verði framsjá Eyjarbúum á þessum lista. FAXI hvetur alla Eyjabúa til að hugsa nú vel og rækilega sín mál. Hvernig væri t.d. að hætta að vera fastur og hnýtt- ur flokksböndum? Mætti ekki athuga, hvort ekki finnst flokkur, sem ber í stefnuskrá sinni hreina og óspillta iafn- aðar- og samvinnustefnu? Væri ekki rétt að sjá til, hvort sá flokkur muni gera Eyjum og Eyjabúum hærra undir höfði en Framsóknarflokkur- inn? Sjáum til. Aðsend grein: Misnotkun á ríkisvaldinu Hvar eru varðarnir Dr. Gylfi? Sú efnahagsstefna, sem nú- verandi ríkisstjórn heldur uppi, er eitt hið furöulegasta fyrirbæri í allri efnahagssögunni saman- lagðri. Einahagsstefna þessi er ekki duttiungastefna án ákveöinna markmiöa, eins og sumir vilja haida fram, heldur er hér á ferö- inni þauiskipuiögð viöleitni til aö færa sem mest ai þjóóarauóæfum landsmanna yiir á hendur efna- stétt landsins. Þessar eínastéttir eru fyrst og fremst auðugir atvinnurekendur og svo slatti af gæðingum i stjórn- kerfinu, þ. e. a. s. bitlingar. En hvernig kemur fram við- leitni ríkisvaldsins til að auðga efnastéttirnar? Sú viðleitni kemur fram á margs konar hátt. Tökum sem dæmi hinar algengu gengisfelling- ar. Hverjir skyldu svo sem græða á þeim? Að sjálfsögðu eiga þær að vera útflutningsgreinunum til hags- bóta, en þær leiða undantekning- arlaust af sér víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags. Þessar víxlhækkanir enda alltaf með því að verðlag er HÆRRA en kaupgjald hinna lægstlaunuðu, m.ö.o., verkamenn neyðast til að knýja fram hærri laun og eina aðferðin til að fá þau er VERK- FALL. Verkföllum fylgja svo launa- sækkanir í KRÓNUTÖLU, en vegna verðhækkana á nauðsynja- vörum — en verðmyndun þeirra er í höndum auðstéttanna — verður útkoman út úr öllu sam- an rýrnun á kaupmætti launa, m. ö.o. LAUNALÆKKliN. Vegna ein- okunaraostoou auostéttanna á veróiagi græoa þær á öliu saman. Onnur aðieró nkisvaidsins til aó færa ijármagmó i hendur auó- stéttanna er hin alræmda lána- starisemi til atvinuveganna. Rikiö aostooar auosiettarmenn til aó koma sér upp iyrirtækjum eöa tii að efla gömul. Hins vegar er rikinu meinilla við að aöstoða almenningshiutaié- lög til arðbærra fyrirtækja, svo sem sannaðist á Úthafi h.f., en það mál er nokkuð sem allir verða að kynna sér, ef þeir vilja kynnast efnahagsstefnu núverandi ríkis- stjórnar. Algengt er hinsvegar, að fjár- glæframenn, ekki síst úr hópi út- gerðarmanna, komi á fót hlutafé- lögum með aðstoð ríkisins. Því næst stinga þeir bæði hluta- fénu og gróða félagsins í eigin vasa og láta fyrirtækið þannig fara á hausinn, sér að skaðlausu. Og hver ber svo skaðan? Það gerir alþýðan. En hvemig má það vera, að fólkið kýs ríkisstjórn, sem þannig starfar? Til þess liggja fjölmargar ástæð- ur, og skulu aðeins þær veiga- mestu nefndar hér: 1. Forusta verkalýðshreyfingar- innar hefur ekki unnið sér traust fólksins, sem ekki er heldur von eins og hún hefur hagað sér, t.d. þegar hún hefur samið um laun verkamanna. Þessi „forysta" er í rauninni ekkert annað en staðnað skrif- stofuvald, sem lifir á afskiptaleysi og fáfræði verkalýðsins. Sem dæmi um staðnaða forust má nefa, að í stærsta verkalýðsfélagi landsins, Dagsbrún, hefur ekki farið fram stjórnarkjör í 13 ár. Meira að segja nær hið fræga bitlingakerfi inn í verkalýðssamtökin, t.d. var Óskar Hallgrímsson miðstjórnar- maður í A.S.Í. nýlega ráðinn ann- ar af tveimur bankastjórum við Alþýðubankann en á árinu 1970 hafði hann á hendi eina 52 bitl- inga. 2. Vinstriflokkarnir eru klofnir og ósamstæðir. Sá klofningur stafar ekki af hugmyndafræðileg- um ágreiningi nema að litlu leyti, heldur fyrst og fremst af smá- kóngapólitík. 3. íhaldsöflin í landinu hafa á sínum snærum sterkasta áróðurs- tæki sem rekið er í landinu, þ.e.a. s. Morgunblaðið. en því er fyrst og fremst haldið uppi af vissum hiuta auðstéttanna, þ.e.a.s. fasteigna- sölum og stórkaupmönnum, bæði með auglýsingum og beinum fjár- gjöfum. 1 staðinn fyrir greiðslur sínar í flokkssjóð sleppa auðmenn við að borga skatta. 4. Stór hluti af kjósendum (haldsaflanna í landinu kýs þau í hreinni fáfræði um eigin lífskjör og annarra. 5. Fólk gleymir þeirri staðreynd, að ísland er í hópi tíu launahæstu landa að meðaltali. Meðal árstekjur á íbúa eru 200. 000.00 krónur, en meðallaun verka- manna á ári eru aðeins 183.840 krónur, og árslaun ellilífeyrisþega eru 58.800 krónur eða aðeins rúm- Við myndun vinstri stjórnarinn- ar árið 1956 tók hagfræöingur við stjóm menntamála á fslandi, jafn- aðarmaðurinn dr. Gylfi Þ. Gísla- son. Síðan hafa ekki orðið ráð- herraskipti í Menntamálaráðuneyt- inu. Annað eins tækifæri til var- anlegra breytinga, enduniýjunar og umbóta á menntakerfinu, hef- ur enginn ráðherra fengið síðan við fengum sjálfstjórn. En hvar era þeir minnisvarðar, sem hann hefur reist sér á ráðherraferlin- um? Hefur hann með verkum sín- um á hcssu sviði skapað nafni sinu þann Ijóma, sem lyfti hon- um í sögunni? Þeirri spurningu svarar þú, les- andi góður og æskan, sem sjálf hefur kynnzt öngþveitinu í skóla- kerfinu að undanförnu. • UNGLINGARNIR OG JAFNRÉTTIÐ. Jónasi frá Hriflu nægði 3ja ára ’-áðherradómur til að koma upp flestum héraðsskólum landsins og grundvalla hér betri og almennari alþýðumenntun en þá þekkist í nálægum löndum, þrátt fyrir kröpp kjör og þröngan ríkisfjárhag. Dr. Gylfa hefur ekki enn unnizt tími til að byggja svo mikið sem einn, þrátt fyrir brýna nauðsyn. Lausn hans hefur verið að loka dyrum skólakerfisins fyrir nokkrum hundruðum ungmenna ár hvert. Þannig hefur ráðherrann fram- kvæmt í verki grundvallarhugsjón Alþýðuflokksins, um jafnrétti þegnanna. • STÓRHUGUR, SEM SEGIR SEX. En það eru fleiri skólastig en gagnfræðastig. Lengstum hafa dreifbýlingar búið við heiman- göngu- eða farskóla fyrir börn sín. misgóða eins og 'gengur, og oft við heldur bágar aðstæður. Á því sviði hefur orðið breyting á valda- ‘íma ráðherrans. Glæsilegir heima- vistarskólar hafa verið byggðir víðsvegar um land. Hefur stór- hugur ráðherrans komið þar eink- ar vel í ljós. Þessir skólar rúma I einu aðeins helming þeirra nemenda. sem þá eiga að sækja. En ráð eru við því, námstíminn lega fjórðungur af meðallaunum ’andsmanna. Þannig er því fólki, sem kom bjóðinni inn í nútímann. þakkað sitt ómetanlega starf. Til samanburðar má nefna að laun okkar ágætu ráðuneytisstjóra eru kr. 700.000.00 á ári, eða 500. 000.00 krónum yfir meðallaun landsmanna. Þeir eru ófáir sem styðja íhaldsöflin af þeirri ástæðu að þeir telja, að þau hafi yfirstig- ið stéttarskiptinguna, en það er rangt. Ihaldsöflin f landinu hafa aukið stéttaskiptinguna eftir fremsta megni, enda væri allt ann- að í fullu ósamræmi við hið kapí- talíska kerfi, sem ríkisstjórnin stefnir að. Þessa skuum við minnast, þeg- ar við göngum að kjörkössunum í vor. P. er styttur um helming, þannig að bömin í dreifbýlinu fá árlega 3— 4 mánaða kennslu meðan jafnaldr- ar þeirra í þéttbýlinu sitja í 9 mánuði á skólabekk. Þess eru jafn- vel ófá dæmi að svo sem 50—60 skóladagar hafi orðið að nægja! Gegnir aðeins furðu, að ráðherr- ann skuli ekki á sama hátt hafa brugðist við margsetningu í skóla- húsnæði þéttbýlisins. En þetta er sjálfsagt aðeins túlkunaratriði á hinni teygjanlegu jafnréttishug- sjón Alþýðuflokksins. • BITLINGUR FYRIR FLOKKINN. Er þó ógetið eins þáttar þessa máls, dvalarkostnaður hvers nem- anda I heimavist skiptir tugum þúsunda á» hvert, sem er allsæmi- legur aukabaggi lágtekjustétt. Á þrettánda ári stjórnarferils síns samþykkti ráðherrann tillögu stjórnarandstæðinga um að greiða heilar 10 milljónir árlega til að jafna þennan mun, með nokkrum fyrirvara þó. Og til að allt færi að lögum og flokkur ráðherrans hefði sitt var fyrrverandi fram- kvæmdastjóra flokksins veitt náð- ugt embætti við að úthluta fúlg- unni. Þannig mætti lengi rekja. „af- rek“ ráðherrans í menntamálum, þótt hér sé ekki rúm til þess. Allsstaðar eru viðbrögð ráðherr- ans þau sömu, of seint, of lítið, ekki fyrr en búið er að reka hann úr valdaværðinni. • EFTIR 15 ÁRA SVEFN. En lengi skal manninn reyna. Á síðustu mánuðum kosningaþings vaknar ráðherrann skyndilega, nú skal öllu kippt í lag á fáum mán- uðum og andlitinu bjargað fyrir hæstvirtum kjósendum. Ráðherr- ann snarar fram frumvarpi um byltingu á öllu skyldunámsstig- inu að visu með þýðingu á skóla- löggjöf nágrannalandanna, eftir því sem meinfýsnar tungur segja, með aðstoð nefndar auðvitað. (Sú nefnd var skipuð Reykvíkingum eingöngu, hina, sem aldrei hafa fengið gömlu fræðslulögin fram- kvæmd, hvað þá meir, varðar ekk- ert um málið.) Til enn frekari áherzlu á eigin dugnað og frum- kvæði leggur ráðherrann svo fram frumvarp um nýjan háskóla, Kennaraháskóla, liklega í þeim á- föngum Kennaraskólans, sem hon- um hefur enn ekki unizt tími til að láta byggja. En þessi frumvörp hagíræðings- ins er ekki hægt að taka alvarlega — þvi miður. Maðurinn hefur fengið sitt tækifæri, og notað það þannig, að við höfum dregist stór- lega aftur úr öðrum þjóðum í menntamálum, á mestu góðæris- tímum, sem þjóðin hefur lifað. Undan þeirir ábyrgð fær hann ekki skotist með sjónarspil á Al- þingi á síðustu vikum kosninga- þings. Þá ábyrgð verður hann að bera fram fyrir kjósendur í vor og þeir verða fáir, sem Iáta blckkjast og framlengja setu hans f ráðherra stólnum.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.