Þjóðmál - 03.05.1971, Blaðsíða 2

Þjóðmál - 03.05.1971, Blaðsíða 2
2 Þ J 0 Ð M Á L i U1111111 ■ 1111111111111111 ■ 111111111111111111111111 i 1111111111111111111111111111111111B1111 ■ I Ml Útgefandi: Samtök frjólslyndra í Vestmannaeyjum. E Ritstjórn: Jón Kristinn Gíslason Dr. Bragi Jósepsson (ób.) Pósthólf 173 | 5 Afgreiðsla: Bjarni Bjarnason, Heiðarvegi 26, = símar 1253 og 2225 = Auglýsingar: Hafdís Daníelsd., Höfðavegi 23, sími 1529 E Prentstofa G. Benediktsson, Bolholti 6, Reykjavík. iTi ■ i m 11111111111111 ■ 1111111111 ■ i ■■ 111111111111111111 ■ 1111111 ■ 11 ■ 11111111111 ■ 1111111111 ■ 1111 nTi Fall Karls er kjafts- högg á Gylfa Þær raddir verða nú æ háværari, sem tala um, að þessi ríkisstjórn verði að falla, að hún sé búin að vera of lengi við völd. Þetta er nú allt satt, en það sem mun sennilega hafa mest að segja er, að menn eru yfirleitt orðnir leiðir á þessum ráðherrum. Það er til dæmis alveg augljóst, að ef þessi ríkisstjórn heldur meirihluta sínum eftir þessar kosn- ingar, munum við enn sitja uppi með væmnasta fyrirbærið í íslenzkri stjórnmálasögu, Gylfa Þ. Gíslason. Karl Guðjóns- son hefur nú gengið á mála hjá þessum manni, sem með stanzlausri íhaldsþjónustu hefur leitt Alþýðuflokkinn út í slíkar ógöngur, að hann mun að öllum líkindum fá minna atkvæðamagn í Reykjavík, en hinn nýstofnaði flokkur, Sam- tök frjáislyndra og vinstri manna. ögæfa Alþýðuflokksins liggur einmitt í því, að hafa látið blekkjast af smjaðurrödd þess manns, sem meira er tengdur orðinu hentistefna en nokkur annar maður í þessu landi. ýmsir munu hafa haldið að úrsögn Karls Guðjónssonar úr Alþýðubandalaginu hafi stafað af því, að hann hafi verið órétti beittur af Þjóðviljaklíkunni, og ekki er útilokað, að svo hafi verið. Hitt dylst svo engum, að stökk Karls Guð- jónssonar inn í óháð framboð á vegum Alþýðuflokksins er ekkert annað en trúðleikur, þar sem Karl Guðjónsson leikur eftir snúrum Gylfa Þ. Gíslasonar. Þeir Alþýðuflokksmenn, sem í einlægni trúa á jafnaðarstefnuna eiga því í eitt skipti fyrir öll að gefa Gylfa Þ. Gíslasyni verðuga ráðningu með því að hafna Karli Guðjónssyni. Samtök frjálslyndra og vinstri manna eiga nú vaxandi fylgi að fagna um allt land. Með kosningu eins fulltrúa í Reykjavík ætti að vera hægt að tryggja flokknum fjóra þingmenn, og þar með er stjórnin fallin. Samvinna við Al- þýðuflokkinn eftir kosningar er mjög æskileg. Á hinn bóg- inn er alveg útilokað að hafa nokkra samvinnu við þann flokk, meðan Gylfi Þ. Gíslason ræður þar húsum. Sam- einumst því um að gefa Karli Guðjónssyni og Gylfa slíka ráðningu, að þeir muni lengi muna, og með því stuðla að einingu allra sannra jafnaðar- og samvinnumanna á Islandi. Skoðanakúgun — úrelt flokkakerfi — Ungir framsóknarmenn hafa nú um langan tíma barizt fyrir auknu lýðræði innan flokks síns og fyrir skýrari og afdráttarlausari stefnu Framsóknarflokksins í landsmálum. Þeir hafa gert tilraunir til að fá hina lokuðu flokksvél opn- aða, fá klíkuvaldið afnumið og fá meiri áhrif fólksins á ákvarðanatökur. Þeir hafa krafizt þess af forystu sinni, að hún ræki stjórnmálastefnu, sem væri í þágu fólksins í land- inu, í þágu atvinnustéttanna, í þágu fólksins í samvinnu- félögunum út um allt land. Þessar kröfur og tillögur ungi'a framsóknarmanna um endurbætur á flokksskipan og stefnu Framsóknarflokksins eru í fullu samræmi við þær grundvallarhugsjónir, er skópu Framsóknarflokkinn. Samt sem áður hefur forystuklíka flokksins daufheyrzt við óskum nýrra tíma. Hún hefur færzt undan í flæmingi, lofað einu í dag og öðru á morgun, Áskorun 1 beinu framhaldi af fundargerð Sundlaugarnefndar hinn 21. janúar 1971 þar, sem til umræðu voru fullnaðarteikning- ar væntanlegrar sundhallar o. fl. vilja forsvarsmenn undir- ritaðra félagasamtaka og stofnana skora á bæjarstójrn Vest- mannaeyja og bæjarstjóra að hraða þessu verki eins og unnt er. Ennfremur viljum við eindregið taka undir áskorun Sund- laugarnefndar í 4. lið fundargerðar þar, sem segir: „Nefndin samþykkir að skora á bæjarstjóra að hefja samninga við Menntamálaráðuneytið varðandi byggingar- framkvæmdir strax og nauðsynlegar teikningar liggja fyrir og freista þess að fá undanþágu ráðuneytisins til bygging- arframkvæmda og hefja síðan framkvæmdir eins fljótt og unnt reynist". Skorum við á bæjarstjórn að hefja byggingarframkvæmd- ir strax nú í sumar við grunn byggingarinnar eins og arki- tektinn álítur að sé framkvæmanlegt, þó að fullnaðarteikn- ingar, ásarnt verklýsingu verði ekki tilbúnar fyrr en í ágúst. F.h. S.V.D. Eykyndills, Anna Halldórsdóttir. F.h. Kvenfél. „Líknar“, Anna Þorsteinsdóttir. F.h. Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi, Guðjón Pálsson. F.h. Sjómannafélagsins Jötuns, Jónatan Aðalsteinsson. F.h. Vélstjórafélags Vestm., Magnús Jónsson. F.h. Sjálfsbjargar, Gísli Bryngeirsson. F.h. G. í V., Eyjóifur Páisson. F.h. Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, Guðjón Ármann Eyjólfsson. F.h. Í.B.V., Stefán Runólfsson. F.h. Barnaskólans í Vestmannaeyjum, Reynir Guðsteinss. F.h. Vélskóla tslands í Vestmannaeyjum, Jón Einarsson. BROSTNAR HUGSJÓNIR — Framhald af bls. 1. land. Nei, aðalatriðið er hitt, hvort bjóðfélagið hafi mótazt í anda jafnaðarstefnunnar. Hafa draumar jafnaðarmanna um frelsi, jöfnuð, lýðræði, öryggi, réttláta tekju- skiptingu og lífshamingju einstakl- inganna rætzt? Hvað hefur Al- þýðuflokkurinn lagt til þessara mála á síðasta áratug? Hverju hefur hann um þokað? Hér á eft- ir skal drepið á örfá atriði. Lýðræði — eða hvað? Lýðræðishugtakið þenst stöðugt út, en á Islandi hefur það að mestu staðið í stað. Atvinnulýð- ræði, skólalýðræði, stjórnunarlýð- ræði og menningarlýðræði eru nánast ókunn fyrirbæri hér á landi. Hins vegar hefur ein teg- und lýðræðis blásið út eins og fýsibelgur. Það er peningalýðræð- ið. Enginn lagasetning er til um starfsemi stjórnmálaflokka er tryggi, að peningaráðin ein ráði ekki úrslitum í kosningum. Og flokkarnir hafa með fullri þátt- töku Alþýðuflokksins komið sér upp tryggingarkerfi í ríkisbönkun- um með því að skipta með sér bankastjórum þeirra. Samtrygging gömlu flokkanna stendur gegn lýðræðisþróuninni. Svikari viö málstað alþýðunnar Alþýðuflokkurinn er sprottinn upp úr jarðvegi verkalýðsbarátt- unnar, hinni knýjandi nauðsyn hins vinnandi manns til að heimta rétt sinn og brauð frá íhalds- sömum atvinnurekendum og arð- ræningjum. Nú hefur hann svar- izt í fóstbræðralag með Sjálf- stæðisflokknum, ílokki auðmagns- ins. Niðurlægingin er fullkomin. Óðum þverra ítökin í verkalýðs- hreyfingunni, enda stóð Alþýðu- flokkurinn að því í ríkisstjórn á s.l. ári að lækka kaup verkalýðs- ins með lagaboði um 3%, þrátt fyrir eindæma gott árferði, aukin aflabrögð og verð útflutningsaf- urða í toppi. Getur Alþýðuflokk- urinn lengur talizt flokkur verka- lýðs og launþega? Engu komið fram — í eldhúsdagsumræðunum vék Gylfi Þ. Gíslason einkum að fram- tíðarverkefnum 8. áratugarins í íslenzkum stjórnmálum, ræddi um markmið og leiðir. Af vörum hans streymdu lykilorð jafnaðarstefn- unnar: frelsi, jafnrétti, öryggi, þroski, hamingja, fegurra mann- líf o.s.frv. En Gylfi getur varla vænzt þess að hann sé tekinn al- varlega eftir að hafa haft aðstöðu í 12 ár í ríkisstjórn til að þoka áleiðis einhverju af þessum mál- um. Hvernig er þjóðfélagið undir forystu hans? Andi samkeppnis- þjóðfélagsins ríkir, fjórar geng- isfellingar á s. 1. áratug, gróða- brall og óðaverðbólga. Verkamað- ur vinnur hér lengri vinnudag og ber minna úr býtum en í nokkru öðru landi á Vesturlöndum. Hann þarf að standa í lengri verkföllum en annars staðar þekkist til að reyna að halda örlítið í við verð- bólguna. Sumir eiga að vísu fín hús og fína bíla, en jafnaðar- menn telja að fegurra mannlíf sé fyrir alla, og á meðan Alþýðu- flokkurinn situr í ríkisstjórn, sem er andstæð verkalýðnum, getur ekki verið um neina jafnaðar- stefnu að ræða. Um ræðu Gylfa hefði verið sagt i minni sveit: „Það sjá augun sízt, sem nefinu er næst!“ Kjölturakki auðvaldsins. Alþýðuflokkurinn er nú flokkur á flótta frá stefnuskrá jafnaðar- mennsku og hugsjónum. Hann er fullgildur aðili 1 úreltu spilltu samvinnutryggingarkerfi gömlu flokkanna. Hann vísar ekki leið- ina, eins og jafnaðarflokkum ber að gera. Hann eltir flokk auðstétt- anna eins og þægur rakki. Völd- in eru honum fyrir öllu og í krafti þeirra kemur hann fyrir flokks- mönnum sínum á ríkisjötuna. En hversu lengi tekst honum að bjarga sér á flótta? Hvað er til ráða? Ef Alþýðuflokkurinn hefði ver- ið trúr stefnu sinni og hugsjón- um, hefði Samtök frjálslyndra og vinstri manna aldrei verið stofn- uð, en meginverkefni þeirra er að rjúfa staðnað flokkakerfi og sam- eina jafnaðarmenn og samvinnu- menn í einum flokki. Þess vegna er meginatriði, að Alþýðuflokkn- um verði refsað í næstu alþingis- kosningum með fylgistapi, því að það er hið eina sem flokksstjórn hans skilur. Um leið verður að efla Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Þá opnast leið að lang- þráðu takmarki: að sameina lýð- ræðissinnaða jafnaðarmenn og samvinnumenn í einum öflugum flokki, sem geti ráðið stefnunni í þjóðmálum á komandi árum og áratugum. en allt svikið. Hún hefur haldið áfram á sinni íhaldssömu braut, borið kápuna á báðum öxlum, já-já-nei-nei hefur verið hennar kjörorð. Það er því ekki óeðlilegt, þótt hinir ungu menn séu nú orðnir gramir og leiðir. Það er ekki óeðlilegt, þótt rótleysi og los sé komið á þessa menn og þeir hafi nú hafið beina og opna baráttu gegn forystu flokks síns. Ungir framsóknarmenn hafa lagt fram róttækar og á- kveðnar tillögur um sameiningu vinstri aflanna á Islandi. Þessum tillögum hefur Framsóknarforystan vísað á bug með þeim einum rökum, að vandamál vinstri hreyfingar á Islandi verði bezt leyst með því að fylkja sér um Fram- sóknarflokkinn!!! Enginn íslenzkur stjórnmálaflokkur hefur tekið undir hinar sjálfsögðu kröfur um endurskipulagningu vinstri aflanna nema Samtölc frjálslyndra og vinstri manna- Þau hafa þessa endurskipulagningu sem einn megingrundvöll tilveru sinnar og aðalmarkmið. SFV vilja með þessu mark- miði ekki aðeins höfða til ungra framsóknarmanna, þau vilja höfða til allra einstaklinga innan íslenzkrar vinstri- hreyfingar, sem ekki vilja áfram lúta flokksklíkum og flokksvélum úreltra flokka. 1 vor velja vinstri menn því aðeins um tvennt: Áframhaldandi flokksræði og skoðana- kúgun, eða nýja íslenzkra vinstrihreyfingu, byggða upp á nútímalegum vinnubrögðum og heilbrigðum hugsjónum. Sú völ verður ekki erfið þeim, sem eitthvað vilja um stjórnmál hugsa. En ani menn áfram til þessara kosninga með sama hugsunarleysinu og áður, verður engu breytt.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.