Þjóðmál - 01.07.1972, Blaðsíða 7

Þjóðmál - 01.07.1972, Blaðsíða 7
JOLÍ 1972 ÞJ ÓÐMÁL 7 Björn Jónsson, íorseti ASÍ VIÐHORF I VERKALYÐSMAL Hröð sókn Blaðið hefur beðið mig að gera grein fyrir ástandi og horf- um í kjaramálum verkalýðshreyf- ingarinnar og næstu viðfangs- efnum verkalýðssamtakarma og vil ég reyna að verða við því, eftir því sem un«t er í stuttri blaðagrein. Er þess þá fyrst að minnast, að á tveim síðustu árum, þ. e. a. s. frá og með júnísamningun- um 1970, hafa verkalýðssamtök- in verið í mikilli sókn í kjara- baráttu sinni og náð fram stór- felldum kauphækkunum og ýms- um öðrum kjarabótum, svo að vafasamt er að meira hafi áður verið að gert í þeim efnum, á jafn skömmum tíma. Frá 1. árs- fjórðungi 1970 og til þessa dags, hefur útborgað kaup verkamanna á greiðslustund hækkað frá 72,2% og upp í 83,4%, en á viku frá 61% og upp í 66,7%. Á sama tíma hefur vísitala fram- færslukostnaðar (til 1. maí sl.) hins vegar hækkað að miklum mun minna, eða um 26,2% og vísitala vöru og þjónustu um 52,1%. Kaupmáttaraukning hef- ur því orðið frá 40,4% til 45,3%, ef miðað er við tíma- kaup, en 27,6% til 32,1% ef miðað er við vikukaup og fram- færsluvísitölu í báðum tilvikum. Sé miðað við vísitölu vöru og þjónustu er kaupmáttaraukning- in 34,8% til 38,8É fyrir klst., en 21,9% til 26,2%, ef míðað er við vikukaup. Naumast þarf að taka fram, að mikill meirihluti framan- greindra kauphækkana hefur orðið síðari hluta þess tímabils sem hér ræðir um og þá einkan- Iega í kjölfar kjarasamninganna 4. des. sl þegar jafnframt var samið um styttingu vinnuvikunn- ar, Iengingu orlofs í 4 vikur og sérstakar Iáglaunahækkanir. Blikur á lofti Að óbrigðulli venju hafa at- vinnurekendur og málpípur þeirra haldið því Lam að svo miklar launahækkanir, sem hér hafa verið raktar að nokkru, fengju ekki staðizt. Fyrir þeim væri ekki' grundvöllur í afkomu atvinnuveganna og því væri í óefni stefnt. Reynzlan hefur sannað hið gagnstasða. Nærri mun Iáta að helztu og mikilvæg- ustu útflutnángsvörur þjóðarinn- ar hafi tvöfaldazt í verði á sl. 3 árum og hefur sú stórfellda verðhaakkun m. a. leitt til slíkrar aukningar þjóðartekna að full- komlega rétdætir áunnar kjara- bætur. Árin 1970 og 1971 voru einstök uppgripaár flestra eða allra atvinnugreina og skiluðu atvinnurekendum milljarða hagn- aði, þrátt fyrir launahækkanirnar. Jafnframt safnaði útvegurinn gildum verðjöfnunarsjóði (nálægt 1 milljarði) á sama tíma. Ný- gerðar athuganir staðfesta Iíka að útfflutningsatvinnuvegirnir standast fullkomlega núgildandi kostnaðarverðlag, og sannar það ásamt fleiru, að ekki hefur þeim hingað til verið ofgert. Hitt er þó jafnframt rétt að hafa í huga, að verðlagsþróun útflutnings hefur á síoari hluta sl. árs og það sem af er þessu ekki verið jafnhagstæð og áður. Er hér svo mikill munur á, að ekki er talið óyggjandi að xm teljandi verðlagshækkun verði að rasða frá árinu ’71 til ársins ’72, þegar á allt er litið, en vitanlega hefur það fyrst og fremst verið hin sérstaklega hagstæða verð- lagsþróun útflutningsins, sem hingað til hefur jafnað metin á móti launahækkununum og öðr- um auknum innlendum kostnaði. Af þessum sökum eru nú ýmsar blikur á lofti. Verðlagsmálin Svo hagstæð sem þróun út- flutningsverðlagsins hefur verið avinnuvegunum og þjóðinni í heild hefur þróun verðlags inn- anlands verið óhagstæð. Af hálfu verkalýðssamtakanna var lögð á það rík áherzla eftir kjarasamn- ingana 1970 að stjórnvöld beittu ríku aðhaldi í verðlagsmálum og heimiluðu ekki aðrar eða meiri verðlagshækkanir en brýnasta nauðsyn krefði. Þessu var ekki sinnt og verðhækkanabylgja skall yfir sumarið 1970. Verzlunin fékk m. a. 12,5% hækkun á á- Iagningu að mestu eða öllu án rökstuddra ástæðna. Það var ekki fyrr en í nóv. 1970 að þáver- andi ríkisstjórn sá sitt óvænta og setti svokölluð verðstöðvun- arlög, en þá var skaðinn að miklu skeður og aðgerðirnar að verulegu leyti blekkinig, sem enn þann dag í dag er smám saman að koma í ljós. En jafnframt voru verðlagsbætur á laun skert- ar um 3 vísitölustig. Eftir desembersamningana hef- ur núverandi ríkisstjórn sýnt stórum meiri vilja til aðhalds í verðlagsmálunum en gert var eft- ir samningana 1970. Sá róður hefur þó reynzt harla erfiður, m. a. vegna fjölda óuppgerðra verð- hækkanatilefna frá verðstöðvun- artímabili fyrrv. ríkisstjórnar, sem ekki varð komizt hjá að viðurkenna. Mistök liafa henni líka orðið á, svo sem þegar látið var undan kaupsýslunni um 6— 10% hækkun smásöluálagning- ar, sem telja verður algerlega ó- röksrudda, en sú ákvörðun var tekin þvert gegn vilja fulltrúa launþega í verðlagsnefnd. Þá hafa og komið til fjáraflanir til ríkisins, sem valdið hafa veru- legum verðlags og vísitöluhækk- unum. Hvort sem þetta er rætt Iengur eða skemur er niðurstað- an sú, að ekki hefur tekizt að hindra verðlagshækkanir í þeim mæli að kostnaðarverðlag innan- lands haldist í hendur við verð- lag útflutningsafurða, og að nú er svo komið að við stöndum nærri mörkum, hvað það kostn- aðarverðlag snertir, sem höfuð- greinar atvinnulífsins þola án þess að til uggvænlegra tíðinda um samdrátt og/eða gengisfell- ingu dragi. Jónsson. Hvernig á vsð að bregðast Það er augljós höfuðskylda verkalýðssamtakanna að verja og vernda hagsmuni umbjóðenda sinna við hver þau ytri og innri skilyrði sem fyrir hendi eru. í Iok þess mikla sóknartímabils sem nú er á undan gengið, hlýt- ur það því að vera meginatriði að halda fast um það sem áunn- izt hefur, vernda þann kaup- mátt, sem náðst hefur og tryggja gildi þeirrar launahækkunar, sem um hefur verið samið að gangi í gildi 1. marz nk. Eins og nú er komið hlýtur öllum að vera ljóst, að þessir mdklu hagsmun- ir verkafólks verða ekki varðir Björn eða verndaðir ef sú flóðbylgja víxlhækkana verðlags og krónu- tölu kaups með stöðugt minnk- andi gildi, á óhindrað að ganiga fyrir sig. Fari svo, hljóta allir eða flestir ávinningar síðusm 2ja ára að drukkna í verðhækkana- flóðinu eða verða afmáðir í at- vinnuleysi og fyrirséðri gengis- fellingu eins og raunin varð 1967 og 1968. Vandinn, sem nú er við að fást, er fremur öðru sá að stöðva hækkun kostnaðarverðlags innan- lands (meðan ekki koma til auknar tekjur af útflutningi, annað hvort vegna magnaukn- ingar framleiðslunnar eða verð- hækkana) án þess að raunlaun verkafólks verði skert. Ef frávik frá því verðlagsbótakerfi launa, sem við nú búum við er nauð- synlegt til að leysa þennan vanda, ber að gaumgæfa slík frávik af fullu raunsæi. Þegai á slíkt yrði litið, verður líka að hafa í huga að takmarkanir gildandi kerfis eru miklar og að launþegar skað- ast stórlega við hverja hækkun verðlags og vísitölu, þótt ekki sé tillit tekið til þeirrar hættu, sem þær eru fyrir efnahagskerfið, at- vinnulífið og þar með launþeg- ana sjálfa. Afstaða verkalýðssamtakanna til hugsanlegra aðgerða til stöðv- unar verðbólgurmar nú næstu vikurnar hlýtur algcrlega að mót- ast af því, hvort þær aðgerðir reynast til þess fallnar að vemda umsaminn kaupmátt verkafólks og þá rflcu hagsrmmi þess, að blómlegt atvinnulíf fái haldizt. Því ber að vera vel á verði og rasa hvergi um ráð fram. ASÍ-þing í nóvember Á Alþýðusambandsþingi 1968 voru samþykktar miklar breyt- ingar á skipulagi verkalýðssam- takanna, sem ætlað var að gera samtökin að virkara og hæfara tæld í baráttu þeirra fyrir bætt- um efnalegum, menningarlegum og félagslegum kjörum virtnu- stéttanna. Á því þingi náðist einnig yfirgnæfandi meirihluta- samstaða um kjör faglegrar stjómar samtakanna, þ.e.a.s. þar sem ekki var valið móð tilliti til stjornmálalegs litarháttar heldur út frá því hver staða viðkom- andi var í grunneiningum sam- takanna. Þessari skipan undu menn misjafnlega í upphafi og vom jafnvel hafðar uppi hinar þyngstu sakargiftir á hendur á- kveðnum forystumönnum, sem beittu sér fyrir hinni nýju skip- an faglegrar forystu. Slíkar radd- ir em nú löngu hljóðnaðar, a. m. k. opinberlega, enda mun mála sannast, eins og áður er að vik- ið, að ekki hafi í annan tíma náðst fram meiri árangur í kjara- málum en í tíð þessarar stjórn- ar og líkt má segja um ýmsa aðra starfsemi hreyfingarinnar. Sú hefur líka orðið reyndin, að stjórn sambandsins hefur orðið samhentari en nokkur hefði fyr- irfram þorað að vona, og segir það sína sögu í þessu efni, að allar meiriháttar ákvarðanir hafa verið gerðar einróma í miðstjórn allt kjörtímabilið til þessa. Ein hinna skipulagslegu breyt- inga, sem gerðar vom á þing- inu 1968, var sú að lengja starfs- tímabil milli þinga í 4 ár. Ein afleiðinga þeirrar breytingar er sú, að Alþýðusambandsþing verða eftirleiðis enn viðameiri og enn mikilvægari samkomur en áður, og að meiri kröfur verða gerðar um vandlega undirbúnar ákvarðanir og langtímastefnu- mótun í hinum ýmsu málaflokk- um. Miðsjóm ASÍ vinnur nú að undirbúningi þinghaldsins í nóv- ember í samrasmi við þetta og em starfandi vinnunefndir á veg- um hennar í eftirtöldum máhim: 1) Kjara- og atvinnumálum. 2) Vionjuvemdar- og trygg- ingarmálum. 3) Fræðslumálum. 4) Atvinnulýðríeði. 5) Fjármálum og starfshátta- málum. Þessir málaflokkar gefa nokkra hugmynd um helzm verkefni þingsins og gefa líka til kynna að þau verkefni em harla mik- ilvæg fyrir þróun verðlagsmála næstu árin. Varðandi undirbún- ing þingsins telst það líka til ný- Iundu að fyrirhugað er, eftir því sem frekast verður við komið, að öll drög að ályktunum verði send hinum einstöku félögum innan sambandsins það löngu fyrir þingið, að aknennar um- ræður geti þar farið fram áður Framhald á 10. síðu. \ Kaupmáttarvísitala miðað við vísitölu framfærslukostnaðar á hverja gr. vinnust. (-viku) áu orlofs. (1. ársfj. 1970 = 100) 1970 1971 1972 1. Aim. vinna, t. d. vinna m/hand- í. 2. 3. 4 1. 2. 3. 4 1. 2. júlí v.f.; vinna, sem ekki er talin Kaupmáttur tímakaups 100 98,1 10i,l 113,4 112,9 111,9 1139 119,4 142,9 138,5 145,3 annars staðar. Kaupmáttur vikukaups 100 98,1 101,1 113,4 112,9 111,9 1139 119,4 129,7 125,9 132,1 2. Alm fiskvinna. Aðst. v/fagv , Kaupmáttur tímakaups 100 98,0 100,9 113,2 112,7 111,7 114,5 118,8 141,0 136,9 143,7 130,6 steypuvinna. Kaupmáttur vikukaups 100 98,0 100,9 113,2 112,7 111,7 114,5 118,8 128,3 • 124,5 3 Hafnarvinna. Byrjunark. verka- manna á stórvirkum vinnuvél- Kaupmáttur u'makaups 100 98,9 101,9 1142 113,8 112,7 1147 118,3 137,6 133,7 140,4 um. Kaupmáttur vikukaups 100 98,9 101,9 114,2 113,8 112,7 114,7 118,3 125,0 121,6 127,6 4. Stjórnendur vinnuvéla með 5 Kaupmáttur tímakaups 100 103,7 106,6 119,1 118,5 117,5 119,7 121,8 138,2 135,1 145,2 ára starfsreynslu. Kaupmáttur vikukaups 100 103,7 106,6 119,1 118,5 117,5 119,7 121,8 125,7 122,8 131,9

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.