Þjóðmál - 14.11.1973, Page 1

Þjóðmál - 14.11.1973, Page 1
3. árg. Útg. Samtök frjálslyndra og vinstri manna 19. tbl. Hefjum þátttöku fs- lands í Heimsfriðarráði yfir alla flokkspólitík Frá flokksstjórnarfundi SFVs Ánægja með afstöðu ráð- herra SFV1 landhelgismálinu Sjá nánar bls. 3. Þjóömál ræðir við Steinunni Finnbogadóttur um þátt- töku hennar á þingi Heimsfriðarráðsins, sem haldið var í Moskvu dagana 25.—31. okt. sl. — Hvernig er Heimsfriðar- ráðið uppbyggt? — Heimsfriðarráðið, er að stofni til, alþjóðleg félög og einnig friðarnefndir í viðkom- andi löndum, sem ýmist eru saman settar af áhugamönnum einstaklingum eða kjörnum fulltrúum frá félagasamtökum. 1 fyrstu áttu þessi samtök erfitt updráttar, sem og öll þau öfl, er vilja vinna gegn vígbúnaði og stríöi. Ég persónulega þekki litt til forsögu þessara samtaka hér á landi, en þó er mér kunn- ugt um að tvö íslensk nöfn bera þar hæst, það eru nöfnin, Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrun- arkona og Kristinn E. Andrés- son, magister, en þau voru bæði I forsætisnefnd Heimsfriðar- ráðsins og nutu þar mikillar virðingar. Enda fór það ekki framhjá manni, að stjarna Is- lands átti .þarna meira skin, en okkur var áður ljóst og beind- ist það mjög að Maríu Þor- steinsdóttur, sem hefur starfað í ráðinu síðan 1969. Ég held að það hafi varla getað farið framhjá neinum, er þetta þing sat, að hér var um stórmerkan viðburð að ræða. Þingið sátu 3000 fulltrúar frá 144 löndum, einnig sendu 148 alþjóðlegar hreyfingar fulltrúa . á það. Að standa fyrir sliku þingi sem þessu, er ekki lítið afrek, til þess þarf mikið fé, mikla forsjá og skipulagningu, en skipulag og uppsetning öll var frábær. Þingið var fjármagnað af alþjóðlegum samtökum og Framhald á bls. 5 Steinunn Finnbogadóttir Landhelgisdeilan Afstaðan í maí og niðurstaðan nú Ráðið til að meta niðursíöðuna í landhelgisdeilunni við Breta er að bera saman annars vegar afstöðu aðila, þegar samkomulagstilraun- um lauk í vor, og hins vegar samkomulagið sem varð niðurstaðan af viðræðum forsætisráðherranna Ólafs Jóhannessonar og Heaths í London. Síðasti samningafundur breskra og íslenskra nefnda var haldinn 3. og 4. maí í Reykjavík. Hér að neðan er í fyrsta og öðrum dálki rakin greinargerð hvorrar nefndar um sig fyrir afstöðu sinni í lok þess fundar. í þriðja dálki er svo greint frá samkomulaginu, sem lagt var fyrir Alþingi í síðustu viku. Afstada Islendinga 4. maí Afstaða Breta 4. maí Samkomulag í nóvember 1. Frystiskip og verksmiðjuskip útilokuö, og að auki 30 stærstu togararnir niiðað við veiðiflot- ann 1971. 2. Tvö friðunarsvæði lokuð brezkum togurum. 3. Þrjú bátasvæði lokuð brezkum togurum. 4. Tvö veiðihólf af sex lokuð til skiptis. 5. Aflamagn Breta fari elíki yfir 117.000 lestir. 6. íslenzk varðskip geti stöðvað brezka togara og tekið fyrii veiöar þeirra, brjóti þeir ákvæöi samkoinulagsins. 7. Samningstími sé tvö ár. 1. Frystiskip útilokuð og tuttugu togarar að auki. Stærð þeirra ótiltckin. 2. Tvö friðunarsvæði lokuð brezkum toguruin. 3.&4. Annað hvort tvö veiðihólf af sex lokuð til skiptis eða þrjú bátasvæði lokuð, þó ekki nema í átta mánuði (janúar til ágúst) fyrir Vestf jörð- um og tíu mánuði (sept. til júní) fyrir Aust- fjörðum, þar sem svæðið nái ekki norðar en að Dalatanga. 5. Aflamagn Breta takmarkað við 145.000 lestir. 6. Bretar geta fallizt á eftirlit íslenzkra varðskipa, en hvorki handtöku né refsingar af hálfu Is- lands. Leggja til að sameiginleg nefnd beggja landa sjái um framkvæmd samkomulags. 7. Samningstími sé tvö og hálft ár, en sé laga- legur ágreiningur enn uppi, þegar sá tími renn- ur út, skuldbinda aðilar sig til að ráðgast um, hvað við taki. 1. Frystiskip og verksmiðjuskip útilokuð, og að auki 15 stærstu togararnir og 15 aðrir miðað við veiðiflotann 1971. 2. Þrjú friðunarsvæði lokuð brezkum togurum, 3. Þrjú bátasvæði lokuö brezkum togurum. 4. Eitt veiðihólf af sex lokað til skiptis. 5. Aflamagn Breta takmarkað við 130.000 lestir. 6. „Sé skip staðið að veiðuin í bága við sam- komulagið, getur islenzkt varðskip stöðvað það, en skal kveðja til það aðstoðarskip brezkt sem næst er, til að sannreyna málsatvik. Togari sem rofið hefur samkomulagið, verður strik- aður út af Iistanum.“ Lagasetning um einhliða útstrikun Islendinga á brotlegum togurum. 7. Samningstími sé tvö ár. SJá bls. 6 og 7

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.