Þjóðmál - 14.11.1973, Blaðsíða 10
10
Þ J Ó Ð W Á L
Við hringdum í Einar Haf-
berg formann Kjördæmisráðs
SFV á Vestfjörðum fyrir nokkr
um dögum Einar er búsettur á
Flateyri og sagiðst honum svo
frá:
— Hér er alhvít jörð og veg-
ir víða tepptir. Reitingsvinna
er hér á staðnum enda fátt
fólk til starfa, þar sem skólar
eru byrjaðir. Unga fólkið er
þar af leiðandi á bak og burt.
Þátttaka héðan úr þorpinu i
Núpsskóla er meiri en oft áð-
ur.
Einn stór bátur er gerður héð-
an út, Torfi Halldórsson 150
lestir og tveir minni bátar. Afli
er sæmilegur þegar gefur.
Endurbætur á frystihúsinu er
alltaf verið að gera sem niða
að nýtízkulegri vinnubrögðum.
Tvær íbúðablokkir eru 1 smið-
um á vegum hreppsins og verða
boðnar til kaups. Þessar bygg-
ingar eru nú fokheldar.
Annars er allt heldur rólegt
hér um slóðir, sagði Einar að
lokum.
Orlof skólastjóra
og kennara
Þeir skólastjórar og kennarar, sem starfa við skóla,
sem heimildarákvæði laga um ársorlof frá embætti eftir
5 eða 10 ára starf taka til, skulu senda menntamálaráðu-
neytinu umsókn um það fyrir 1. janúar 1974, ef þeir
æskja að koma til greina við veiting orlofs. 1 umsókn skal
gera grein fyrir, hvernig umsækjandi hyggst verja orlofs-
árinu. Er umsækjendum bent á að kynna sér lagaákvæði,
er að þessu lúta.
Eyðublöð undir orlofsumsóknir fást í menntamálaráðu-
neytinu og eru á þau prentuð lagaákvæði þau, sem um
orlof þessi gilda.
Menntamálaráðuneytið,
8. nóvember 1973.
LAUS STAÐA
Starf minjavarðar við Árbæjarsafn er laust til
umsóknar. Starfið verður veitt frá n.k. áramót-
um eða síðar eftir samkomulagi.
Þeir, sem hafa menntun á sviði þjóðháttarfræði,
fornleifafræði eða áþekka menntun, svo og
þeir, sem starfað hafa við lík söfn ganga fyrir
að öðru jöfnu.
Upplýsingar um starfið veitir garðyrkju-
stjóri, Skúlatúni 2.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist skrifstofu borgarstjóra
eigi síðar en 10. desember n.k.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
12: rtóvember 1973. "
Auglýsing
um skoðun léttra bifhjóla i
lögsagnarumdæmi Reykjavikur
Mánudaginn 12. nóv. R- i til R- 50
Þriðjudaginn 13. nóv. R- 51 — R-100
Miðvikudaginn 14. nóv. R- 101 — R-150
Fimmtudaginn 15. nóv. R- 151 — R-200
Mánudaginn 19. nóv. R- 201 — R-250
Létt bifhjól, sem bera hærra skráningarnúmer
en R-300 og ekki hafa mætt til aðalskoðunar,
skulu koma miðvikudaginn 21. nóvember.
Skoðunin verður framkvæmd fyrrnefnda
daga við bifreiðaeftirlitið að Borgartúni 7, kl.
09.00 til 16.30.
Sýna ber við skoðun, að lögboðin vátrygg-
ing sé í gildi. Tryggingargjald ökumanns fyrir
árið 1973 og skoðunargjald ber að greiða við
skoðun.
Skoðun hjóla, sem eru í notkun í borginni,
en skrásett eru í öðrum umdæmum, fer fram
fyrrnefnda daga.
Vanræki einhver að koma hjóli sínu til skoð-
unar umrædda daga, verður hann látinn sæta
sektum samkvæmt umferðarlögum og hjólið
tekið úr umferð, hvar sem til þess næst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 6. nóv. 1973.
Sigurjón Sigurðsson.
Fjármálaráðuneytið.
Tilkynning til
launntknttsgreiðenda
Athygli'launaskattgreiðenda skal vakin á því,
að 25% dráttarvéxtir falla á launaskatt fyrir
3. ársfjórðung 1973, sé hann ekki greiddur í
síðasta lagi 15. nóvember.
Viðlagasjóður auglýsir
Það tilkynnist hérmeð, að frá og með 1. des.
n.k. lýkur ábyrgð Viðlagasjóðs á öllum húseign-
um í Vestmanaeyjum, sem liggja vestan Kirkju-
vegar, auk húsa við Fjólugötu, Sóleyjargötu og
Smáragötu.
Jafnframt hættir Viðlagasjóður allri umsjá
með húsum þessum. Tjón eða skemmdir, sem
á húsunum verða eftir þann tíma, eru ekki á
ábyrgð Viðlagasjóðs.
Húseigendum, sem eiga hús á ofannefndu
svæði, ber því að taka við húsum sínum úr
umsjá Viðlagasjóðs eigi síðar en 30. nóv. n.k.
Húseigendur skulu taka við húsum sínumT því
ástandi, sem þau eru, en fá viðgerðarkostnað
bættan skv. mati.
Mati á skemmdum er hinsvegar ekki lokið
og verða því ýmsir að taka hús sín í sína vörslu
og notkun áður en mat getur farið fram. Geta
þeir þá eigi að síður hafist handa um nauðsyn-
legar viðgerðir og verður kostnaður við þær þá
tekinn inn í matið, enda hafi þeir haldið glögg-
ar skýrslur um hvaða viðgerðir hafi verið fram-
kvæmdar áður en matið fór fram og kostnað
við þær.
Einnig getur húseigandi þá fengið bráða-
birgðalán til að standa undir viðgerðarkostn-
aði, og endurgreiðist, það af bótafénu þegar
matið liggur fyrir.
Húseigendur á framangreindu svæði, snúi
sér til skrifstofu Viðlagasjóðs í Vestmannaeyj-
um og fái upplýsingar um ástand húsanna.
Viðlagasjóður.
AUGLÝSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Innlausnarverð*)
Flokkur Innlausnartímabil 10.000 KR. Skírteinl
1964 10.01.74—10.01.75 KR. 76.028,00
1965-2 FL. 20.01.74—20.01.75 KR. 52.489,00
1966-2. FL. 15.01.74—15.01.75 KR. 44.964,00
1968-1. 25.01.74—25.01.75 KR. 37.334,00
1968-2. FL. 25.02.74—25.02.75 KR. 35.310,00
1969-1. FL. 20.02.74—20.02.75 KR. 26.560,00
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka
íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upp-
lýsingar um skírteinin.
SALA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA í 2. FLOKKI 1973 ER
NÚ HAFIN HJÁ VENJULEGUM SÖLUAÐILUM.
Reykjavík, 7. nóvember 1973.
SEÐLABANKI ÍSLANDS