Þjóðmál - 14.11.1973, Síða 2

Þjóðmál - 14.11.1973, Síða 2
2 Þ J Ó Ð M Á L .Einnr Þor.steinn: Skipulags- og húsnæðismál borgarinnar ■' \ &É5fcJp! Fyrir nokkru er nú Iokið tilrauninni með að gera Aust- urstræti að göngugötu. Meðan beðið er úrslita kannanna, sem gerðar voru á morgum þáttum þessarar breytingar, er gatan áfram göngugata. Almenningur hefur kunnað vel að meta þessa breytingu frá umferðarhávaða, eiturgasi til notalegrar vinjar í hjarta borg arinnar. 1 lauslegum könnun- um, sem nú þegar hafa verið birtar, er það nær samhljóða niðurstaða þeirra, sem kynnst hafa göngugötunni, að hún eigi að vera slfk áfrnm: án bílaumferðar. Þessi niðurstaða er athyglis- verð, þegar þess er gætt að tæplega er unnt að telja Aust- urstræti göngugötu í þeim skilningi, sem lagt er í slíkar götur annars staðar. Enda þótt i fljótheitum hafi verið stillt upp nokkrum blómakerum og þrjú listaverk prýði svæðið, sem greinilega eru einnig val- in I fljótheitum, þá vantar mik- ið á að svæðið sé eins að- laðandi og göngugata verður að vera. Á meðan enn liggur malbikuð gata um svæðið, með tilheyrandi halla og niðurfalls- rennum, á meðan svæðið „prýða“ umferðaskilti og um- ferðaljósastaurar, í stuttu máli; meðan útlit svæðisins á frem- ur við um bílaumferð en gang andi umferð er varhugavert að kalla hana göngugötu Ojg einnig varhugavert að taka mikið mark á neikvæðum niðurstöð- um um tilraunina. Þær já- kvæðu raddir sem heyrst hafa um svæðið eru því enn athygl- isvérðari en ella. Til samanburðar má geta þess, að tilraun með göngu- götu í Frankfurt í Vestur- Þýzkalandi varð mjög neikvæð vegna þess að henni var áðeins lokað, stillt upp blómakerum, en éngu öðru breytt. 1 Múnchen hins vegar, þar sem gerð var ein stærsta göngugata í Evrópu í hjarta borgarinnar með til- heyrandi umhverfi gangandi fölks er nú eitt notalegasta borgarumhverfi sem um getur. Því vil ég endurtaka það að það er ekki nóg að gera til- raun með hálfunnið verk, hana verður að gera á lokastigi. Það er þó nokkur munur að búa í fokheldu eða fullfrágengnu . . . Einn undarlegasti þáttur í göngugötutilrauninni er þátt- ur sumra kaupmanna við hana. Sumra, sem betur fer ekki aljra. 1 byrjun tilraunarinnar virtist mega skilja á umsögnum dag- blaðs eins hér í borginni að tilraunin væri gerð m. a. til þess að kaupmenn við götuna gætu nú hagnast betur en áður. Það hefði sem sagt sýnt sig að verslun við göngugötur erlend- is hefði aukist all nokkuð. Ekki er það verra þó aö um- setning kaupmanna hækki en er það eitt aðalatriðið í þessu máli? Gamall málsháttur kaup- manna segir að „kúnninn'- sé sá sem ræður: Er þetta eitt- hyað. a|S .þrey.tast? Eru ,yið- skiptavinirnir ef til orðnir þjónar kaupmannanna og ekki öfugt? Orsök og afleiðing virðist brenglast fyrir sumum kaup- mönnum við Austurstrætið. Göngugata er í sjálfu sér eng- inn bölvaldur, heldur dregur fólk þvert á móti að. En mjög líklegt er að eitthvað vanti á göngugötuna, t. d. göngufólks- umhverfi og sennilega einnig meira skjól á henni vegna ís- lenzkra aðstæðna. Þegar þetta er komið, þá er rétt að at- huga kassauppgjörið og ekki fyrr. En ... annars, okkar á milli sagt, væri ekkí'þarft að banna nýja „miðbæinn" við Kringlu- mýrarbraut? Hann á eftir að draga „enn“ úr verzlun f gamla miðbænum, að ekki sé minnst á Kópavogsmiöbæinn . . . Ef að þið sjáið það ekki sjálfir þá verð ég að segja ykkur það: Austurstræti og raunar mið- bæjarsvæðið allt sem göngu- svæði, er eini samkeppnismögu leikinn á móti þessum nýju verzlunarhverfum. Iíugmyndin um miðbæinn, sem göngusvæði er ævagömul. Það er ekki neinum einum manni að þakka að hún var framkvæmd, það var einfald- lega kominn tími fyrir fram- kvæmdir. Við eigum vonandi eklci eftir að upplifa það, að bílar aki aftur um Austur- srætið. Ef svo verður mun sá grunur óneitanlega læðast að,- að ákvörðunin um opnun göt- unnar fyrir gangandi fólki hafi verið af pólitískum rót- um runnin en ekki til þes að skapa „manneskjulegra um- hverfi“. Guðmundur Bergssur Ranglætl sem þarf að hverfa pær svara allan sólarhringiim Við álítum þær elskulegustu stúlkur á Islandi. Það gera líka fleiri. Símastúlkur Hreyfils eru ávallt boðnar og búnar til að senda þeim sem hringja í síma 8-55-22, þægilega leigubifreið á örskammri stund. Til þess að viðskiptavinir Hreyfils njóti sem beztrar þjónustu, þíða símastúlk- urnar eftir hringingu yðar dag og --— nótt. Þess vegna auglýsír 1 'Hreyfíll æfinlega: „Opið allan sólarhringinn.“ HREMFILL súni 85522 Opið allan sólarhringinn Þar sem vinstri stjórn er við völd i landinu og það er yfirlýst stefna hennar að bæta hag þeirra sem minnst rpega sín í þjóö- félaginu, þá undrar mig að ekki skuli neitt gert til að laga það misrétti, sem rlkir í trygginga- og skattaniálum, og þá helst þar sem síst skyldi; það er gagnvart öryrkjum og gamalmennum sem búnir eru að leggja alla sína lífjs- orku í að vinna fyrir þjóðarbúið á undanförnum árum. Maður sem er orðinn sjötugur og hættir að vinna á rétt til að fá úr tryggingum kr. 161.120.-—,.ef hann hefur engar tekjur. En hafi hann greitt í lífeyrissjóð um langan tíma af sínum launum, þá er sú upphæð að einhverju leyti dregin frá honum. Þannig er hegnt fyrir að hafa lagt til hliðar til elliáranna, 1 stað þess að fá að njóta þess, sem hann hefur á þennan hátt geymt. En ef hann hefði lagt það í banka, gæti hann tekið það út án þess að nokkur skipti sér af því. Þama er sem sagt verið að ráðskast með eigur manna. Mig langar til að spyrja, hvers vegna er þetta óréttlæti látið viðgangast ár eftir ár? Þegar menn hafa náð sjötugs aldri er ætlast til að þeir geti hætt að vinna samkvæmt núgild- andi reglum. En hafi þeir vilja og heilsu til, eru margir sem vinna hálfan daginn og fá þá kr. 9.133.— á mánuði sem ellilaun og spara þannig ríkinu tæp 60 þúsUnd krónur á ári miðáð við að þeir fengju fullar bætur. En þær tekjur sem menn vinna sér inn á þennan hátt erp lagðar við ellilaunin og þeir öldruðu látnir Framhald á bls. 9 Viðtalstími borgarfulltrúa Steinunn Finnbogadóttir, borgarfulltrúi, mun verða til viðtals á skrifstofu SFV-félags- ins að Ingólfsstræti 18 alla mánudaga kl. 17—18, sími 19920. Skrifstofa SFV-félagsins Skrifstofa félagsins verður opin fyrst um sinn á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17—19, sími 19920. Eru félagar og aðrir vel- unnarar SFV-félagsins beðnir um að hafa sam- band við skrifstofuna vegna útbreiðslumála UMRÆÐUFUNDUR UM SKIPULAGS- OG HÚSNÆÐISMÁL verður haldinn hjá SFV-félaginu í Reykjavík í Tjarnar- búð n.k. mánudagskvöld 19. nóvember, og hefst kl. 20.30. — Frummælendur verða Einar Þorsteinn Ás- geirsson, arkitekt og Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðismálastofnunarinnar. Félagar eru hvattir til að sækja fundinn og taka gesti með! STJÓRN og BORGARMÁLANEFND SFV

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.