Þjóðmál - 14.11.1973, Qupperneq 4

Þjóðmál - 14.11.1973, Qupperneq 4
4 Þ J Ó Ð M A L Jíjóíwnál Útgefandi: Samtök frjálslyndra og vinstri manna Framkvæmdastjóri: Hjörtur Hjartarson Ritnefnd: Einar Hannesson (ábm.), Kári Arnórsson, Margrét Auðunsdóttir, Guðmundur Bergsson, Andrés Sigmundsson, Dóra Kristinsdóttir, Ingólfsstræti 18. Sími 19920. Box 1141. Áskriftargjald kr. 50 pr: m: 1 lausasölu kr. 30. Sameiningarmálin Á nýafstöðnum flokksstjórnarfundi Samtaka og frjáls- lyndra og vinstri manna, sem haldinn var í Reykjavík, voru gerðar samþykktir í sameiningarmálinu og land- helgismálinu og eru þær birtar á öðrum stað í blaðinu. Þessi tvö mál voru aðalmál fundarins. Sameining vinstri manna í einn stjórnmálaflokk hefur verið á dagskrá nú um nokkurn tíma. Á vinstri kannti stjórnmála hafa verið þrír til fjórir flokkar undanfarna ártugi. Þessir flokkar hafa barist um að naga fylgið hver af öðrum. Tveir þessara flokka, þeir stærstu hafá talið sig upp yfir það hafnir að ganga til viðræðna um samein- ingu við þá íslenska kjósendur, sem slá vilja skjaldborg um vinstri stefnu í einum flokki og reyna að tryggja í reynd að sameiginleg áhugamál þessa fólks nái fram að ganga. I rúman aldarfjórðung hafði svo til gengið í íslenzkum stjórnmálum að þessir flokkar höfðu á víxl stutt Sjálf- stæðisflokkinn í myndun ríkisstjórna og oftast Ijáð þeim forsætið. Þannig var unnið, ef frá er skilið vinstristjórnar tíma- bilið 1956—58. Þorra Islendinga var ljóst, að eins og mál- um var komið voru litlar líkur til að þetta breyttist, ef ekki kæmi til nýtt afl sem af einlægni beitti sér fyrir sam- einingu. Því var það að Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru stofnuð með þetta markmið fyrir augum. Það stóð heldur ekki á svari þjóðarinnar. Þjóðin kaus að rjúfa hið staðnaða flokkakerfi og losa vinstri flokkana úr íhaldsþjónustunni. Ekkert hefur undirstrikað jafn ræki- lega vilja fólksins en einmitt þessi glæsilegu kosninga- úrslit. Árangurinn varð sá að viðreisnarstjórnin féll og vinstri- stjórn var mynduð á Islandi. En markmiðið var ekki það eitt að fella viðreisnina, heldur að tryggja vinstri mönn- um völd til frambúðar. Það frumkvæði sem Samtökin hafa nú tekið með við- ræðum við Alþýðuflokkinn er liður í þeirri baráttu. Flokksstjórnarfundurinn fagnaði þeim árangri sem þegar hefur náðst. Islensk alþýða hefur lengi beðið þess að sá dagur rynni upp að lýðræðissinnaður sósíalistaflokkur sem sameinaði alla þá mörgu sem aðhyhast jafnaðar- og sam- vinnustefnu yrði að veruleika. Vinstri sameining getur aðeins farið fram á málefnalegum grunni, þár sem ekki er steitt á einstökum forystumönnum. Viðræðunefndir S.F.V. og Alþýðufl. hafa sent frá sér drög að grundvallarstefnu og lögum fyrir nýjan flokk. En mikið er enn óunnið af undirbúnigsvinnu og verður að hraða því verki. Rétt er að leggja á það áherslu að sam- einingarmálið er ekki bundið við þessa tvo flokka heldur höfðar til allra þeirra, sem af alhug vilja vinna að því að vinstri menn myndi það afl sem tryggir alþýðu landsins farsæla stjórn um ókomin ár. Eins og nú horfir eru miklar líkur fyrir því að fleiri komi inn í þær viðræður sem staðið hafa að undanförnu og það fyrr en seinna. Mikill hluti þess er ungt fólk, óháð gömlum flokkskredd- um, fólk, sem horfir til framtíðarinnar og er tilbúið að leggja lóð sitt á vogarskál þeirrar uppbyggingar sem nú er hafin í íslenskum stjórnmálum. Sameiningarmálið er nú og verður næstu mánuði megin- mál í íslenskri pólitík, hugsjón sem borin verður fram til sigurs af djörfung og drengskap. Landhelgismálið Landhelgisdeilan við Breta er, þegar þetta er ritað, að komast á lokastig. Ríkisstjórnin hefur náð samstöðu um málið á grundvelli Lundúnasámkomulagsins. Landhelgis- málið er mesta hagsmunamál íslenzku þjóðarinnar, þar sem um fjöregg okkar er að ræða. Á flokksstjórnarfundi S.F.V. var ráðherrum flokksins og þingflokki falið að fara áfram með málið fyrir flokkslns hönd á svi'paða'n hátt Rannsóknarnefnd vegna landhelgisgæslu Karvel Pálmason og Hanni- bal Valdimarsson hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um rannsóknarnefnd vegna landhelgisgæslu. Tillagan er orðuð þannig: Neðri deild Alþingis ályktar að skipa nefnd samkvæmt 39. gr. stjórnarskrárinnar til að rannsaka framkvæmd landhelg- isgæzlu frá 15. októbér s. 1. og kanna, hvort ásakanir, sem fram hafa verið bornar um, að gæsla landhelginnar á Vest- fjarðamiðum hafi ekki verið með eðlilegum hætti, hafi við rök að styðjast. Skulu nefndar- menn vera fimm, einn til- nefndur af hverjum þingflokki. Nefndin skai hafa rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættis- mönnum og einstökum mönn- um. Að loknum störfum skai nefndin gefa neðri deild skýrslu um niðurstöður sínar. Ástæðan fyrir þessum tiltölu- flutningi eru þær ásakanir, sem vestfirskir skipsstjórnar- menn hafa borið fram á hend- ur landhelgisgæslunni um að mjög hafi verið slakað á gæslu landhelginnar frá 15. október s.l. Forsvarsmenn landhelgis- gæslunnar hafa ekki viljað við- urkenna að svo sé og hafa sagt að gæslan hafi verið með eðli- legum hætti. Tillagan gerir ráð fyrir skipun rannsóknarnefndar til þes að komast megi til botns í málinu. Það er vissu- lega ástæða til þess að þegar slíkar ásakanir eru fram born- ar að reynt sé að komast að hinu sanha. Starfskjör launþega Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frv. um starfskjör launþega. Frumvarpið er flutt til þess að taka af allan vafa um að samningar aðildarsam- taka vinnumarkaðarins um kaup og kjör séu bindandi fyr- ir alla vinnuveitendur og laun- þega án tillits til þess hvort þeir eru aðilar að samtökum þeim, sem undirrita kjarasamn- inga eða ekki. Hér er um að ræða hagsmunamál launþega, þar sem lögfesting frumvarps- ins mun tryggja að einstaka vinnuveitendur geta ekki vikið sér undan því að greiða um- samin laun, þó að þeir séu ekki meðlimir vinnuveitenda- félaga. Kjör rektors Háskóla íslands j Menntamálaráðherra lagði nýlega fram frv. til laga um breyting á lögum um Háskóla Islands, sem hefur þegar verið samþykkt sem lög frá Alþingi. Lögin miða að því að rétta við hlut stíidenta við Háskóla ís- lands við kjör háskólarektors. Vegna fjölgunar fastra kennara hefur hlutur stúdenta við rektorskjör rýrnað frá því að þeir fengu aðild að rekstors- kjöri 1969, en með þessum lög- um er aðild þeirra gerð hin sama hlutfallslega og var þá. Happdrættislán vegna Djúpvegar Hannibal Valdimarsson, Karvel Pálmason og Matthias Bjarnason hafa flutt frv. til laga um happdrættislán ríkis- sjóðs til að fullgera Djúpvég og opna þannig hringveg um Vestfirði. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir útgáfu happdrættis- skuldabréfa að fjárhæð 60 milljónir króna fyrir marslok 1974. Hér er farið inn á sömu braut og gert var um Skeiðar- ársandsveg, sem talið hefur verið að muni opna hringveg um landið. Hannibal Valdimars son hefur hins vegar lýst þeirri skoðun sinni að hringvegur sé ekki kominn um landið á með- an allur Vestfjarðakjálkinn sé utan við hringveginn. Þess má fastlega vænta að áhugi Vest- firðinga fyrir opnun Djúpvegar sé það mikill að sala happdrætt isskuldabréfa verði auðveld. Hannibal Valdimarsson 3. þing- maður Vestfirðinga 1. flutn- ingsmaöur frumv. um Happ- drættislán vegna Djúpvegar. Ábúðalög — jarðalög Landbúnaðarmálaráðh. hef- ur lagt fram tvö frumvörp, sem bæði snerta bændur, frumvarp til ábúðalaga og frumvarp til jarðalaga. Með þessum frum- vörpum er ætlunin að koma á ýmsum lagfæringum á gömlum lögum um sama efni. Ekki eru tök á því að rekja efni þess- ara viðamiklu frumvarpa hér en efni þeirra er að ýmsu leiti áhugavert. Oryggi — Skattar Þingmenn Alþýðuflokksins hafa það sem af er þessu þingi verið iðnir við tillögugerð, eins og þeir voru reyndar einnig á síðasta þingi. Meðal þeirra, mála, sem þeir hafa nú lagt Framhald á bls. 5. óg þeir höfðu unnið að því hingað til. Þetta var traust og þakkir til ráðherranna og viðurkenning á störfum þeirra í þessu máli. Um það var nú að ræða að hafna þeim samkomulagsgrund- velli sem gerður var í London eða samþykkja hann. Því bar hverjum ráðamanni að leggja blákalt mat á þær stað- reyndir sem fyrir lágu. Það er því nauðsynlegt að gera nákvæman samanburð á þeim kröfum sem Islendingar höfðu sett fram 4. maí í vor þegar upp úr samningum slitnaði og þeim kostum sem við blöstu samkvæmt Lundúnasamkomulaginu. Eftir að slíkt hafði verið gaumgæfilega skoðað kom í ljós að að- eins eitt meginatriði frá því í vor hafði ekki náðst fram en það var um hve mörg veiðihólf skyldu lokuð í senn. Við höfðum alltaf gert kröfu um að af 6 hólfum skyldu jafn- an tvö lokuð, en Bretar féllust ekki á annað en eitt hólf yrði lokað í senn. Islenzk lögsaga skyldi ótvírætt gilda um framkvæmd samningsins og því til áréttingar skyldi á Al- þingi flutt frumvarp til laga um það efni. Aðalávinningur samkomulagsins er sá að geta Breta til veiða við Islandsstrendur hefur verið stórlega skert. En það er full ástæða til, ekki sízt vegna túlkunar ým- issa aðila á þessu samkomulagi, að brýna það fyrir þjóð- inni að bera saman kröfur okkar frá því í vor og það sem nú næst. Þegar gengið er til samninga er vart við því að búast að hægt sé að fá allar sínar kröfur fram. Hefði þessu verið hafnað nú, þýddi það annað stríð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. En það er rétt að lokum að taka það fram að landhelgismálinu er ekki lokið þó bráðabirgðasamkomu- lag hafi tekizt við Breta. KÁ. Skemmti- kvöld SFV Ráðgert er skemmtikvöld á vegum SFV-félagsins í Reykjavík föstudags- kvöldið 30. nóvember n. k. Skemmtikvöldið verð- ur haldið í Glæsibæ og er keppt að því að þar geti orðið ánægjuleg sam- koma, bæði fyrir félagana og gesti þeirra. Nánar í næsta tölublaði Þjóð- mála. 1. árcfangur ófáanlegur Þeir sem eiga í fórum sínum eitt eða fleiri tölublöð 1. ár- gangs Þjóðmála hafi samband við afgreiðsluna. Blöð þessi eru nú ófáanleg en cftirspurn hef- ur verið nokkuð mikil. Þjóðmál Ingólfsstræti 18, Rvk.

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.