Þjóðmál - 14.11.1973, Blaðsíða 8

Þjóðmál - 14.11.1973, Blaðsíða 8
8 Þ J Ó Ð M Á L Möðruvalla hreyfingin Framh. af bls. 7 d) í mótun utanríkisstefnu sinnar verður lítil, nýfrjáls þjóð eins og Is- lendingar að gæta fyslltu varkárni. Fagna ber hinni breyttu stefnu íslands í utanríkismálum, en leggja verður áherslu á að festuleysi og hringlanda- háttur megi aldrei einkenna stefnu- mótun í utanrikismálum. Kappkosta verður að þekking og yfirsýn séu meira ráðandi við töku ákvarðana á þessu sviði en vankunnátta og stundaræsing. Samvinnuinál Samvinnuhreyfingin verði látin njóta þess, að hún hefur undanfarna áratugi unnið þrekvirki i efnahagslegri upp- byggingu landsbyggðarinnar. Án fram- lags samvinnuhreyfingarinnar væri byggðaröskunin tvímælalaust enn meiri. Samvinnuhreyfingunni og öðrum félags- legum fyrirtækjum verður því að veita alla þá fyrirgreiðslu í uppbyggingar- starfi, sem kostur er á. Samstarf verkalýðshreyfingar og sam- vinnuhreyfingar verði aukið. Næstu áfangar á því sviði verði stofnun sam- eiginlegs félagsmálaskóla þessara systur- hreyfinga og breytingar á starfsháttum samvinnufyrirtækjanna í því skyni að koma þar á fót virku atvinnulýðræði. Fáir aðilar eru betur til þess fallnir en samvinnuhreyfingin að ryðja atvinnu- lýðræði braut. Verkalýðsmál a) Að alþýðu til sjávar og sveita verði sköpuð þau kjör, sem geri kleit að af- létta hinni miklu vinnuánauð, sem framleiðslustéttirnar búa við. Það er hið mesta vansæmdareinkenni íslenzks þjóð- félags, að alþýða manna þurfi að leggja nótt við dag til að framfleyta sér og sínum. Hinn langi vinnutími skerðir nánast alla möguleika hins almenna manns til að auka þekkingu sína, njóta menningarlífs og sinna félagsstörfum. Fyrr en allir búa við kjör, sem veita hæfilegar tómstundir ,verður ekki raun- verulegt lýðræði á ísiandi. b) Að skattlagningu verði hagað þannig, að alþýða manna fái að njóta þeirra tekna, sem hún aflar. Tekjur ríkisins verði grundvallaðar á að skatt- leggja hina efnameiri, fasteignir og neyslu umfram daglegar þarfir. Brauð- strit hins almenna manns verði ekki lengur megintekjustofn ríkisvaldsins. c) Skattaeftirlit verði eflt til muna og starfsliði skattalögreglunnar fjölgað í þessu skyni. Staðgreiðslukerfi skatta verði tekið upp. d) Verulegt vald verði fært í hendur fólks á vinnustað. Atvinnulýðræði í raunverulegri mynd verði komið á. Fyrstu skrefin á þeirri braut eru aðild starfsfólks að stjórn fyrirtækjanna og yfirráð þess yfir aðbúnaði á vinnustað. Vinnustaðurinn á fyrst og fremst að vera sniðinn jafnt fyrir alla starfs- menn. Aukið lýðræði Á síðustu árum hefur æ meira vald færst í hendur embættismannakerfisins og ýmissa rikisstofnana. Fólkið sjálft og réttkjörnir fulltrúar þess eru oft á tíðum settir til hliðar við töku marg- vislegra ákvarðana. Lýðræðið í landinu hefur verið verulega skert. Sú endur- nýjun stjórnkerfisins, sem boðuð var á stjórnarandstöðuárum Framsóknarflokks ins, er enn orðin tóm. Nauðsynlegt er að hefjast þegar handa um að koma henni í framkvæmd. Gep fjármálaklíkum Koma verður i veg fyrir að einstakir fjármálamenn eða fjármálaklíkur safni valdi í krafti peninga sinna. Lýðrétt- inda eiga ekki að vera komin undir fjár- hag manna. Sá tími á að vera liðinn á íslandi, að atkvæðis og áhrifaréttur um þjóömál sé háður fjáreign. Sérstaklega ber að gjalda varhug við því, að stjórn- völd, stjórnmálamenn eða stjórnmála- flokkar ánetjist öflun af þessu tagi. Þau reyna ætíð að tryggja stöðu sína með því að eignast hönk upp i bakið á þeim, sem réttkjörnir eru til valda. Framtíð íslenzkrar vinstrihreyfiagar Framsóknarflokkurinn standi af fullri einurð við ákvörðun síðasta flokksþings um mótun sameiginlegs stjórnmálaafls allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræðis. Sú staö- reynd, að íslenzkir jafnaðarmenn og samvinnumenn hafa ekki borið gæfu til að standa saman eins og víða um lieim, hefur dregið úr baráttustyrk ís- lenskrar vinstrihreyfingar. Sameining jafnaðar- og samvinnumanna er því eitt brýnasta stjórnmálaverkefni samtímans. Framsóknarflokkurinn má ekki einangra sig frá því starfi, sem nú er unnið til að gera slíka sameiningu að veruleika. Þvert á móti ætti hann að taka forystu í nýrri samfylgingu jafnaðar- og sam- vinnumanna. Með samvinnuhreyfingu og verkalýðshreyfingu að bakhjarli yrði slíkt stjórnmálaafl þjóðinni til gæfu og íslenzkri vinstrihreyfingu til styrktar. íhugunarefni — Framhald af bls. 6 nánast samstarf við skyldasta flokk til vinstri svo að sumum foringjum hans var stundum brugðið um sósíalisma fyrir bragðið, mynduðust átök í hægri jarði hans, sem ollu stofnun Bændaflokksins. Nú eru jaðarátökin í vinstri armi, gagn- rýnin á flokkinn lijá félagshyggjufólk- inu. Milli 1930 og 1940 myndaðist rúm fyrir nýjan flokk milli Framsóknar- flokksins og íhaldsfiokksins, en þá var ekkert rúm tii vinstri fyrir nýjan flokk. Nú er þessu öfugt farið. Nú er rúmið ekkert hægra megin en allir vita, hvað gerðist í síðustu kosningum vinstra megin. Þannig stendur þessi Ioftvog núna og segir sína sögu. Þau undur hafa gerzt, að aðalmálgagn Framsóknarflokksins hefur kallað stefnu skrárávarp Mööruvallahreyfingarinnar í forustugrein „rógsbréf“ og kjarna þess „soralcgan róg um forystumenn Fram- sóknarflokksins". Þar hafa átta mið- stjórnarmenn flokksins í framkvæmda- nefnd hreyfingarinnar verið stimplaðir rógberar, og munu allmargir fleiri mið- stjórnarmenn hljóta að taka einkunnina til sín. Síðan er heitið á „liolIa“ flokks- menn að svara svona vinnubrögðum á viðeigandi hátt. Því miður er þessi for- ustugrein ósæmandi málgagni frjáls- lynds fiokks eins og Framsóknarflokk- urinn er, og þegar farið er að höfða tii „hollra“ flokksmanna til varnar gegn málefnalegri og opinskárri gagnrýni í frjálsum félagssamtökum, er sá andi farinn að svífa yfir vötnum, sem maður hlýtur að frábiðja sér. —AK.“ Af hverju eru dekk undir öðrum hverjum bil á fslandi?

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.