Þjóðmál - 14.11.1973, Page 9
Þ J Ó Ð M Á L
9
LAUS STADA
Staða skrifstofustjóra borgarverkfræðings er
laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa
lokið prófi í lögfræði.
Laun eru skv. launafl. B-2í kjarasamningi starfs-
manna Reykjavíkurborgar.
Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf skal skilað til skrifstofu borgar-
stjóra eigi síðar en 24. nóvember n.k.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
1. nóvember 1973.
z
'Wfl
^ÍTTT^
Hús til sölu
ó Reyðurfirði
Kauptilboð óskast í húseign Pósts og síma á Reyðarfirði
Húsið er 1206 rúmmetrar að stærð og fylgir þvi 1887
fermetra leigulóð.
Eignin verður til sýnis væntanlegum kaupendum
fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. nóvember n.k., kl. 3—5
e.h. báða dagana og eru tilboðseyðublöð afhent á staðn-
um.
Tilboð eiga að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00 f.h.
mánudaginn 19. nóv. 1973.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISÍNS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
Stundum tala menn um út-
lendinga og velta fyrir sér hin-
um ýmsu einkennum þeirra og
þeirra þjóða sem þeir eru full-
trúar fyrir. Það er nokkuð al-
mennt gengið út frá því að til
sé nokkuð sem heitir þjóðar-
einkenni. Það er að sjálfsögðu
fjölmargt sameiginlegt með
öilu mannkyni, einstaklingum
sem dreifðir eru um víða ver-
öld, en svo kemur til skjalanna
hin margþætta og margslungna
samsuða þjóðfélagsins sjálfs.
Þroski einstaklinganna og mót-
un pcrsónuleikans cru þættir
sem spretta úr umhverfi sínu
og taka á sig hinar fjölbreyti-
legustu myndir, sem nútíma-
fræðimenn reyna að skýra frá
ýmsum hliðum.
Sálfræðingar Ieggja t. d.
megináhcrslu á einstaklinginn
sem viðfangsefni til skilgrein-
ingar en félagsfræðingar beina
athugunum sínum aftur á móti
að þjóðfélagshópum, einkenn-
um þessara hópa og tengsla
þcirra á milli.
Síðan koma mannfélagsfræð-
ingarnir með sína mynd af
þjóðfélaginu í ljósi sögunnar.
En hvað svo sem sérfræðingar
og fræðimenn segja um þessi
mál þá fer alhýðan sínu fram,
setur sínar eigin reglur um
réttlæti og ranglæti, um hið
æskilega og óæskilega i hegðun
manna. Þessu til staðfestingar
getum við Islendingar m. a.
vísað til orðtaksins „Sjaldan
lýgur almannarómur“. Við
könnumst öll við „persónugerf-
inginn“ þcnnan furðulega sam-
nefnara sem alþýða manna
ákveður gagnvart hinum ýmsu
manngerðum, þjóðfélagshópum
og heilum þjóðum. Út úr þessu
sprettur svo alskonar saman-
burður og svo síðast en ekki
síst almennar, einfaldar niður-
stöður sem fólk skilur eða
þykist skilja. Svo koma sér-
fræðingarnir til skjalanna og
reyna að rugla mannskapinn
með allskonar fræðilegum skýr-
ingum.
Hvað segjum við íslendingar
t.d. um aðrar þjóðir eða jafn-
vel okkur sjálfa? Jú, við höf-
urn okkar persónugerfinga; við
vegum þá og metum samkvæmt
þvi sem við teljum rétt og
rangt, eftirsóknarvert eða mið-
ur eftirsóknarvert. Við segjum
t.d. gjarnan að íslendingurinn
sé bókhneigður og vinnusam-
ur, skapmikill, kaldlyndur og
jafnvel þunglyndur. Fæstir
mundu telja Landann kurteisan
svona almennt en flcstir út-
lendingar telja okkur á hinn
bóginn bölvaða dóna. Þeir um
það.
Bretinn er að sjálfsögðu ó-
bilgjarn og yfirgangssamur í
hugum okkar Islendinga þessa
dagana. En þá erum við líka
búnir að hlanda nýjum þætti
inn í málið þ.e.a.s. stjórnmála-
stefnu stórþjóðar. Þetta fer
ekki alltaf saman. Bretar eru í
okkar hugum nokkuð segir og
fastir fyrir. Þeir eru almennt
taldir ihaldssamir og einstreng-
ingslegir, hátíðlegir og snobb-
aðir.
Frakkar segjum við að séu
fjöllyndir, örgeðja, listfengir
og dálitlir stórbokkar þegar því
er að skipta.
Ameríkaninn er frjálslegur í
fasi og alþýðlegur, reyndar
nokkuð yfirborðslegur á stund-
um, óvenjulega kurteis, for-
vitinn og málglaður. Þá er
Ameríkaninn heimsborgari i
augum flestra, dýrkandi frels-
is, vísinda og athafna en lágt
skrifaður að því er varðar list-
smekk og bókmenntaáhuga.
En eins og máltakið segir,
sínum augum lítur hver á silfr-
ið. En hvað um það persónu-
gerfingurinn er staðreynd sem
allir taka nokkuð tillit til.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Staða umsjónarmanns við Vífilsstaðaspítala er
laus til umsóknar. Æskilegt að umsækjandi hafi
nokkra verkstjórnaræfingu og próf í iðngrein,
s.s. trésmíði, múrsmíði eða rafvirkjun. Starfið
er einkum fólgið í eftirliti með framkvæmd-
um, áætlanagerð og annarri undirbúningsvinnu.
Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra
starfsmanna.
Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og fyrri
störfum sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna,
Eiríksgötu 5, fyrir 15. nóvember n.k.
Reykjavík, 1. nóvember 1973.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, simi 11765
Ranglæti —
Framhald af bls. 2
borga skatt af öllu saman og
þeim á þennan hátt hegnt fyrir
að vinna á sama tíma og alls
staðar vantar fólk i framleiðslu-
störfin. Ég spyr, hvernig stendur
á því að svona ranglátt skatta-
kerfi er ekki strax leiðrétt, hvers
hagur er að viðhalda svona rang-
læti? Er það ekki þvert á móti
skylda að koma til móts við þá,
sem vilja og geta unnið, þó þeir
séu komnir yfir eitthvað aldurs-
takmark, en pína þá ekki með
einhverjum skattaklyfjum á
sama tíma og ekki virðist gengið
mjög vasklega fram í því að fá
þá til að borga, sem að dómi al-
mennings, teljast hafa hin marg-
umtöluðu breiðu bök eða svo
finnst okkur við athugun á skatt-
skránni.
Fæðingastyrkur
Eitt dæmi skal tekið enn. Fari
kona á sjúkrahús og úr henni sé
tekinn t.d. botnlanginn þá slepp-
ur hún við að borga nokkuð,
sjúkrasamlagið börgar sem sagt
sjúkrahúsvistina. En fari þessi
sama kona inn á fæðingardeild-
ina og fæðir barn, fer hinn svo-
nefndi fæðingarstyrkur sem hún
fær, ef hún á barnið heima kr.
16.170.—, í það að borga leguna
á sjúkrahúsinu. Þahnig tekur hið
opinbera á móti hinum nýja
þjððfélagsbörgara. Mig langar til
áð spyrja þó að svona lagað hafi
af einhverjum ástæðum slæðst
inn í tryggingarkerfið, þá getúr
ekki verið hægt að réttlæta það
að það sé þar óbreytt árum sam-
an? .
Eitt óréttlæ'tið til viðbótar má
nefna. En það er varðandi hús-
mæður. Vinnur gift kona úti og
verður veik, fær hún borgað úr
tryggingunum eftir að atvinnu-
rekandi hættir að borga. En ef
gift kona, sem vinnur á sínu
heimili, verður veik á hún ekki
rétt á neinum bótum og heimilið
fær ekkert nema hægt sé að
sanna að keypt hafi verið vinna
á heimilinu, svo gott sem það er
nú að fá heimilisaðstoð. En ef
ættingjar og vinir leggja á sig
vinnu til að halda heimilinu við,
þá fæst ekkert, hver svo sem
annars er kostnaðurinn í sam-
bandi við veikindi húsmóðurinn-
ar. Þannig er farið með þær gift-
ar konur, sem eingöngu vinna
heimilisstörf, þrátt fyrir hin
margtöluðu störf húsfreyju og
móðurhlutverk, sem þessar kon-
ur leysa af hendi heirna hjá sér.
Helmingaskipti
Það er sanngirni I þvl að líta
Hún er ánægð með
NILFISK
NILFISK cr fjölvirkarl, þvf a5 honni fylgia
floiri og belri sogslykki, sem hreinsa hótl og
lágt. Fjöldi aukahlula; hilablásari, sprauta,
bláslursranar, bónkúslur o.fl.
NILFISK or þægilegrí og hreinlcgri, þar sem
nola má jöfnum höndum Ivo hreinleguslu
rykgeymana, málmfölu eöa hina slóru cn
ódýru Nilfisk pappírspoka.
NILFISK verndar gólfteppin, því a5 sogafliS
er nægilegl og afbragös leppasogslykki
rennur mjúklega yfir leppin, kemsl undir
lægstu húsgögn og djúphreinsar fullkomlega.
Allir eru
ánægðir
með
Sfmi 24420 — Hátúni 6a
NILFISK
heimsins beztu
ryksugu!
þannig á að maðurinn og konan
skipti með sér verkum þannig,
að ef maðurinn einn vinnur, þá
fái konan helminginn af hans
tekjum; sem sagt helmingsskipti.
Tæplega getur verið stefnt að
því að gera konuna að einhvers-
konar annars flokks manneskju
fyrir það eitt að hún ýinan
veggja síns heimilis og hugsar
um uppeldi bama sinna. Það er
ekki svo gefið að koma bömum
á dagheimili og ekki alltaf
hlaupið að því þó illa standi á.
Það er líka borgað með dag-
heimilunum umfram það, sem
aðstandendur barna greiða. Þær
konur, sem hafa það áð atvinnu
að gæta bama, njóta að vonum
fullra réttinda. Það er bara kon-
an innan síns heimilis, sem rétt-
indalaus er.
Ég vil I lengstu lög vona að nú
þegar fyrirhugað er að endur-
skoða bæði skatta og trygginga-
kerfið, verði það ranglæti sem
lýst hefur verið hér að framan
úr sögunni.
Benda má á að lokum þá
miklu erfiðleika, sem gamlir
menn lenda oftast í, þegar þeir
minnka stórlega við sig vinnu
eða hætta að vinna, en þurfa
að borga skattana frá árinu áður,
kannske af sæmilegum tekjum,
af ellilaununum einum saman.
Það hlýtur að vera unnt að taka
tillit til þessa við endurskoðun
á skattakerfinu þar til stað-
greiðslukerfið kemst á, eins og
lofað hefur verið. Laun verka-
manna eru ekki það rífleg að
þeirri eigi fymingar frá árinu áð-
ur til að borga skatta, sem
hækka alltaf frá ári til árs með
auknum tekjum.