Þjóðmál - 14.11.1973, Blaðsíða 12

Þjóðmál - 14.11.1973, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 14. nóvember 1973 HVATI AÐ FJOL- SKRÚÐUGU TÓN- LISTARLÍFI „Oft hafa erlendir menn látið í Ijósi undrun yfir því, að svo fámennt iand sem ísland skuli eiga Sin- fóníuhljómsveit, að hér skuli leikin í tónleikasal ýmis merkustu tónverk veraldar og heimskunnir túlkend- ur tónlistar leggi hingað stundum leið sína til að flytja íslendingum gimsteina tónlistarinnar. Telja gestir, sem hingað koma, slíkt ótvírætt merki um hátt menningarstig þjóðarinnar." Þetta voru orð Andrésar Björnssonar útvarpsstjóra í marzmánuði 1970 þegar Sinfóníuhljómsveit íslands hafði starfað í tuttugu ár. — Á nýbyrjuðu starfsári, sem verður þá hið 23. í röðinni hittum við að máli Gunnar Guð- mundsson, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar- innar og ræddum stuttlega við hann um starfsemina vetur. Myndin hér að ofan er tekin fy-rir nokkrum árum, af Sinfoníulil>jómsveit íslamds-og Karlakórntim Fóstbræðrum. Stjórnandinn er Ragnar Bjömsson. Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsvertarinnar — Verður komandi starfsár Sinfóníuhljómsveitarinnar í einhverju frábrugðið frá því í fyrra? — f aðalatriðum verður það ekki, en þó er í vetur ráðinn aðalhljómsveitarstjóri, Karsten Andersen frá Björgvin, sem er að góðu kunnur hér á landi. í fyrra var enginn fastráðinn hljómsveitarstjóri, en aðstoðar- hljómsveitarstjóri var sem áð- ur Páll P. Pálsson, en auk hans stjómuðu 13 hljómsveitarstjór ar einum eða fleiri tónleikum. Þess má - og geta að hljóm- sveitin hefur verið aukin nokk- uð og eru fastráðnir hljóðfæra- leikarar nú 60 að tölu. Eins og jafnan áður munu margir stjórnendur koma fram auk aðalhljómsveitarstjórans og má þar t.d. nefna Bohdan Wod- iczko, Jussi Jalas, Vladimar Askenazy og Róhert A. Ottós- son. Því má skjóta hér inn í leiðinni að Róbert mun stjórna á tónleikum. 29. nóv. En þá verður flutt Messías ef tir Handel með aðstoð Filharmon- íukórsins og einsöngvara. — Hljómsveitin lék víða út á Iandsbyggðinni í fyrra, verð- ur ekki framhald á því? — Jú, , óvenjumargar tón- leikaferðir voru farnar víðs- vegar um land, leikið á 13 stöð- um. Stefnan er sú að fara með hljómsveitina út til fólksins, því þetta er jú Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Tónleikar verða m.a. á Minni Borg, Akranesi, ICeflavík, Akureyri og víðar. Af þessu kemur fram að satrfssviö hljómsveitarinnar er ekki ein- skorðar við áskriftartónleika. Haldnir eru m.a. fjölskyldutón leikar, skólatónleikar og barna- tónleikar sem eru fyrir 6 ára börn og verða haldnir I sam- vinnu við Fræðsluskrifstofuna. Þetta er nú það helsta, en margt er þó ótálið hvað við kemur verkefnunum. — Hvernig er stjórn lvljóm- sveitarinnar skipuð? — 1 stjórn Sinfóníuhljóm- sveitarinnar eru: Andrés Björnsson útvarpsstjóri, Gunn- ar Vagnsson framkv. stj. og Árni Kristjánsson tönlistar- stjóri. Aðalhljómsveitarstjóri og listrænn lcðibeinandi I vet,- ur er Karsten Andersson eins og áður er komið fram. Ver-k- efna- og ráðgjafanefnd er skip- uð þessum mönnum: Árna Kristjánssyni, Jóni Sen, Einar.i B. Waage og Gunnari Egilson. Aðstoðarhljömsveitarstjóri er Páll Pampichler Pálsson. Farmhald á bls. 11 Karsten. Andersen aðalhljómsveilarstjóri

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.