Smásögur handa ungmennum - 01.01.1910, Qupperneq 2

Smásögur handa ungmennum - 01.01.1910, Qupperneq 2
Týnda barnið. »Þú ætlar að muna eftir brúðunni minni, pabbi minn, ætlarðu að gjöra það?« sagði lítil stúlka við föður sinn, sem var fjárkaup- maður. »Það skal jeg reyna,« svaraði hann. »Og hafðu hana stóra, pabbi minn,« sagði barnið aftur. Halldór brosti, veifaði með hend- inni í kveðjuskyni, og hvarf svo með kvikfje sitt, við bugðu á veginum. Snjólaug Iitla var í mikilli geðshræringu. Hún hafði aldrei átt reglulega brúðu, heldur aðeins tuskubrúður, sem mamma hennar hafði búið til handa henni, og daglega spurði hún pabba sinn, hvenær hann ætlaði að fara í kaupstað, svo að hann gæti keypt brúðuna, og hún gat naumast sofið nóttina á undan þeim þýðing- armikla degi. Þegar Halldór var búinn að selja skepnur þær, sem hann fór með í kaupstaðinn, fór hann að kaupa hitt og þetta, og seinast keypti hann brúðu, með vaxandlit og gulum lokkum ; augun gat hún bæði opnað og lagt aftur. Hann brosti ánægjulega, þegar hann hugsaði til þess, hvað litla stúlkan hans mundi verða frá sér numin af fögnuði yfir fallegu brúðunni. Þegar hann lagði af stað var orðið mjög framorðið, og ]>að hefði verið miklu hyggilegra fyrir hann að fresta heimferðinni til næsta dags, en er hann hugsaði til þess, að litla Snjólaug hansbeiðhans með mikilli eftirvænt- ingu, afrjeði hann að ríða heim þegar í stað, en er hann var kominn út fyrir bæinn, var orðið svo dimmt, að ekki sást til vegar. Þeg- ar svo þar við bættist hrakviður mikið, og hann varð að ríða á móti veðrinu, sóttist hon- um eðlilega ferðin mjög seint. A vissum kafia af leið hans var mjög villugjarnt, því þar voru lyngmóaauðnir beggja megin vegarins, og er hann kom þangað, stöðvaði hann alt í einu gamla hestinn sinn og hlustaði: — »Jeg heyri áreiðanlega eitthvert hljóð í gegnum storminn«, sagði hann við sjálfan sig. Hann reið áfram fáein skref; svo heyrðist hljóðið aftur, og það ljet mjög ömurlega í eyrum á þessum einmana stað. »Hver er þarna!« hróp- aði hann. Röddin sem svaraði líktist mjög barnsrödd, en Halldór var hikandi og efabland- inn. Hann hafði á sjer talsvert af peningum ; margir vildu vita um feið hans á markaðinn, og það gat því vel verið, að þetta væri að- eins bragð af einhverjum, sem gerði honum fyrirsát til að ræna hann. Honum var því í fyrstu næst skapi að hleypa hestinum sem hraðast heim á leið, »því hvernig gatþað átt sjer stað, að barn væri úti að nóttu til og það í slíku veðri?« hugsaði hann, en hið aumkvunarlega hljóð heyrðist aftur og aftur, svo hann breytti fyrirætlun sinni, og sagði upphátt við sjálfan sig: »Ef nokkurt barn er hjer á slóðum, þá er Halldór ekki þess- háttar maður, að hann láti það deyja hjálpar- laust.« Síðan steig hann af baki, og leitaði um lyngmóana í þá átt, sem hljóðið kom úr. Loksins fann hann lítið barn, neðan undir hól einum. Föt þess voru rennvot, og það stundi við um leið og hann tók það í fang sjer. Hann sveipaði það í yfirhöfn sinni, steig svo á bak, og reið heimleiðis. • Gráttu ekki, barnið mitt,« sagði hann, »jeg ætla að fara með þig heim til mömmu.« Bráð- um sofnaði barnið í fangi nans. Ljósin í húsi hans skinu vingjarnlega á móti honum, og feginn varð hann að sjá þau. »Ivona mín hefir uppljómað húsið svona, til að gieðja mig eftir hina óþægilegu reið í þessu vonda veðri«, hugsaði hann. Undireins og hann kom nær, sá hann, að eitthvað sorglegt hafði komið fyrir. Margir af nágrönnunum voru þar saman komnir, og kona hans stóð mitt á meðat þeirra og sagði við þá: »0, segið honum það ekki, það mundi gjöra útaf við hann«. »Hvað hefir komið fyrir«, sagði hann, og varð náföl- ur. »Hvað hafið þjer þarna innan í yfirhöfninni?« spurði einn af þeim sem kominn var, áður en hinir gátu nokkuð sagt. »Veslings vilt 'barn, sem jeg fann úti á Iyngmóunum«, svaraði hann. Lú skein ljósið á andlit hins sofanda barns. Það var Snjólaug litla! Hún hafði ráfað út, til að mæta föður, sfnum með brúðuna. f. »Hvernig mundi mjer nú vera innanbrjósts, ef jeg hefði riðið áfram, án þess að gefa því nokkurn gaum, þegar jeg heyrði kallað á hjálp,«

x

Smásögur handa ungmennum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Smásögur handa ungmennum
https://timarit.is/publication/552

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.