Ný þjóðmál - 28.06.1974, Síða 3

Ný þjóðmál - 28.06.1974, Síða 3
NÝ ÞJQÐMÁL 3 Útgefandi: Samtök frjólslyndra og vinstri manna Framkvæmdastjóri: Hjörtur Hjartarson Ritstjóri og ábm.: Elías Snæland Jónsson Ritnefnd: Einar Hannesson, Andrés Kristjánsson, Vésteinn ólason og Kristján Bersi Ólafsson. Ingólfsstræti 18. Sími 19920. Box 1141,_I Mistök verða ekki aftur tekin Á sunnudaginn er stund örlagarikra ákvarðana. Þá ganga kjósendur i kjörklefana og ákveða, hvort hægristjórn eða vinstristjórn skuli fara með málefni þjóðarinnar næsta kjörtimabil, næstu fjög- ur árin. Þessi ákvörðun ræður úrslitum um framtiðarkjör islenskrar alþýðu til sjávar og sveita. Ef kjósendum verða á þau mistök, að kalla hægristjörn yfir þjóðina, þá verða þau mistök ekki aftur tekin. Þá mun hægristjórn beita sömu aðferðum og ávallt áður við lausn þess efnahagsvanda, sem við er að etja: gengisfellingum, atvinnuleysi, sem leiða kann á ný til landflótta, striðsaðgerðum gegn verkalýðs- hreyfingunni, sem veiti íslendingum enn á ný heimsmeistaratignina i verkföllum, og itrekaðri kjaraskerðingu láglaunafólks. Þessi stefna einkenndi siðasta kjörtimabil hægristjórnar viðreisnarherranna, og augljóst er, að þeir Gylfi og Geir hafa engu gleymt og ekkert lært siðan þá. Nýtt timabil hægristjórnar mun jafnframt hefja til vegs á ný þá ihaldspostula, sem dreymdu um 20 álbræðslur á meðan togaraflotinn grotnaði niður, sem töldu það pólitiskt siðleysi að færa út fiskveiðilandhelgina, og sem vildu erlenda hersetu sem lengst. Þessir menn hafa heldur engu gleymt, og ekkert lært. Kjósendum þessa lands er þvi ljósara en oftast áður, hvað það er, sem um er kosið. íslenskt alþýðufólk veit á hverju það á von, ef það kýs yfir sig hægri stjórn 30. júni. Sú hægri hætta, sem nú ógnar framtiðarkjörum islenskrar alþýðu jafnt til sjávar sem sveita er raunveruleg. Það er einungis hægt að bægja henni frá i kjörklefanum, og þá með þvi, að efla það stjórnmálaafl, sem er forsenda þess að vinstriöflin geti myndað nýja rikisstjórn. Þetta stjórnmálaafl er F-listinn. Sigur F-listans i kosn- ingunum á sunnudaginn er eina vörn alþýðufólks gegn hægri hættunni. Pið eruð ein í kjör- klefanum á sunnudag Hljóti F-listinn 5 — 6 þingmenn kjörna á sunnu- daginn er hægri hættunni bægt frá um sinn. Þá verður hægt að mynda nýja rikisstjórn, sem fram- fylgir raunverulegri vinstristefnu á öllum sviðum þjóðlifsins, og þá ekki hvað sist i efna- hagsmálunum. Til þess, að F-listinn vinni slikan sigur, þurfa fjöl- margir einlægir vinstrimenn, sem áður hafa kosið aðra flokka, að rjúfa þau flokksbönd i þetta sinn og styðja F-listann. Þúsundir kjósenda gerðu þetta i siðustu kosningum, og felldu þannig hægristjórnina frá völdum. Nú er það vinstrimanna að ákveða, hvort sé þeim mikilvægara: að kjósa gamla flokkinn sinn og fá hægristjórn, eða kjósa F-listann og fá vinstristjórn sem kemur þeim stefnumálum, sem vinstrimenn berjast mest fyrir, i framkvæmd. íslenskir vinstrimenn! Munið, að þið eruð einir i kjörklefanum á sunnudaginn. Látið sannfæringu ykkar, og málefnin, ráða, en ekki fjötra gamalla flokksbanda. Þannig getum við saman unnið þann sigur fyrir islenska vinstristefnu, sem okkur dreymir alla um. ELÍAS SJSÆLAND JÓNSSON RITAR Á DAGSKRÁ HUGSJÓNIR ÍHALDSINS UM HERSTÖÐ í HVERJUM LANDSHLUTA SJALFSTÆÐISFLOKKNUM í Reykjaneskjör- dæmi bættist nýr liðsmaður á mánudaginn var. Það gerðist á framboðsfundi allra flokka i Hafnarfirði, aö Freysteinn Þorbergsson, fram- bjóöandi Lýðræðisflokksins svonefnda i þvi kjördæmi, lýsti yfir fylgi við Sjálfstæðisflokkinn m.a. vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði markað þá stefnu i herstöðvamálinu, sem hann gæti að mestu sætt sig við. Þetta er athyglisverð yfirlýsing vegna þess, að Freysteinn Þorbergsson hefur á framboðs- fundum i Reykjaneskjördæmi lagt áherslu á langvarandi og stóraukna hersetu i landinu. Hann h'éfur barist fyrir þvi, að komið yrði upp herstöð i hverjum landshluta, og að Banda- rikjamenn yrði látnir fjármagna margvislegar framkvæmdir I landinu, sem siðan yrðu þeim frjálsar til afnota. Matthias A. Mathiesen fagnaði þessum nýja liðsmanni á fundinum, og sagði yfirlysingu Freysteins sýna það að hægra megin i stjórn- málunum gætu menn „sameinast um hug- sjónir”. „Hugsjónir” ihaldsins I herátöðvamálinu er vist sú sama, hvort sem það er á höfuðbólinu, hjáleigunni hans Gylfa eða kotinu hans Freysteins. Þessa aðila getur enginn sá, sem ekki vill aukna hersetu á Islandi, kosið i alþing- iskosningunum á sunnudaginn kemur. 102 HÆGRIMENN YFIRGEFA FUF í REYKJAVÍK HLUTI AF HÆGRA ARMI Framsóknar- flokksins I Reykjavik er nú farinn úr flokknum, og yfir til ihaldsins. Hafa 102 félagsmenn IFUF i Reykjavik sagt sig úr þvi félagi. Þetta fóik er meðal þess, sem notað var siðast- liðið haust til þess að halda þann alræmda aðal- fund i FUF i Reykjavik, sem enn er fyrir dómstólunum — en ein afleiðing þess fundar er sú, að engin lögleg stjórn er i þessu félagi. Sérstök hlutlaus rannsóknarnefnd, sem stjórn SUF skipaði á sinum tima, komst að þeirri niðurstöðu varðandi ennan aðalfund, að fram- komnar ákærur um misferli við framkvæmd aðalfundarins væru sönnuð, og fundurinn þviólöglegur. Rartnveig Jónsdóttir: Láglaunavandamálið er að miklu leyti mál kvenna t kosningaávarpi F-listans segir meðal annars orðrétt: „Aðild rikisvaldsins að kjara- ákvörðunum skal miða að þvi að vernda og bæta kjör hinna lægst launuðu og stuðla að þvi að sjónarmið félagslegs réttlætis og framfara fái að ráða. Hamla verður gegn tilraunum hags- munahópa til að hrifsa til sin á kostnað annarra og hindra, að einokunaraðstöðu sé beitt til að féfletta neytendur.” Þetta samræmist fyllilega markmiðum Rauðsokka- hreyfingarinnar, sem ég hef starfað i frá byrjun, eða undan- farin fjögur ár. Það hefur verið sagt, að við Rauðsokkar hefðum mestan áhuga fyrir menntakonum. Þetta er alrangt. Sannleikurinn er sá að margar þær konur, sem starfa hvað mest i rauðsokka- hreyfingunni, stunda tiltölulega vellaunuð störf og þurfa ekki að stofna samtök til að rétta hlut sinn að þvi leyti. Barátta okkar hefur hingað til einkum beinst að svokallaðri vitundar- vakningu, þ.e.a.s. að vekja fólk til meðvitundar um ójöfnuð þjóðfélagsins og þá sérstaklega það misrétti, sem konur verða að þola vegna aldagamallar kúgunar og úreltra hefða. Deila má um, hver árangurinn hefur orðið af þessari baráttu, en vist er að umræður um jafnréttis- mál hafa farið vaxandi á þessu timabili. Við viljum hjálpa til við að rétta hlut kvenna almennt og vinna að auknum jöfnuði. Karlar hafa tekið þátt i þessari baráttu og æ oftar heyrast þær raddir að karlar séu heldur ekki of sælir af sinum hlut. í nýsaminni stefnuyfirlýsingu Rauðsokkahreyfingarinnar seg- ir m.a. að baráttan fyrir jafn- rétti kynjanna verði ekki slitin úr tengslum við baráttu undir- okaðra stétta fyrir þjóðfélags- legum jöfnuði, né heldur verði sigur unninn I verkalýðsbarátt- unni án virkrar þátttöku kvenna. Konur eru meginþorri hinna lægst launuðu viðast hvar i atvinnulifinu. Láglaunavanda- málið er þvi að miklum hluta vandamál kvenna. Margar þeirra hafa svo lág laun, að þau nægja þeim engan veginn til lifsframfæris. Ef einstæðar mæður til dæmis lifa við mann- sæmandi kjör og geta hjálpað börnum sinum til mennta, þá þykirþað umtalsvert. Það hefur til skamms tima heldur ekki þótt nauðsynlegt, að einstæðar mæður eða konur i láglauna- störfum ættu þak yfir höfuðið. Það væri spor i rétta átt til að rétta hlut þeirra, sem skipa láglaunahópana, ef þetta fólk hefði forgang um fyrirgreiðslu til að eignast eigið húsnæði á viðráðanlegum kjörum eða fengi aðgang að hagstæðu leigu- húsnæði. Fullsæmandi lif beggja kynja verður aðeins að raunveruleika með samvinnu einstaklingsins og þjóðfélagsins. t ályktunarorðum kosninga- ávarps F-listans sem byggt er á sameiginlegum málefnagrund- velli Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Möðruvalla- hreyfingar og Samtaka jafnaðarmanna segir, að i samræmi við markmið ávarpsins og stefnu jafnaðar og samvinnu munu aðilarnir að kosningum ioknum beita þeim þingstyrk, sem kjósendur ljá þeim til að stuðla að þvi að til valda komist rikisstjórn, sem tekst á hendur að vinna að framhaldi þeirra framfara- mála, sem frafarandi vinstri stjórn átti ólokið og ræðst i nýjan áfanga á leið íslendinga til þjóðfélags jafnréttis, mann- helgi og farsældar. FALSARÓÐUR! Merkilegir pólitiskir áróðursmenn hafa borið það á borð fyrir kjósendur undanfarna daga, að sumir af frambjóðendum F-listans hafi verið i einhverjum tengslum við Varið land. Er gengið svo langt i þessu efni i Alþýðublaðinu s.l. mið- vikudag, að þar er fullyrt, að Jón Baldvin Hanni- balsson hafi verið ,,einn af forgöngumönnum undirskriftarsöfnunarinnar „Varins lands”. FORSENDA VINSTRI Með slikum ósönnum yfirlýsingum reynir i- haldshækjan að blekkja kjósendur. Það er póli- tiskur áróður af ómerkilegasta tagi, og er nauð- synlegt, að kjósendur veiti þeim, sem þannig starfa, verðuga ráðningu á sunnudaginn. STJÓRNAR! F-LISTINN —EJ

x

Ný þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.