Ný þjóðmál - 28.06.1974, Síða 8
8
PÓSTUR OG SlMI
óskar að ráða viðskiptafræðing til starfa
við póstgiróstofuna sem fyrst.
Laun samkvæmt núgiidandi kjarasamningi.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá forstööumanni póst-
giróstofunnar og hjá starfsmannadeild.
Staða ritara
i Heilsuverndarstöðinni er laus til um-
sóknar frá 1. júli n.k. Áskilin er starfs-
reynsla og leikni i vélritun. Verslunar-
skóla- eða hliðstæð menntun æskileg.
Laun samkvæmt kjarasamningi Starfs-
mannafélags Reykjavikurborgar við
borgina.
Umsóknir, er tilgreina aldur, menntun og
fyrri störf, sendist skrifstofu fram-
kvæmdastjóra fyrir 1. júli n.k.
Reykjavík, 24. júní 1974.
Heilsuverndarstöð Reykjavikur
Akraneskaupstaður
auglýsir hér með laust til umsóknar starf
bæjarstjóra með umsóknarfresti til 25. júli
n.k.
Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri
störf sendist forseta bæjarstjórnar —
Daniel Ágústinussyni Háholti 7 Akranesi
— sem einnig gefur nánari upplýsingar.
Akranesi, 22. júni 1974.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar.
Skrifstofustúlka
Skrifstofustarf hjá embætti flugmála-
stjóra er laust til umsóknar. — Góð vélrit-
unarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir, er
greini aldur menntun og fyrri störf, send-
ist skrifstofu flugmálastjóra á Reykjavik-
urflugveili, fyrir 1. júli n.k. — Laun sam-
kvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Flugmálastjórinn,
Agnar Kofoed-Hansen
Auglýsing
um stöðu forstöðumanns
Fasteignamats rikisins
Fjármálaráðuneytið auglýsir hér með
lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns
Fasteignamats rikisins.
Starfið gerir kröfu til góðra skipulags-
hæfileika og nokkurrar tækniþekkingar á
sviði skýrsluvélavinnslu.
Nánari upplýsingar veitir fjármálaráöuneytið, tolla- og
eignadeild.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknarfrestur er til 28. júni n.k.
Fjármálaráðuneytið,
6. júni 1974.
NÝ PJÓÐMÁL
Grein Ólafs
Framhald af bls 5.
unnið það verk, sem þau sinntu
með svo giftudrjúgum hætti um
og eftir siöustu þingkosningar.
Innan Möðruvallahreyfingar-
innar voru menn einhuga um
það, að þeir og aörir vinstri
framsóknarmenn ynnu nú þarf-
ast verk meö þvi að ganga til
liös við Samtökin og vinstri
jafnaöarmenn og reyna þannig
að tryggja áfram/riðja vinstra
aflið á þingi, þvi að vist er, aö án
þess verða engin skilyrði til
myndunar vinstri stjórnar eftir
þessar kosningar.
Ég skrifaöi hér að framan, að
ég teldi framsóknarmenn
stundum fylgjandi vinstri
stjórn. En það sannast grátlega
oft, aö það er ekki nema stund-
um. Nærtækast verður mér
dæmiö úr minni heimabyggð,
Kópavogi. Hér var um 8 ára
skeið ágætt samstarf framsókn-
armanna og annarra vinstri
manna um stjórn bæjarins.
Fyrir 4 árum tókst svo að koma
hér I framboð fyrir flokkinn nýj-
um manni i þeim tilgangi að
rjúfa þessa samstöðu vinstri
manna og lyfta ihaldinu hér til
valda i fyrsta sinn I sögu bæjar-
ins. Nú fyrir fáum dögum var
ihaldssáttmálinn endurnýjaður
fyrir næstu 4 árin. 1 bæði skiptin
hefur það legið ljóst fyrir, að
unnt var að mynda meirihluta
vinstri manna, ef framsóknar-
menn hefðu viljað. En hér var
það sem oft áður, aö viljann til
vinstra samstarfs vantaði, og
fylgiö hrundi af flokknum.
Mér hefur i þessu greinar-
korni orðið tiðrætt um Fram-
sóknarflokkinn og öfugþróun
hans. Það stafar af þvi, að mig
tekur það sárt að sjá, hversu
komiö er fyrir þeim flokki, sem
ég hef talið minn flokk um 40
ára skeið. Mér er annt um að ná
til þess fólks innan flokksins,
sem litur svipuðum augum og
ég á sögulega arfleifö hans og
vill nokkuð á sig leggja til þess
að beina honum inn á upphaf-
legar brautir. Það verður um
sinn aðeins gert með þvi að
veita flokknum áminningu i
kosningunum og styðja um leið
það afl, sem eitt getur knúið
flokkinn til áframhaldandi
vinstra samstarfs.
Hér I Reykjaneskjördæmi
ættu öll hvatningarorð til vinstri
framsóknarmanna i þessu efni
að vera óþörf, svo augljós er
staöan, en viðskulum samt rifja
upp nokkur meginatriöi.
Eitt mikilsverðasta málið,
sem vinstri stjórnin átti ólokiö,
og ný vinstri stjórn fær við að
glfma strax i byrjun, er her-
stöövamálið. Jón Skaftason
hefur fyrir löngu gert það lýðum
ljóst, að hann vill ekki láta her-
inn fara og muni hvorki styðja
þær tillögur, sem rikisstjórnin
hefur þegar lagt fram við
Bandarikjastjórn um lausn
málsins, né uppsögn varnar-
samningsins. Enda þótt hann
styðji nýja vinstri stjórn i byrj-
un, hlýtur hann að hafa þar á
sama fyrirvara og fyrr, þ.e.
fyrirheitum að bregða fæti fyrir
eitt höfuðmál hennar og þar
með fyrir stjórnina. Það er þvi
ljóst, sem veröa má, að hvert
einasta atkvæði, sem Fram-
sóknarflokknum er greitt við
þingkosningarnar hér I Reykja-
neskjördæmi, er atkvæði gegn
vinstri stjórn. I þessu efni
breytir engu, þótt vinstri sinnar
og herstöðvaandstæðingar eigi
sæti neðar á listanum. Þeir fá
auðvitaö engu ráðið um afstöðu
Jóns, þegar á hólminn kemur, ef
hann kemst á þing, en hafa látið
glepjast á listann af einskærri
tryggö við flokkinn.
Það er einmitt þessi tryggð
við flokkinn, sem veldur nú
mörgum framsóknarmönnum
sárum sálarkvölum, er þeir
gera upp hug sinn um afstöðu til
mála. Þá skyldu menn minnast
þess, að flokkur er aðeins tæki
til að ná ákveðnu marki, en ekki
markiö sjálft. Rétt mynd
flokksins birtist ekki i þvi, sem
hann einu sinni var, heldur þvi
sem hann nú er og i þeim mönn-
um og málefnum, sem hann
býður kjósendum að styðja.
Hverjum kjósanda, hverjum
flokksmanni ber til þess réttur
og skylda að hlýða rödd sinnar
eigin skynsemi og samvizku.
Auglýsing fró Lánasjóði
íslenzkra námsmanna
um fimm ára styrki
Hér með eru auglýstir til umsóknar 10
styrkir, sem veittir eru þeim, sem i vor
Ijúka stúdentsprófi eða prófi frá raun-
greinadeild Tækniskóla íslands og hyggj-
ast hefja nám i háskóla eða tækniskóla á
komandi hausti.
Sá, sem hlýtur slikan styrk, heldur honum
i allt að 5 ár enda leggi hann árlega fram
greinargerð um námsárangur, sem lána-
sjóðurinn tekur gilda. Þeir einir koma til
greina, sem hlutu ágætiseinkunn eða háa
fyrstu einkunn.
Styrkir verða veittir til náms bæði i raun-
visindum og hugvisindum.
Umsóknir, ásamt afriti af prófskirteini,
eiga að hafa borizt skrifstofu lánasjóðs is-
lenzkra námsmanna, Hverfisgötu 21, fyrir
3. júli n.k.
Skrifstofan afhendir umsóknareyðublöð
og veitir allar nánari upplýsingar.
Reykjavik 19. júni 1974.
Lánasjóður isl. námsmanna
Námsmönnum
á lokastigi náms
(við prófundirbúning, prófverkefni o.þ.h.) gefst kostur á
að sækja um sumarlán, fyrir þá mánuði, er suníarleyfi
stendur yfir, enda vinni þeir aö námi sinu þann tlma, er
lánið nær til, og flyti námslokum sem þvi nemur.
Umtóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu Lánasjóðsins
að Hverfisgötu 21, Reykjavlk, og I sendiráðum islands er-
lendis. Þeir námsmenn eða umboðsmenn námsmanna er-
lendis, sem sækja vilja um sumarlán, eru beönir að snúa
sér til skrifstofu sjóðsins fyrir 4. júli n.k.
Reykjavík, 20. júni 1974.
Lánasjóður isl. námsmanna