Ný þjóðmál - 28.06.1974, Síða 9
9
NÝ ÞJÓÐMÁL
A byrgir herstöð vaa nd-
stæðingar styðja F-listann
segir Björn Teitsson, sem bolað var burt úr Framsóknarflokknum á síðastliðnu hausti
i I Málflutningi Framsóknar-
manria, Alþýðuflokksmanna og
jafnvel fleiri aðila nú fyrir al-
þingiskosningarnar, ber mikið á
þvi, að stuðningsmenn F-listans
séu nefndir pólitiskir ævintýra-
menn og hlaupastrákar, sem
eingöngu sækist eftir persónu-
legum frama. Auðvítað má
virðast eðlilegt, að foringjum
Framsóknarmanna og krata
þyki illt að missa atkvæði yfir
til Samtakanna. Hér skal þó
bent sérstaklega á, að sá klofn-
ingur, sem orðið hefur i Fram-
sóknarflokknum, gerðist engan
veginn eingöngu þannig að
menn hættu af eigin frumkvæði
að styðja Framsóknarflokkinn.
A aðalfundi Félags ungra
Framsóknarmanna i Reykjavik
á siðastliðnu hausti kom nefni-
lega i ljós, að hægri menn þeir,
sem þá höfðu meirihluta i stjórn
félagsins, höfðu numið mörg
nöfn af spjaldskrá félagsins, að
sjálfsögðu án vitundar viðkom-
andi manna, en i staðinn höfðu
þeir bætt inn nöfnum sér hlið-
hollari aðila. Undirritaður var i
hópi þeirra, sem þannig voru
settir út af skránni og þvi i
reynd reknir úr floisknum. Enga
leiðréttingu virtist unnt að fá á
þessu i vetur, og kvörtunum við
háttsetta menn i flokknum var
svarað með vifilengjum, enda
samþykkti framkvæmdastjórn
flokksias eftir mikið japl og
jaml og fuður að hinn fáránlegi
aðaMundur FUF i ftaust skyldi
teljast löglegur. Yfirleitt var
helst svo að skilja, að þeir, sem
þannig höfðu verið settir út af
skrá, ættu að sanna að þeir
hefðu einhvern tima gengið i fé-
lagið, sem raunar var sagt aö
yrði erfitt, þar eð fundargerða-
bækur siðustu ára með skrám
yfir inntekna félaga hefðu
„glatast”.
Þegar Samband ungra Fram-
sóknarmanna reyndi i vor, að
lokinni hlutlausri rannsókn á
öllu málinu, að gangast fyrir
nýjum aðalfundi, komu á ný til
skjalanna hinn metorðafúsi
Guðmundur G. Þórarinsson og
hans nótar og fengu lagt lög-
bann við þvi að þessi fundur færi
fram. Þær aðferðir eru þvi sem
næst einsdæmi innan islensks
stjórnmálaflokks og sýna auð-
vitað vel hvern félagsþroska og
sáttgirni nefndur Guðmundur
og hans fylgjarar hafa til að
bera.
Fróðlegt væri að vita, hvort
forystumenn Framsóknar-
flokksins áliti nú, að þeir menn,
sem þannig voru i reynd gegn
vilja sinum settir út úr flokkn-
um að tilhlutan manna eins og
Kristins Finnbogasonar, Al-
freðs Þorsteinssonar og Guð-
mundar Þórarinssonar, geri sig
seka um klofningsstarfsemi og
metorðagirnd (eins og sú girnd
finnist ekki annars staöar!)
með þvi að styðja nú Samtök
frjálslyndra og vinstri manna
og jafnvel taka sæti neðarlega á
listum þeirra, Möðruvalla-
hreyfingarinnar og Samtaka
jafnaðarmanna.
Bent hefur verið á, að tals-
verður málefnaágreiningur sé á
milli Samtakanna og Fram-
sóknarflokksins. Yfirleitt má þó
sagja, að þessi málefnaágrein-
ingur sé ekki viðtækari en oft
hefur verið innbyrðis á milli
arma i Framsóknarflokknum
hin siðari ár og jafnvel áratugi.
Fullvist má telja, aö eitt
gleggsta dæmi um þennan
ágreining sé herstöðvamálið.
Æðilengi hafa fyrirfundist
Framsóknarmenn, sem hafa
viljað hafa sem varanlegasta
hersetu i landinu. Hinir skyn-
samari menn hafa þó orðið ofan
á þegar flokksþing hafa verið
kölluð saman, einkum á siðari
árum, og þvi hefur brottför
hersins verið á stefnuskrá
flokksins um skeið. I þessu sam-
bandi er raunar rétt að benda á,
að ekkert flokksþing hefur verið
kallað saman i flokknum nú fyr-
Björn Teitsson.
ir alþingiskosningar þessa vors,
eins og þó hefur lengi verið
venja að gera fyrir alþingis-
kosningar.
Tvimælalaust er, að það mál,
sem hæst ber nú meðal sjálf-
stæðismála þjóðarinnar er her-
stöðvamálið. Undirritaður hef-
ur áður beitt sér innan Fram-
sóknarflokksins i þvi máli, en þó
að honum hafi nú verið bolað
burt þaðan, veit hann að enn eru
i Framsóknarflokknum margir
herstöðvaandst. Ekki þarf
að efast um að fylgismenn Al-
þýðubandalagsins séu her-
stöðvaandstæðingar, og sama
má segja um fylgismenn Sam-
takanna, enda er brottför hers-
ins á sem skemmstum tima
skýlaust stefnuskráratriði
þeirra. Jafnframt vilja Samtök-
in leggja áherslu á að brottför
hersins og úrsögn úr Nato séu
tvö og úrsögn úr Nato séu tvö
aðgreind og að ýmsu leyti
ósamkynja mál, enda var svo-
nefndur varnarsamningur gerð-
ur á milli Islendinga og Banda-
rikjanna, en Nato-samningur-
inn tekur jafnhliða til allra
aðildarrikja bandalagsins.
A liðnum vetri beittu fáeinir
mjög hægri sinnaðir mennta-
menn, einkum lögfræðingar, sér
fyrir undirskriftasöfnun, sem
þeir kölluðu variö land. Um þær
mundir var Sjálfstæðisflokkur-
inn staddur i óábyrgri stjórnar-
andstöðu, flokksbroddarnir þar
töldu ekki sitt mál að reyna að
leysa helstu vandamál þjóðar-
innar svo sem efnahagsmálin,
og vantaði eiginlega verkefni,
sem gæti orðið tii þess að breiða
yfir óeininguna um foringjaefn-
in innan flokksins. Til þessara
manna kom undirskriftasöfnun
varins lands eins og manna af
himnum ofan. Flokksvélin sem
hafði verið fremur verkefnalitil,
var nú sett i fullan gang, og
skorti ekki fjármuni til þess
frekar en fyrr*i daginn. Undir-
skriftasöfnunin var rekin af
mikilli ósvifni eins og kunnugt
er, og flestum hugsanlegum
ráðum beitt til að fá fólk til að
skrifa nafn sitt á listana, sem
farið var með á vinnustaði og
heim til mikils hluta þjóðarinn-
ar. Nöfn hinna 55 þúsund undir-
skrifenda voru siðan sett á
tölvuspjöld og telja kunnugir
ótvirætt, að Sjálfstæöisflokkur-
inn hafi notað sér þau spjöld við
kosningabaráttuna fyrir sveit-
arstjórnarkosningarnar i mai-
lok, a.m.k. i Reykjavik og á
Akureyri. Þó að með hæpnum
aðferðum tækist að safna um-
ræddum 55 þúsund undirskrift-
um, er þó ljóst að talsverður
meirihluti kjósenda skrifaði
ekki undir, þ.e. nær 75 þúsund
kjósendur. Þvi er auðvitað út i
hött að segja, aö meirihluti
þjóðarinnar hafi stutt umrædda
undirskriftasöfnun.
Hitt er svo annaö mál, að nógu
slæmt er til þess að vita að 55
þúsund manns skyldu geta
hugsað sér að leggja nafn sitt
við þetta plagg. Vafalaust er, að
hersetan I landi okkar er nú orð-
in svo löng, að of stór hluti þjóð-
arinnar litur á hana sem eins
konar sjálfsagðan hlut, eitthvað
sem hljóti að eiga að halda
áfram. Lævis er sá áróður, sem
mjög oft er smeygt að fólki, að
við höfum beinan hag af þvi að
hafa herinn. I þessu sambandi
nefna hersnámssinnar gjarna
Keflavikursjónvarpið og telja
það afskaplega mikinn yndis-
auka þeim sem á það megi
horfa. Sú fullyrðing er að visu i
furðulegra lagi, en hitt er þó enn
furðulegra, að íslendingar skuli
telja það samboðið virðingu
sinni að láta erlent herlið, sem
hér á i orði kveðnu að vera til að
verja landið, hafa ofan af fyrir
hluta þjóðarinnar i tómstundum
með þessum hætti. Þetta fárán-
lega skemmtunarsjónarmið er i
rauninni svo niðurlægjandi, að
engu tali tekur.
Komi sú tið, að meirihluti
þjóðarinnar haldi að hér hljóti
allir að deyja úr leiðindum, pen-
ingaleysi og Rússahræðslu, ef
herinn fari, verður útilokað að
koma honum i burtu eftir það.
Til allrar hamingju er ekki enn
svona komið, en að þvi rekur, ef
ekki verður undinn að þvi bráð-
ur bugur að binda enda á her-
setuna. Enn er timi til stefnu, en
hann er stuttur. Varanleg setja
Bandarikjahers hér á landi get-
ur hvenær sem er reynst sjálf-
stæði islensku þjóðarinnar
hættulegri en orð fá lýst. Má þá
búast við að efnahagslegt og
menningarlegt sjálfsforræði
okkar fari hvort tveggja sömu,
hægu leiðina.
Fái Samtök frjálslyndra og
vinstri manna verulegt fylgi við
þær þingkosningar, sem nú
eru á næsta leyti, munu þau
væntanlega ráða úrslitum um
það, að herinn verði látinn fara
innan skamms. Þvi ber ábyrg-
um herstöðvaandstæðingum um
land allt að greiða Samtökunum
atkvæði sin nú við kosningarn-
ar.
Lilja Ólafsdóttir:
ABYRG
AFSTAÐA
Nú á timum almennrar
menntunar og uppfræðslu,
ættum við íslendingar, svo
fámenn þjóð, sem við erum, að
finna til ábyrgðar okkar hver
einstakur og geta haft nokkra
yfirsýn yfir þjóðmál og
heimsmál.
Afkoma þegnanna er i heild
afkoma þjóðarinnar og framtið
heimsins byggist á framferði
þeirra, sem hann byggja.
Stjórnun landsins, ákvarðanir
um nýtingu verðmæta og notkun
fjármuna, fer að mestu leyti
eftir þeim stjórnmálaflokkum
sem með völd fara hverju sinni.
Stefna stjórnmálaflokkanna
mótast af þeim mönnum, sem
þá fylla. Flestum hættir við að
taka rikjandi hefð og hugsunar-
hátt sem lögmál, án gagnrýni.
Gæti þeir ekki að sér velta þeir
sama hjólinu hring eftir hring,
af þvi að það hefur alltaf snúist
þannig, og hefta þannig þá
framþróuns, sem orðið gæti, ef
sifellt væri stungið við fæti og
reynt að sjá mál frá öðru
sjónarhorni en áður.
En til þess að svo megi verða,
þurfa sem flestir að taka
ábyrgan þátt i uppbyggingu og
rekstri þjóðarbúsins, gera sér
grein fyrir afstöðu sinni og láta
til sin heyra.
Þvi miður er skortur á þátt-
töku manna i opinberum málum
og raunar öllum félagsmálum
áberandi. Með þvi að greiða
félagsgjöld sin eða krossa við
listann sinn af gömlum
hugsunarlausum vana, finnst
mönnum að þeir hafi gert
skyldu sina.
En engu verður um þokað né
átak gert með slikum doða.
Gerirðu þér grein fyrir þvi, þú
sem lest þessi orð, hvað þú
raunverulega vilt?
Hvað með okkur konur? Þvi
er haldið fram að okkar sjón-
deildarhringur sé þröngur og
við látum okkur aðeins varða fá
mál. Eigum við að kyngja þess
konar áburði þegjandi? Jafnvel
láta koma þvi inn hjá okkur að
slikar fullyrðingar eigi við rök
að styðjast?
Ég held ekki. Ef við hugsum
okkur svolitið um, hver fyrir
sig, þá sjáum við vel, að við
höfum ekkert siður vit og
skoðanir á málunum en
karlarnir. Það er sagt að okkar
sé smáeiningin, heimilið, þeirra
stóreiningin, þjóðfélagið. En
hvernig á aðreka litlu eininguna
eins og við viljum, ef stóra
einingin hindrar það? Eða
öfugt?
Það er ekki hægt að slita einn
þátt þjóðfélagsins úr tengslum
við annan né r'eka þjóðarbúið á
þann hátt að allir fái notið sin
sem best, nema hver einstakur,
kona og karl láti málefnin til sin
taka.
Við konur fáum aldrei neinu
áorkað i uppeldis-, barna-
heimila-, skóla- eða launajafn-
réttismálum, ef við vinnum ekki
að þvi sjálfar. Þess vegna er
þátttaka i stjórnmálum okkar
mikilvægasta verksvið.
Lilja ólafsdóttir
K os ningaskrifs tofur
F-LISTANS
í Reykjavik
Kosningarskrifstofa F-listans i Reykjavik er að
Skólavörðustig 45. Siminn er 27894, 27895, 27896.
Skrifstofa málgangs F-listans er að Ingólfsstræti
18, simi 19920.
Á Akureyri
Kosningaskrifstofa F-listans á Akureyri er að
Brekkugötu 5. Sími er 11516. Skrifstofan er opin
daglega frá 9-12 og 13-19.
í Kópavogi
Kosningaskrifstofa F-listans i Kópavogi er að
Hjallabrekku 15. Simi er 43160. Skrifstofan verður
fyrst um sinn opin öll kvöld kl. 20.30-22.30, og um
helgar frá kl. 2-6.
í Hafnarfirði
Kosningaskrifstofa F-Iistans i Hafnarfirði er að
Austurgötu 8. Siminn er 53777.
í Keflavík
Kosningaskrifstofa F-Iistans i Keflavik er að
Hringbraut 71, niðri. Siminn er 3290-_
Hafið samband við skrifstofurrtar!