Ný þjóðmál - 28.06.1974, Blaðsíða 11
NÝ ÞJÓÐMÁL
11
Rætt við launþega um kosningarnar og F-listann
Fulltrúar láglauna-
fólks er í meirihluta
á F-listanum
— segir Guðjón Sveinsson,
verslunarmaður
Nýlega kom blaðið að
máli við Guðjón
Sveinsson, verslunar-
mann, Reykjavik,
Hann tók að sér að
svara nokkrum spurn-
ingum.
— Hverjum augum lítur þú á
F-listann, Guðjón?
— Greinilegt er, að F-listinn
er listi launamanna. Á F-
listanum eru fulltrúar láglauna-
fólks i meirihluta, og það á ekki
við um neinn af listum annarra
flokka.
— Og þú hefur þá í hyggju að
kjósa listann?
— Já, mér virðist greinilegt,
að þau atkvæði, sem Samtökin
nú fá, muni ráða úrslitum um
það, hvort hér verði áfram
vinstri stjórn eða ekki. F-listinn
hefur einmitt á stefnuskrá sinni
að draga úr þvi hróplega ósam-
ræmi, sem rlkir varðandi
skattaálögur hér I landi, en
segja má, að láglaunafólk og
fólk með miðlungstekjur beri
mestar skattabyrðar. Þá hafa
Samtökin gert kröfu um endur-
skoðun á rekstri rikisfyrirtækja,
þannig aö komið verði á betri og
ódýrari rekstri, til hagsbóta
fyrir alþýöuna.
Framsókn ekki
heil í hermálinu
Guðjón Sveinsson
segir Arni Jónsson,
varaformaður INSI
Nýlega hittu Ný þjóð-
mái á förnum vegi
Árna Jónsson, vara-
formann Iðnnemasam-
bands íslands. Hann
tók þvi vel að svara
fáeinum spurningum.
— Hvað viltu segja um gildi
þess fyrir verkalýðs-
hreyfinguna að við völd i
landinu sé vinstri stjórn, eins og
nú hefur verið?
— Vinstri stjórnin hefur
vissulega sýnt það I ýmsum
verkum sinum, að hún er stjórn
launþeganna, ef svo mætti að
orði kveða, enda má nefna sem
dæmi að hún lét lögfesta 40
stunda vinnuviku.
Efling F-lis ta rts er for-
senda vinstristjórnar
rætt við Pétur Ingimundarson, húsgagnasmið
Pétur Ingimundarson
Við náðum tali af Pétri
Ingimundarsyni, húsgagnasmið
I Reykjavik, og spurðum hann
fyrst að þvi, hvers vegna hann
ætlaði að styðja F-listann.
— Eini möguleikinn til þess
aö fá vinstri stjórn, helst sterka
vinstri stjórn, er að efla F-
listann sem mest.
— Nú ert þú launþegi og hefur
nýlega staðið að gerð kjara-
samninga. Hvernig heidurðu að
ihaldið myndi leysa efnahags-
vandann, sem nú er fram
undan, ef það næði völdum?
— A viðreisnarárunum tólf
sást, hvernig ihaldið fer að þvi
aö leysa sinn efnahagsvanda, og
ég vona, að við fáum ekki annað
eins yfir okkur aftur. Ihaldið
hefur i reynd beinllnis á stefnu-
skrá sinni að rýra kaup
launþega stórlega, enda er
Sjálfstæðisflokkurinn flokkur
atvinnurekenda. Þessir
atvinnurekendur vilja efla sina
atvinnugrein með þvi að draga
úr kaupi launþeganna.
— Hvernig telur þú að leysa
eigi hermálið?
— Við þvi állt ég að einungis
sé til eitt svar, það eigi að visa
hernum skilyrðislaust úr landi.
Tillögur þær, sem rikisstjórnin
hefur lagt fram i málinu ganga
Arni Jónsson
skemmmra en ég tel heppilegt,
þvi að af þeim er fullmikill fata-
skiptakeimur.
— Hvaða ályktanir telurðu að
megi draga af undirskrifta-
söfnun varins lands?
— Það er erfitt um það að
dæma, en I þvi sambandi kom
óneitanlega I ljós, eins og menn
hafi reyndar grunað, að
Framsóknarflokkurinn var
ekki heill i málinu, þvi fór sem
fór.
Ræða Baldurs
Framhald af bls. 2
öllum, án okkar nýtt timaskeið
atvinnuleysis og landflótta.
Með þvi að kjósa F-listann
velur þú áframhaldandi upp-
byggingu islenskra atvinnuvega
um land allt, án okkar verður
lögð megin áhersla á innflutning
erlends fjármagns og stóriðju
útlendra auðhringa,
Með þvi að kjósa F-listann
velur þú áframhaldandisókn i
landhelgismálinu, sem tryggir
okkur 200 milna efnahagslög-
sögu, án okkar kemur undan-
haldsstefna viðreisnarflokk-
anna, sem kom m.a. fram I
smánarsamningnum við Breta
frá 1961.
Með þvi að kjósa F-listann
velur þú náið samstarf rlkis-
valdsins við verkalýðssamtök-
in, án okkar verður nýtt
styrjaldarástand á vinnumark-
aðinum eins og á tima viðreisn-
ar, þegar Islendingar áttu
Evrópumet I verkföllum.
Viljir þú herinn burt, kýstu F-
listann, en án okkar er stórkost-
leg hætta á varanlegri hersetu á
íslandi.
Viljir þú að Island skipi sér i
sveit með hinum fjölmörgu
smáu og nýfrjálsu rikjum, og að
rödd landsins heyrist á alþjóða-
vettvangi, velur þú F-listann, en
án okkar verða íslendingar
vandlega bundnir á fjórbásinn
hjá Bandarikjamönnum og
Efnahagsbandalagsrik junum,
sem lita á smáþjóðir heims sem
peð i valdatafli sinu, reiðubúin
að fórna þeim fyrir betri stöðu.
Já, val okkar vinstri manna i
þessum kosningum er auðvelt.
Og sem betur fer fáum við nú á
hverri klukkustund góðar fréttir
af baráttufélögum okkar um
landið allt. Við erum vissir um
kjördæmakosinn mann á Vest-
fjörðum, sterkar likur eru á
kjördæmakosnum manni á
Norðurlandi eystra, og á
Austurlandi og Norðurlandi
vestra og viðar bera frambjóð-
endur F-listans af á framboðs-
fundum, og fá ótrúlega góðar
undirtektir.
Og nú skulum við kjósendur i
Reykjavik heldur ekki láta okk-
ar hlut eftir liggja. Hér stendur
baráttan milli F-listans og
Ihaldsins. Hér stendur baráttan
um það, hvort við viljum heldur
senda á þing Magnús Torfa
Ólafsson, forystumann okkar
nýju fylkingar, eða fulltrúa
afturhalds og gróðaaflanna,
Albert Guðmundsson, heildsala,
af ihaldslistanum. Um þetta er
barist, félagar góðir.
Við getum verið stolt af þvi að
styðja Magnús Torfa ólafsson.
Við munum berjast af öllu afli
til siðustu stundar til að tryggja
kosningu hans. Sigur hans mun
um leið tryggja nýja vinstri-
stjórn. Sigur F-listans á sunnu-
daginn kemur verður lika sigur
fólksins yfir fjármálavaldinu.
Kennarar
í raungreinum
Nokkrar kennarastööur eru lausar við
Flensborgarskólann i Hafnarfiröi.
Aðalkennslugreinar: Liffræði, efnafræði,
stærðfræði. Skólinn nær yfir bæði gagn-
fræða- og menntaskólastig og mun i haust
starfa i nýju húsnæði með góðum sér-
kennslustofum.
Allar nánari upplýsingar veita skólastjór-
inn, i sima 50560 og undirritaður i 53444.
Fræðslustjórinn i Hafnarfirði.
f rás tímans hefur þessi gamli málsháttur öðlazt nýja
og víðtækari merkingu. öllum ætti aS vera Ijóst,
aS reykjarsvæla af tóbaki veldur alvarlegri
mengun en annar reykur. SannaS hefur veriS,
aS tóbaksreykingar geta valdiS banvænum
sjúkdómum svo sem lungnakrabbameini og
hjartasjúkdómum. Bezta ráSiS til þess
að komast hjá þessari hættu er aS
byrja aldrei að reykja, en ef þú
reykir, ættirðu aS hætta því
feigðarflani sem fyrst.
Rannsóknir sýna, að hjá fólki,
sem hættir aS reykja, minnka
jafnt og þétt líkurnar á því,
að þaS verSi hjarta- og
lungnasjúkdómum aS bráS.