Ný þjóðmál - 28.06.1974, Side 12
VIÐTAKANDI:
Rætt við launþega um kosningarnar og F-listann
Feigðarspárnar um
F-listann rætast ekki
IXi
Nú nýlega hitti blaðið
að máli Svein Gama-
lielsson, verkamann,
formann Framsóknar-
félags Kópavogs. Hann
tók að sér að svara fá-
einum spurningum.
— Hvernig lizt þér Sveinn á
hinn nýja bæjarstjórnarmeiri-
hluta Ihalds og Framsóknar i
Kópavogi?
— Eins og ég hef þegar látið i
ljósi á fulltruarráðsfundi i félagi
minu, var ég mjög andvigur
myndun þessa meirihluta, og ég
vil ekki fara dult með það. Að
minum dómi voru einkum tvær
Helgi Brynjólfsson
F-listinn
er listi
launa-
fólks í
landinu
— segir Helgi
Brynjólfsson
Helgi Brynjólfsson
starfsmaður Áburðarverk-
smiðju Rikisins:
Sp.: Hvað vilt þú segja um þaö
samstarf, sem tekist hefur um F
listann?
Sv.: Að minum dómi er þarna
um visir að stórum jafnaðar-
og samvinnuflokk, og við þær
kosningar sem framundan eru,
I mun ráða úrslitum hvort F-
listinn fær minnst 5 menn
kjörna, hvort hér verður vinstri
stjórn eöa ekki. Ég kýs F-
listann vegna þess að hann er
listi launafólks.
segir Sveinn Gamalíelsson, verkamaður,
formaður Framsóknarfélags Kópavogs
mikilvægar ástæður fyrir þvi,
að svona átti ekki að fara að. í
fyrsta lagi er á það að lita, að
Alþýöubandalagið vann i bæjar-
stjórnarkosningunum á
dögunum einn nýjan bæjar-
fulltrúa og átti af þeim sökum
nokkurn siðferðilegan rétt á að
fá aðild að meirihluta. 1 öðru
lagi hefði átt að taka tillit til
þess, aö Framsóknarmenn
höfðu við kosningarnar sam-
starf við Samtökin um framboð.
Samtökin eru mótfallin sam-
vinnu við ihaldið. Með Ihalds-
samvinnunni hafa bæjar-
fulltrúar Framsóknarflokksins
nú orðið til þess að rjúfa
samstarfið við Samtökin. Af
þeim sökum hljóta nú fjöl-
margir að hætta að treysta á
orðheldni þessara Framsóknar-
fulltrúa eftirleiðis.
— Nú er það svo, að Hannibal
Valdimarsson er ekki lengur i
framboði fyrir Samtökin.
Heldurðu að það geti verið satt,
sem andstæðingarnir segja, að
þess vegna séu Samtökin
dauðadæmd?
— Nei, siður en svo. Hannibal
hefuf ekki sagt sig úr
Samtökunum, og allir helstu
fylgismenn hEips eru enn I kjöri
fyrir þau. Ég vil ekki gera litið
úr Hannibal og starfi hans fyrr
og siðar, en samt er það nú svo,
að maöur kemur I manns stað.
— Hvernig lizt þér svo á
kosningahorfurnar?
— Samtökin eru löngu búin að
sanna tilverurétt sinn, það
gerðu þau eftirminnilega i
slðustu alþingiskosningum,
þrátt fyrir feigðarspár þá. Enn
heyrast feigðarspár, en þær
Sveinn Gamalielsson
munu ekki rætast. Ef Samtökin
vinna ekki drjúgan sigur nú,
verður ekki unnt að mynda nýja
vinstri stjórn eftir kosningar,
eins og Alþýðuflokkurinn er nú á
sig kominn. Með F-listanum er
kominn til sögunnar endur-
nýjaöur jafnaðarmannaflokkur
og þvi stendur næst raunveru-
legum jafnaðarmönnum og
auðvitaö fjöldamörgum ungum
kjósendum að greiða þessum
lista atkvæði sitt.
Framsóknarforystan hefur
brugðist framsóknarstefnunni
— segir Björn Einarsson, húsasmiður
A dögunum hittum við að máli
Björn Einarsson, húsasmið, og
lögöum fyrir hann örfáar
spurningar.
— Þú hefur um skeið starfað i
Framsóknarflokknum, Björn.
Hvers vegna hyggst þú nú
styðja F-listann?
— Mér finnst að forysta
Framsóknarflokksins haii
gjörsamlega yfirgefið hina
raunverulegu framsóknar-
stefnu, eins og hún var og á að
vera. Þar er um að ræða stefnu,
sem er grundvölluð á samvinnu
og jöfnuði. F-listinn hefur hins -
vegar tekið þessa stefnu upp.
— Hver telur þú að sé
forsenda nýrrar vinstri
stjórnar?
— Framsókn getur ekki bætt
við sig mönnum i þessum
kosningum, það er alveg öruggt.
Alþýðubandalagið hefur að visu
allsterka stöðu I Reykjavik, en
bætir þó ekki við sig mönnum.
Eini möguleikinn til þess að
unnt verði að mynda nýja og
betri vinstri stjórn nú að
loknum kosningum er, að F-
listinn fái mjög verulegt fylgi. í
raun og veru er helst hægt að
búast við þvi að fylgisaukning
til vinstri komi á F-listann.
— Litur þú á F-Iistann sem
lista launþega?
— Ef til vill hefði verið æski-
legt, að fleiri forystumenn
launþega hefðu verið mjög
ofarlega á listanum, en samt
sem áður er greinilegri laun-
þegasvipur á þessum lista en
öðrum framboðslistum I
Reykjavik nú.
— Hvernig hefur þér likað við
vinstri stjórnina?
— Mér hefur fallið vel við
hana, en þó hefur mér ekki
fundist henni ganga nægilega
vel I glimunni viö efnahags-
vandann, þar hefur vantað
ákveðnari stefnu. Akvarðanir i
þessum málum hafa yfirleitt
verið teknar á siðustu stundu,
og festu hefur skort. Liklega
hefur stjórnin verið helzt til háð
atvinnurekendavaldinu, þrátt
fyrir allt, og þar hafa áhrif
atvinnurekenda I Framsóknar-
flokknum komið við sögu.
»
r -■;
Björn Einarsson
STÉTTVÍSIR LA UNÞEGAR
MUNU KJÓSA F-LISTANN
— segir Steinþór Jóhannsson, nemi í húsgagnaiðn
Steinþór Jóhannsson
Viö hittum að máli Steinþór
Jóhannsson, nema i
húsgagnaiðn og formann félags
nema i þeirri iðngrein.
— Nú er ekki langt siðan
gerðir voru nýir kjara-
samningar, þar sem þið fenguð
allverulegar kjarabætur.
Hvernig heidurðu að þeim
kjarabótum reiði af, ef Ihaldið
næði nú völdum?
— Við næstsiðustu kjar-
samningá, þ.e. á valdatim-
um viðreisnarstjórnarinnar,
neituöu húsgagnasmiða-
meistarar I Reykjavik aö semja
um kjör nema. Astæðan til þess
var aö visu kannski ekki fyrst og
fremst sú að hægri stjórn var
við völd, en samt verður að telja
vfst, að mun erfiðara verði að
ná fram kjarabótum næst, ef ný
viðreisn verður þá tekin við.
— Hvernig finnst þér horfa
um iðnfræðsluna?
— A valdatimum vinstri
stjórnarinnar hefur verið unnið
að endurbótum á iðnfræðslunni.
Nú starfar nefnd að endur-
skoðun i ðnfræðs 1 u 1 ög-
gjafarinnar. Stórstigar fram-
farir hafa enn ekki orðið á þessu
sviði, en Iðnnemasambandið er
búið að móta drög að tillögum
um breytingu á iðnfræðslunni,
frá meistarakerfi yfir I verk-
námsskóla. Þesar fyrirhuguðu
breytingar eiga tvimælalaust að
fagna meiri skilningi hjá
núverandi stjórnvöldum heldur
en um var að ræða undir
viöreisn.
— Hvað finnst þér skynsam-
legast af launþegum að gera nú
i kosningunum?
— Stettvisir launþegar hljóta
tvimælalaust að sjá sér mikinn
hag i þvi að kjósa F-listann við
þessar kosningar, — ef þeir eru
vinstri sinnaðir. eins nu vera
ætti. A F-listanum eru einmitt
ýmsir fulltrúar launþega,
menn, sem hafa m.a. starfað
innan verkalýðshreyfingar-
innar og hafa drjúga reynslu af
gerö kjarasamninga og verka-
lýösbaráttu yfirleitt. Ekki
virðast nú likur á að Alþýðu-
bandalagið eða Framsókn bæti
neitt viö i kosningunum, og þvi
er það forsenda nýrrar vinstri
stjórnar, að F-listinn fái ekki
færri þingmenn en siðast.