Ný þjóðmál - 09.08.1974, Blaðsíða 1

Ný þjóðmál - 09.08.1974, Blaðsíða 1
NÝ ÞJÓÐMÁL Blaðið kemur út vikulega. tJtgáfu- dagur er föstudagur. Ritstjórn og af- greiðsla er að Ing- ólfsstræti 18, simi 19920. Málgagn Jafnaðar- og samvinnumanna Lesið Ný þjóðmál Fæst á blaðsölu- stöðum og að Ingólfsstræti 18 Möguleikar á hitaveitu - SjA OPNU Samþykkt ASI um efnahags- aðgerðir - SJÁ BLS. 3 Fiskirœkt i heiminum tífaldast til aldamóta - SJA OPNU Kýpur og helgreipar vináttunnar - SJÁ BAKSlÐU í blaðinu tJr ýmsum áttum bls 2 Ha, ha! bls 2 Á dagskrá bls 3 Vikan sem leið bls 4 Skák bls 5 Blaðahornið bls 7 Hreint út sagt bls 7. Stjórndrmyndnnartilrdiinirnar: Niðurstaða um helgina? STEFNT ER AÐ ÞVI, að nú um helgina liggi fyrir, hvort vænta sé já- kvæðrar niðurstöðu í þeim viðræðum fjögurra flokka um myndun nýrr- ar meirihlutasjórnar, sem fram hefur farið að undanförnu. Fyrsti við- ræðufundurinn í þessari viku var haldinn á mið- vikudaginn, og þar skýrðu aðilar nokkuð ítarlega frá meginhug- myndun sínum um stef nugrundvöll, ekki hvað síst í herstöðvamál- inu og efnahagsmálun- um. Annar fundur átti að vera í gær, fimmtudag, um það leyti sem Ný Þjóðmál fóru í prentun. Það var sem kunnugt er mið- vikudaginn 24. júli, sem forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, fól Ólafi Jóhannessyni, forsætis- ráðherra, að reyna stjórnar- myndun, og fyrir nákvæmlega hálfum mánuði — föstudaginn 26. júli — var fyrsti sameigin- legi viðræðufundur fulltrúa Framsóknarflokksins, Alþýðu- bandalagsins, Samtaka frjáls- lyndra og vinstrimanna og Al- þýðuflokksins haldinn. Sér- stakar undirnefndir voru skipaðar til að ræða annars veg- ar efnahagsmálin og hins vegar varnarmálin, og hafa þær haldið nokkra fundi. A fimmtudag i siðustu viku var haldinn sameiginlegur fundur allra viðræðunefndanna, og þar var ákveðið að á fundin- um s.l. miðvikudag skyldú lögð fram meginhugmyndir flokk- anna um stefnugrundvöll, fyrst og fremst i efnahagsmálum og varnarmálum, en einnig i öör- um málum eftir atvikum. Munu ýmsar slikar tillögur hafa verið lagðar fram, og er stefnt að þvi að umræður um þær fram að og yfir helgina leiði I ljós, hvort já- kvæðs árangurs sé að vænta af málefnaumræðunum. Talið er, að stefnan i varnar- málunum valdi meiri erfiðleik- um i viðræðunum en aðgerðir i efnahagsmálum. Svo sem kunnugt er sendu stuðnings- flokkar fráfarandi rikisstjórnar Bandarikjamönnum ákveðnar tillögur um framtiðarskipan varnarmálanna, en Alþýðu- flokkurinn hefur haft nokkuð aðra afstöðu i þeim málum heldur en fram kom i tillögum rikisstjórnarinnar. Er óséð þeg- ar þetta er skrifað, hvort hægt veröur að brúa það bil, og jafn- framt ná samkomulagi um nauðsynlegar efnahagsráöstaf- anir. Smásölukanpmrnn Irggjast á málningarrrrksmiðjnrnar: REYNA AÐ SKERÐA RÉTT NEYTANDANS Á SAMA TÍMA og hægriblöðin Ibirtu lofgreinar um nauðsyn verslunarmilliliðanna fyrir þjóðfélagið nú um mánaða- mótin, birtist almenningi mjög gott dæmi um, hvað slikir milliliðir geta kostað hinn almenna neyt- anda. Þetta kom mjög skýrt fram i yfirstandandi bar- áttu kaupmanna gegn sölu á málningu til neytenda á verk- smiðjuverði, en ef kaup- mennirnir fengu sitt fram, þá Iþyrftu neytendur að kaupa málninguna á 25-30% hærra verði en þeir geta nú sem stendur. Vonir standa hins vegar til, að verðlagsyfirvöld komi i veg fyrir þessa skerðingu á rétti neytenda. Það gefur sérstakt tilefni til að fjalla um hlut milliliöanna i þjóðfélaginu, að þetta málningasölustríð komst I hámæli einmitt um það leyti sem hægriblöðin skrifuðu lof- pistla um gildi kaupmannastéttarinnar. „Milliliðurinn er mikilvægur” ! Gott dæmi um þess háttar skrif eru eftir- farandi kaflar úr forystugrein Visis: ..Milliliðurinn er mikilvægur, hvort sem hann er I verslun eða öðrum samgöngum. Það er ekkert óþarft við milliliöi, þótt þeir framleiöi ekki vörur. Það er hreinn barna- skapur, að skipta atvinnuvegum I undir- stöðuatvinnuvegi, sem framleiði vörur og séu nytsamlegir, og aðra atvinnuvegi, sem ekki framleiði neitt og séu þess vegna að meira eða minna leyti óþarfir. En barna- skapur af þessu tagi er furðu útbreiddur hér á landi. Menn ættu að hætta að tala um milliliða- gróða eins og illa gengið fé. Menn ættu að hætta að nota kennslubækur i reikningi, þar sem verslun er talin óþörf iðja. Reiknings- dæmið um kaupmanninn, sem kaupir vöru á tiu krónur, selur hana aftur á ellefu krónur og er talinn græða eina krónu, er dæmi um frumstæðan hugsunarhátt f garð verslunar. En þetta er börnunum kennt enn þann dag I dag.” 25-30% ódýrara frá verksmiðjunum Um sama leyti og þetta geröist bar áköf barátta smásölukaupmanna fyrir þvi, að verksmiðjurnar hættu að selja neytendum málningu beint á verksmiðjuverði þann árangur, að forystumenn málningaverk- smiöjanna komu saman og ákváðu að leita eftir heimild til þess að hætta slikri sölu til almennra neytenda. Fyrirkomulag það, sem nú gildir, er f sem stystu máli þannig, að neytendur geta komiö á afgreiðslur málningaverksmiðj- anna og keypt þar málningu á heildsölu- verði að álögðum söluskatti. Ef neytendur kaupa þessa málningu hins vegar hjá milli- liönum, smásöluversluninni, þá hefur bæst við það verö, sem þeir greiða, álagning, sem nemur 24,5%, og svo auðvitað nokkru meiri söluskattur en ella, þvf sölu- skatturinn leggst á álagninguna lika. Láta undan kaupmönnum Eftir þrýsting frá kaupmönnunum hafa verksmiðjurnar nú ákveðiö, aö breyta þessu, ef samþykki verðlagsyfirvalda fæst. Breytingin yröi þá fólgin í þvf, að verk- smiöjurnar hættu aö selja almennum neytendum málningu á heildsöluverði, en seldu einungis þeim, sem hafa söluskatts- númer, á þvl veröi. Bréf frá verksmiðjunum þessa efnis liggur nú fyrir hjá verðlagsstjóra, en hefur ekki hlotið afgreiðslu þar. Hins vegar liggur fyrir, að verksmiðjurnar geta ekki breytt núverandi fyrirkomulagi á þann hátt, sem að er stefnt, nema til komi sam- þykki verðlagsyfirvalda. Strandar á verðlagsyfirvöldum ? Ný Þjóðmál hafa nokkuð kannað það, hver sé llklegust afstaða verðlagsyfirvalda til þessarar umsóknar, og bendir ýmislegt til þess, að þau muni telja það mikla skerðingu á réttindum neytenda felast I þessari breytingu, að hún muni ekki veröa samþykkt. Þannig bendir ýmislegt til þess, að atlaga smásölukaupmanna muni mistakast. Hins vegar ætti þetta dæmi aö vera landsmönnum til umhugsunar um þaö, hvernig milliliðirnir geta kostað neytendur verulegar fjárhæðir. 1 þessu tilviki er vissulega ekki hægt að taka undir með Vísi, að „menn ættu að hætta að tala um milli- liöagróöa eins og illa fengið fé”. Þvert á móti. ■nm

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.