Ný þjóðmál - 04.03.1975, Qupperneq 1
DEILURNAR UM LAUN ALÞJNGISMANNA — BAKSlÐA
NÝ
ÞJÓÐMÁL
Afgreiðsla Nýrra
þjóðmála er að Ingólfs-
stræti 18, Reykjavik,
simi 19920.
Ritstjóri blaðsins
hefur aðsetur að
Vonarstræti 8, sími
12002.
Rætt við
Steinunni
i opnu blaðsins i
dag er viðtal við
Steinunni Finnboga-
dóttur, varaborgar-
fulltrúa, um borgar-
málin og starfsað-
stöðu hennar á þeim
vettvangi.
Lóðaleiga
í Gjábakka
smávægileg
Svo sem kunnugt er
hafa nokkrir aðilar
lóðir á leigu i Gjá-
bakkalandi á Þing-
völlum, og hafa þar
sumarbústaði.
I sambandi viö rikis-
reikninginn 1972, sem nýlega
hefur verið lagður fram með
athugasemdum yfirskoðunar-
manna, kemur fram, að yfir-
skoðunarmenn óskuðu m.a.
svara við eftirfarandi
spurningu: Hverjar eru leigu-
tekjur af sumarhúsalóðum i
Gjábakkalandi?
í svarinu kemur fram, að
eftirfarandi aðilar greiða eftir-
farandi lóðaleigu:
Bárður Danielsson, verkfræð-
ingur, 2000 krónur.
Gunnar J. Möller, hrl., 2000
krónur.
Kanney eétursdótlir og systur,
2000 krónur.
Óli Barðdal, sjómaður, 2000
krónur.
Ingvar N. Pálsson, fram-
kvæmdastjóri, 2000 krónur.
Sigriður Einarsdóttir, skv.
gömlum samningi, 150 krónur.
Samtals voru þvi leigugjöld
vegna lóða i Gjábakkalandi á
árinu 1972 12.150 krónur.
Það virðist þvi ekki dýrt
landið á „helgasta stað”
þjóðarinnar.
2. árg. —Þriðjudagur 4. mars — 9. tbl.
NÝ
ÞJÓÐMÁL
Ný þjóðmál koma út
vikulega.
Útgáfudagur blaðs-
ins er þriðjudagur.
Ný þjóðmál fást á
blaðsölustöðum, og i
afgreiðslunni að
Ingólfsstræti 18.
NIÐ URSTAÐA KJA RARÁÐSTEFNU 4.S.Í. :
Verkalfðsfélögin afli sér
strax verkfallsheimildar
A Kjararáðstefnu verkalýðsfélaga innan AI-
þýðusambands islands, sem haldin var i gær, var
skorað á öll verkalýðsfélögin að afla sér nú þegar
heimildar til verkfallsboðunar, og vera reiðubúin
að beita þeirri heimild innan skamms ef atvinnu-
rekendur og rikisstjórnin sjá ekki að sér i efna-
liags- og kjaramálunum. Er þvi lýst yfir i á-
lyktun, sem ráðstefnan samþykkti í gærkvöldi, að
nú væri langlundargeð verkalýðshreyfingarinnar
þrotiö.'
Ráðstefna þessi var haldin til
þess að ákveöa næstu skref
verkalýðsfélaganna innan Al-
þýðusambandsins i samninga-
málunum, en hingað til heíur
ekkert miðað i samkomulags-
átt. Rikisstjórnin hefur neitað
að semja um skattalækkanir,
sem verkalýðshreyfingin gæti
metið til jafns við kauphækkun,
og vinnuveitendur hafa ekki
iagt fram neitt raunhæft tilboð
um kjarabætur.
Niðurstaða kjararáðstefnunn-
ar, sem lauk i nótt, var i megin-
atriðum sú, að nú þyrfti verka-
iýðshreyfingin að sameinast til
allsiierjarátaks i þvi skyni að
knýja fram kjarabætur og ná
sem fyrst þeim kaupmætti sem
um var samið i siðustu kjara-
samningum. Þess vegna voru
aðildarfélög Alþýðusambands-{
ins hvött til að afla sér nú þegar |
heimildar til að boða til verk-[
falls.
1 framhaidi af þessari sam-l
þykkt má búast við, að haldnirj
verði fundir i hinúm ýmsu
verkalýðsfélögum á næstu dög-
um, þar sem samningamálin [
verða rædd og stjórnum félag-
anna veitt umboð til verkfalls-
boðunar.
Það mun svo ráðast af afstöðu !
atvinnurekenda og rikisstjórnar i
hvort, og hvenær, verkalýðsfé-1
lögin neyðast til að beita þeirri
heimild.
Upphitun méðalhúss með otíu kostar 15-20 þúsund á mánuði:
Helmingur dagvinnulauna
verkamanns í olíuhitun!
Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi felldi allar til-
lögur stjórnarandstöðunnar um hækkun á þeim
styrk, sem veittur er til að jafna hitunarkostnað
meðal landsmanna. Þar á meðal var felld tillaga
frá Karvel Pálmasyni um að elli- og örorkulif-
eyrisþegar hlytu tvöfaldan styrk.
Rikisstjórnin gerði uppftaf-
lega ráð fyrir, að oliustyrkurinn
yrði áfram óbreyttur i krónutölu
—- þ.e. 7.200.00 krónur. 1 meðför-
um þingsins var þetta þó hækk-
að i 8.200.00 krónur, en allar til-
lögur um frekari hækkun felld-
ar.
Stjórnarfrumvarpið gerði ráð
fyrir, að áfram myndi eitt sölu-
skattsstig renna til þessa verk-
efnis. En jafnframt var gert ráð
fyrir, að hluti af þessum tekjum
skyldu fara til að styrkja raf-
veitur ,,að þvi marki, sem þær
nota oliu sem orkugjafa til
framleiðslu rafmagns til hitun-
ar ibúða á sölusvæði sinu” og
einnig „til orkusjóðs til jarð-
hitarannsókna og hitaveitu-
framkvæmda”.
Tillögur Karvels
1 umræðunum um frum-
varpið, sem var afgreitt sem lög
frá Alþingi fyrir helgina, lagði
Karvel Pálmason fram
breytingartillögur. Þar var
annars vegar gert ráð fyrir að
allt það fé, sem kæmi inn með
álagningu eins söluskattsstigs,
og tekjur vegna 20% sérstaks
gjalds á heitt vatn frá hitaveit-
um, yrði notað til að jafna
hitunarkostnaðinn, en engu af
þessu fjármagni yrði veitt til
hitaveituframkvæmda eða ann-
arra slikra verkefna. Jafnframt
lagði hann til að styrkur til elli-
og örorkulifeyrisþega yrði tvö-
faldur sá styrkur, sem aðrir
fengju.
Þessar tillögur voru allar
felldar.
SVIikil hækkun olíu.
I ræðu Karvels Pálmasonar i
neðri deild s.l. fimmtudag kom
fram, að frá þvi lögin um ráð-
stafanir til að draga úr áhrifum
oliuverðhækkana á hitunar-
kostnað ibúða voru samþykkt i
april i fyrra, þá hafi oliuverðið
hækkað um 8.50 krónur á hvern
einasta litra af oliu. Þess vegna
væri furðulegt að rikisstjórnin
hygðist ekki hækka verulega
þann styrk, sem greiddur yrði
til þeirra sem verða að hita upp
hús sin að öllu leyti með oliu.
Það kostaði i dag 15-20 þúsund
krónur á mánuði fyrir ibúðar-
eiganda venjulegs ibúðarhús-
næðis að hita upp hús sitt. Það
væri um helmingur af mánaðar-
kaupi verkamanns miðað við
dagvinnutima.
Vildi vt'ila
120D-1 100 milljólltt'
Til samanburðar benti hann j
á, að jafnvel þótt gjaldskrá hita- [
veitunnar i Reykjavik yrði [
hækkuð um 30% frá þvi, sem
hún þá var, þá yrði hitunar- j
kostnaðurinn i Reykjavik samt j
sem áður aðeins um þriðjungur
þess, sem er á þeim svæðum,
þar sem hita þarf upp með oliu.j
Hann taldi þvi, að mun meira
þyrfti að gera til að jafna hit-
unarkostnað en rikisstjórnin
stefndi að. Flytti hann þvi til-
lögu um, að 20% gjald yrði lagt
á gjaldskrár hitaveitna, en það
myndi gefa 220-230 milljónir
króna i tekjur. Andvirði eins
söluskattsstigs væri 1000-1100
milljónir króna, þannig að sam-
an gerði þetta 12-13 hundruð
milliónir.
Miðað við reynslu siðasta árs
virðist rikisstjórnin nú aðeins
stefna að þvi að greiða 700-800
milljónir króna i oliustyrk á
Framhald á 7. siðu.
— Stjórnarmeirihlutinn felldi tillögu um aukinn jöfnuð í
húsahitunarmálum, og bættan hlut elli- og örorkulífeyrisþega
VÉSTEINN ÓLASON SKRIFAR UM Z-MALID — SJÁ OPNU