Ný þjóðmál - 04.03.1975, Side 4
4
NÝ ÞJÓÐMÁL
S/Z heitir ritgerð eftir þekkt-
an franskan fræðimann og fjall-
ar hann þar um andstæðu sem
birtist i Islensku menningarlifi
um þessar mundir þótt með
nokkuð öðrum hætti sé en suður
þar. Hundrað manns hefur
bundist samtökum um að verja
z-una eða öllu heldur endurreisa
hana og menntamálaráðherra
er lagstur undir feld til að ihuga
hvernig við skuli bregðast.
Segja má að timinn til að leggja
fram þetta ávarp hundraðshöfð-
ingjanna sé hyggilega valinn
eftir að umhverfisvandamal
rikisútvarpsins hafa verið far-.
sællega ieyst.
Reyndar er það svo, eins og
menntamálaráðherra hefur
sjálfur vakið athygli á, að hér er
ekki aðeins um zað ræða heldur
ýmsar fleiri breytingar á þeirri
stafsetningu sem kennd hefur
verið I skólum siðustu áratugi.
Hugsanlegt er þvi að mennta-
málaráðherra taki þann kost að
fella Ur gildi einhverjar af
breytingum fyrirrennara sins
en ekki allar.
Mér virðist að aðrar breyting-
ar en þær að fella niður z skipti
afarlitlu máli en mikið af gagn-
rýninni á breytingarnar beinist
einmitt gegn þeim. Þeir virðast
t.d. hafa talsvert til sfns máls
sem halda þvi fram að reglur
um stóran staf og litinn séu litt
eða ekki auðveldari i meðförum
eftir breytinguna. t vissum til-
fellum hefur verið gefið val-
frelsi, mun það aðallega varða
eitt orð eða tvö, svo og i/y þar
sem fræðilegar forsendur fyrir
greinarmun eru hæpnar. Það
má vel vera rétt aö þetta val-
frelsi auðveldi ekki kennslu að
neinu marki og geti valdið
vandræðum við skráningu á
söfnum þótt hitt sé lika skiljan-
legt að kennurum þyki hart að
þurfa að kenna það sem engin
fræðileg rök eru fyrir og jafnvel
að fella nemanda vegna villu i
sliku atriði.
Enn fremur virðist, mér litlu
máli skipta þótt gerðar yrðu
tvær breytingar i átt til fyrra
horfs sem tengjast niðurfellingu
z,þ.e. að láta annað t-ið haldast
i riti þegar tvö hafa fallið niður
á undan s og halda áfram að
skrifa stst i miðmynd sagnar
sem hafa st I stofni, þannig að
skrifa ætti þau hafa kætst og
kysststen ekki þau hafa kæsl og
kysst.
í öllum þessum tilfellum sem
nU hafa verið nefnd má finna
margvisleg rök bæði með og
móti en niðurstaðan skiptir svo
litlu máli að ótækt er að láta
þessar breytingar eyðileggja þá
sem er verulega mikilvæg: af-
nám z.
Ég get ekki betur séð en þær
röksemdir sem færðar eru fram
gegn þvi að fella z-una niður séu
annaðhvort harla léttvægar eða
hrein og bein falsrök.
1) Uppruna og orðsifjasjónar-
mið.Það er vist erfitt að finna
nokkur almenn rök sem segja
að stafsetning okkar skuli
ganga nákvæmlega jafnlangt i
þvi að segja til um uppruna orða
og stafsetningin frá 1929.
Vandalaust er að breyta staf-
setningarreglum þannig að
stafsetningin gefi miklu meiri
vfsbendingar um uppruna, rita
tvenns konar á, tvenns konar ö,
tvenns konar eo.s.frv. En hvert
er þá gildi z til að sýna upp-
runa? Varla skiptir z I ending-
um þar miklu máli. Það þarf
ekki neina z til að mönnum sé
ljóst að eitthvað meira en litið
skylt muni vera með örðmynd-
unum hefur lagað og lagast.
Oftast er sömu sögu að segja um
zi stofni. Það þarf ekki lærðan
málfræðing til að láta sér detta i
hug að betri og bestur muni
vera af sömu rót, eða breti og
breskur. Hafi menn lært um
brottfall tannhljóðs á undan s
(sem er ekkert flóknari regla en
sU sem skýrir samlögun tann-
hljóðs og s) geta þeir séð i hendi
sér að 11 fyrra orðinu muni til-
heyra rótinni. Litum á orðin
sem hundraðshöfðingjar taka
sem dæmi: gæsla, tiska og
verslun.Ósannað mál er að erf-
iöara sé að kenna samband
þeirra þannig ritaðra við gæta,
tið og verð en þótt ritað væri
með z.Þau fáu orð þar sem staf-
setning skiptir einhverju máli
til að sýna uppruna, t.d. verslun
sem gæti einnig verið komið af
vara samkvæmt s-stafsetningu
(og skyldi nU uppruninn vera al-
veg öruggur?) hljóta að vega
afar létt þegar litið er á málið i
heild.
2) Skýrleikasjónarmið er
skylt upprunasjónarmiði en
samt dálltið annars eðlis. Hér er
um það að ræða að orðmyndir
sem hljóma alveg eins I talmáli
eru greindar að með z en falla
saman þegar henni er sleppt. 1
raun og veru gerist hér það
sama I ritmálinu or talmálinu,
að samhengið skýrir merking-
una þannig að lesandi veit óðar
við hvora af tveimur mögu-
legum orðmyndum er átt. Það
er t.d. afskaplega erfitt að
hugsa sér setningu þar sem vafi
getur leikið á hvort átt sé við'
ræstaf rætasteðaaf ræsa.Þetta
samfall mundi þó hverfa ef
horfið yrði að þvi að láta annað t
af tveimur standa þegar brott-
fall verður á undan s (Það væri
vitaskuld ósamkvæmni en
mætti réttlæta með fagurfræði-
legum og tilfinningalegum rök-
um). Tökum annað dæmi sem
meiri vafi gæti verið um, ger-
mynd eða miðmynd af þeysa og
þeytast. Hann hefur þeyst Ut i
bláinn. Hér er vissulega ekki
hægt að sjá innan setningar um
hvora sögnina er að ræða en oft
ast mundi mega sjá I viðara
samhengi hvort liklegt er að
maðurinn hafi farið á einhverj-
um reiðskjóta, og ef svo er
skiptir tvíræðnin liklega litlu
máli. Það er lika litið tjón þótt
menn þurfi stöku sinnum að
hagræða máli sinu til að komast
hjá þess konar tviræðni miðað
við þau málspjöll sem valdið
hefur verið I stafsetningar-
kennslu með annarlegri orð- og
setningaskipan i æfingum til að
leggja þrautir fyrir nemendur.
3) Festusjónarmiöið. Menn
telja stafsetninguna frá 1929
hafa gefistvel. Þess vegna rlði á
að breyta engu I henni. Stafsetn-
ingin hefur þó ekki gefist betur
en svo að skólarnir urðu að gef-
ast upp á að kenna að skrifa z i
bamaskólum og i raun og veru
hefur aðeins litill hluti nemenda
I miöskólum náð tökum á henni.
Það eru þvi varla ýkjur að segja
að naumast hafi meira en
fimmtungur þjóðarinnar tamið
sér að nota z og varla nema
helmingur þess hluta lært regl-
urnar til hlltar. Þetta tel ég þó
skipta minna máli en hitt að sá
miklu hluti þjóðarinnar sem að-
eins hefur lokið skyldunámi i
skóla hefur ekki átt þess neinn
kost að læra hina opinberu staf-
setningu og hefur þetta .atriði
lagst á sveif með öðrum sem
hindra þennan hluta þjóðarinn-
ar að láta til sin taka á opinber-
um vettvangi. Hitt dreg ég ekki i
efa að allir þeir hálærðu stjórar
og forstöðumenn sem skipa
hundraðmannaflokkinn hafi
lært að skrifa z.Mörgum þeirra
ogkannski öllum er áreiðanlega
sU hugsun fjarlæg að þeir séu að
verja menningarleg forréttindi
sin með baráttu gegn afnámi z-
unnar en það er mál sem þeir
ættu að hugleiða betur.
Ég er sammála þvi grund-
vallarsjónarmiði að allmikil
festa eða samhengi i stafsetn-
ingu geti verið mikilvægt atriði
vegna sambands við fortiðina,
vegna kostnaðar við bókagerð
og e.t.v. af fleiri orsökum. En ég
held lika að eina skynsamlega
leiðin til að forðast róttækar
stökkbreytingar á stafsetningu
sé að láta smám saman undan
sanngjörnum óskum um breyt-
ingar á stafsetningunni, og af-
nám z er breyting sem engum
spjöllum veldur hvorki á Utliti
ritmálsins né notagildi þess.
Bindi menn sig við þá hugsjón
eina að breyta aldrei neinu
mun óánægjan safnast fyrir og
endirinn verða stafsetningar-
bylting.
Hundraðshöfðingjar telja að
afnám z valdi glundroða en
sannleikurinn er sá að z-reglan
hefur valdið glundroða alveg frá
1929, ef hægt er að kalla það
glundroða að sumir skrifi z þar
sem aörir skrifa s. (Það er
spaugilegt en i samræmi við eðli
málsins að þau ,,menningar”öfl
sem þurftu 30 ár til að taka upp
stafsetninguna frá 1929 skuli nU
vera meðal hinna áköfustu að
verja hana gegn minnstu breyt-
ingum, og að hin fyrri tregða
þeirra að taka upp þá stafsetn-
ingu skuli nU stundum heyrast
notuð sem röksemd gegn þvi að
breyta henni.) Glundroða i ritun
s/zverður ekki Utrýmt nema á
einn veg, að allir fari að skrifa s,
og þannig hlýtur það að enda, en
hins vegar getur menntamála-
ráðherra nU lengt glundroða-
timabilið um ófyrirsjáanlega
framtið ef hann kýs að endur-
reisa z.
Ég lit svo á að röksemdirnar
gegn þvl að fella z Ur ritmálinu
séu falsrök og verði jafnmikil
falsrök þótt hundrað sinnum
hundrað skrifi undir þau. Óum-
deilanlegt er hins vegar að auð-
veldara verður að kenna staf-
setninguna z-lausa og að timan-
um sem varið hefur verið tii að
kenna þannan óheillastaf má
verja margfalt betur til annars
konar móðurmáiskennslu.
Ég hef heyrt fleiri en einn af
hinum hundrað z-liðum nefna
þaö sem röksemd gegn nokkr-
um breytingum á Islenskri staf-
setningu að hámenningarþjóðir
eins og bretar og frakkar séu
mjög ihaldssamar i stafsetning-
armálum. Hér er verið að bera
saman ósambærilega hluti. í
fyrsta lagi er tunga breta og
frakka greind i mállýskur á allt
annan hátt en islenska en meira
varðar þó liklega hitt að há-
menning þessara þjóða hefur
um aldir verið séreign fá-
mennra forréttindahópa. Staf-
setningu geta þessar þjóðir ekki
breytt að neinu marki af þvi að
hUn brUar hjá þeim margs kon-
ar djUp sem ekki verður komist
yfir annars. Ég imynda mér að
flestir Islendingar séu sammála
um að þessi einkenni á menn-
ingu þjóða þessara séu ekki til
fyrirmyndar. Vera má að
menning okkar sé þó ekki eins
samfelld og við vildum vera láta
á slöasta ári og vafalaust þurf-
um við að vera vel á verði og
vinna gegn menningarlegri
stéttagreiningu jafnframt þvi
sem við leggjum kapp á að
vernda forn verðmæti og gera
þau að lifandi afli inUtiðinni. Zá
sér að visu langa sögu á Islensk-
um bókum en reglurnar frá 1929
eru ekki reistar á fornri staf-
setningarhefð. Við glötum engu
eða sáralitlu með þvi að fella z
alveg burt Ur ritmálinu en á-
vinningurinn er ótviræður.
STEINV
EKKI
Á siðastliðnu vori höfðu Samtökin og Alþýðu-
flokkurinn samstarf um framboð til sveitar-
stjórna á ýmsum stöðum á landinu. M.a. var um
sameiginlegt framboð þessara aðila að ræða i
Reykjavikurborg undir merki J-listá. Á þeim
lista var Björgvin Guðmundsson, fulltrúi Alþýðu-
flokksins, i efsta sæti, og Steinunn Finnbogadótt-
ir, fulltrúi Samtakanna, i öðru sæti. Þessi listi
hlaut einn mann kjörinn.
Blaðamaður Nýrra Þjóðmála ræddi um helg-
ina við Steinunni Finnbogadóttur, varaborgar-
fulltrúa, um afskipti hennar af borgarmálefnum
að undænförnu.
— Steinunn, nú ert þú vara-
borgarfulltrúi J-listans I
Reykjavik, þ.e. Samtakanna og
Alþýðuflokksins?
— Já, ég var til þess kjörin I
siöustu borgarstjórnarkosning-
um.
Hin leiðin hans
Björgvins
— En það hefur vakið undrun
margra, að ekkert hefur heyrst
frá þér I borgarst jórn eftir kosn-
ingarnar, þótt þú hafir látiö
mikið að þér kveða á siðasta
kjörtimabili. Hvers vegna er
það?
— Eins og ég sagði áðan þá er
ég kjörin fyrsti varaborgarfull-
trúi Björgvins Guðmundssonar,
sem skipaði fyrsta sætið á J-list-
anum, og samkvæmt öllu eðli-
legu ætti hann þvi að kveðja mig
til fundarsetu i borgarstjórn
Reykjavlkur þegar hann forfall- ,
ast. En Björgvin valdi hina leið-
ina.
t lögunum um sveitarstjórnir
er ákvæði, sem heimilar kjörn-
um fulltrUa að fela samflokks-
manni af sameiginlegum lista
tveggja flokka að sitja fund i
forföllum sinum, og er þetta á-
kvæði sjálfsagt hugsað til að
gefa svigrúm vegna einhverra
ákveðinna málaflokka. En að
Utiloka hinn réttkjörna vara-
borgarfulltrUa er án efa ekki i
anda laganna. Hins vegar virð-
ist það vera i anda Björgvins
Guðmundssonar, sé um sjálf-
ræði hans að ræða i þessu tilviki,
eða annarra þeirra, er þar
halda um stjórnvölinn.
— Feilur þér þetta ekkki illa?
— ódrengileg framkoma fell-
ur að sjálfsögðu öllum illa. Ég
er þar engin undantekning. En
burtséð frá þvi þá finnst mér
þetta sýna félagslegan varn-
þroska, og frá pólitisku sjónar-
miði finnst mér það heldur ekki
stjómviskulegt.
Nota hvert tæki-
færi til að vinna
að framgangi mála
— Hefur þú þá engin afskipti
haft af borgarmálum frá siðustu
kosningum?
BERGÞÓR ATLASON:
BRÉF FR
Blaðinu hefur borist
eftirfarandi bréf frá
Bergþóri Atlasyni á
Siglufirði.
Siglufirði 28. febrUar
„Þetta er nú ekki hægt lengur”,
„eru þeir að verða vitlausir”!
Þessar setningar hafa menn
heyrt svo til daglega undanfarn-
ar átta vikur. Það er sama við
hvem talað er og alveg sama Ur
hvaða stjórnmálaflokki. For-
menn stjórnmálaflokkanna i
þeirri stjórn, sem nU ræður rikj-
um, birta grýlusögur I málgögn-
um sinum til skelfingar almenn-
ingi og heldur skuggalegum
verkum sinum til málsbótar.
Einn vinur minn, sem var
tryggur maður i flokki ungra
framsóknarmanna, sagði mér
rétt fyrir slðustu alþingiskosn-
ingar, að nU væri Framsóknar-
flokkurinn kominn of langt til
hægri og ætlaði hann þessvegna
að kjósa þann arm flokksins,
sem væri að kljUfa sig Ut Ur og
hann teldi þjóna betur hugsjón-
um miðjumanna og vinstri-
manna. Þegar þetta var þá taldi
ég þetta rangt hugsað og reyndi
að telja hann ofan af þeim hægri
ótta, sem hann bar til sinna
fyrri félaga.
Síðan þetta var hefur mikið
vatn runnið til sjávar og þvi
miður þá hefur reynslan sýnt,
að þessi vinur minn hafði svo
sannarlega á réttu að standa.
Ég vil ekki vera ósanngjarn
og þessvegna viðurkenni ég
strax, að það er augljóst mál, að
viö íslendingar eigum við mikla
erfiðleika að striða þessa stund-
ina. Hitt er svo annað mál,
hversvegna voru ekki miklu
fyrr gerðar ráðstafanir til að
vinna á móti þeim erfiðleikum,
sem við blöstu fyrir meira en
heilu ári siðan? Þegar þessir
blessaðir stjórnarherrar eru svo
spurðir hvað þeir eiginlega ætli
aö ganga langt, þá er viðkvæöið
upp á eina visu: