Ný þjóðmál - 04.03.1975, Page 8
HVERNIG VERÐUR ÚTVARPSRÁÐIÐ ? — SJA OPNU
VIDTAKANDI:
Kaup og kjör
þingmanna
Þingfararkaupsnefnd Alþingis hélt fund með
blaðamönnum s.l. föstudag, og ræddi þar um
kaup og kjör alþingismanna. Þegar hefur verið
fjallað itarlega um þennan blaðamannafund i
fjölmiðlum og skal hann þv! ekki rakinn hér sér-
staklega, en hins vegar dregið saman i stuttu
máli kjarni þeirra upplýsinga og sjónarmiða sem
þar kemur fram.
A blaðamannafundinum voru þingmennirnir Sverrir Hermanns-
son, sem er formaður nefndarinnar, Ingvar Gislason, Friðjón
Þórðarson, Eggert G. Þorsteinsson, Helgi Seljan og Sigurlaug
Bjarnadóttir, og auk þess Friðjón Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Alþingis.
A blaðamannafundinum komu m.a. fram eftirfarandi upp-
lýsingar um kaup og kjör alþingismanna um þessar mundir:
1. LAUN
Samkvæmt ákvörðun á s.l. ári taka alþingismenn laun eftir B-6
flokki i launakerfi opinberra starfsmanna. Þau laun eru nú
117.421.00 krónur.
2. HÚSALEIGA
Þingmenn, sem lögheimiii hafa utan Reykjavikur, fá húsaleigu-
styrk, sem nú er 23.000.00 á mánuði, meðan þing stendur.
3. FÆÐISPENINGAR
Þingmenn, sem búsettir eru utan Reykjavikur, fá fæðispeninga
yfir þingtimann, sem nú eru 1140krónur á dag. Þingmenn, sem eiga
lögheimili i Reykjavik en eru þingmenn fyrir kjördæmi úti á landi,
fá hálfa dagpeninga i þinghléum.
1. FERDAKOSTNAÐUR
Sérhver alþingismaður fær ákveðna fjárhæð árlega til þess að
ferðast innan kjördæmis sins. Þessi upphæð er nú 200.000 krónur
Auk þess greiðir Alþingi kostnað þingmanna við að komast til
Dings og frá þingi, jafnt við setningu og slit Alþingis sem i þinghléi.
Þá fær sérhver þingmaður greiddan kostnað við „nauðsynlegar”
ferðir, allt að 24 á ári. Þessi kostnaður er greiddur eftir reikningi.
5. SÍMAKOSTNAÐUR
Hver þingmaður fær greitt afnotagjald eins sima, og auk þess
umframsimtöl þess sima og langlinusamtöl.
6. ÖNNUR LAUN
Þingmaður, sem er starfsmaður rikisins eða rikisstofnunar, og
sem getur aðeins gegnt þvi starfi sinu milli þinga, heldur 30% af
launum sinum i þeirri stöðu, og fær þau til viðbótar við þingfarar-
kaup sitt. Geti þingmaður mætt daglega til vinnu i starfi sinu hjá
rikinu eða rikisstofnun, þá hlýtur hann 60% af launum sinum fyrir
það starf.
7. LAUN FYRIR NEFNDARSTÖRF
Þingnefndir — þ.e. nefndir, sem starfa i þinginu yfir þingtimann
— eru ólaunaðir. Miliiþinganefndir eru hins vegar yfirleitt
launaðar. Auk þess eru þingmenn auðvitað i ýmsum nefndum og
ráðum á vegum rikisins. Þannig kemur fram i opinberum
skýrslum, að á árinu 1973 hlutu 36 þingmenn samtals 5.5 milljónir
króna i láun íýrir nefndarstörf á vegum rikisins. Þetta ár voru sam-
tals 2201 maður i slikum nefndum og fengu þeir samtals- 82,4
milljónir i laun.
1 þeim umræðum, sem fram hafa farið að undanförnu um kaup og
kjör'alþingismanna, hafa ákveðin atriði einkum valdið deilum.
Þessi atriði eru:
1. ÁKVEÐA SJÁLFIR LAUNIN
Alþingismenn ákveða sjálfir kaup og kjör: þingfararkaupsnefnd
Alþingis fjallar um þessi mál i samræmi við lög um þingfararkaup
alþingismanna. Ýmsir telja eðiilegra, að Kjaradómur f jalli um laun
aiþingismanna, eins og opinberra starfsmanna. Um þetta eru
skiptar skoðanir á þingi, og óvist hvort samþykkt verður að fela
Kjaradómi þetta verkefni. Á blaðamannafundinum i siðustu viku
töldu nokkrir nefndarmenn i Þingfararkaupsnefnd, að sennilega
yrðu kjör þingmanna enn betri ef Kjaradómur ákvæði þau.
Framhald á 7. siðu.
Helstu deilumálin
OÞORFHÆKKUN
SÖL USKA TTSINS
Rikisstjórnin hefur enn hækkað söluskattinn, að þessu sinni i 20%.
Hækkun söluskattsins nú var rökstudd með þvi, að afla þyrfti nýs
fjármagns til þess að standa að sjálfsögðum greiðslum vegna
náttúruhamfaranna i Neskaupstað. Þingmenn Samtakanna á þingi
bentu hins vegar á, að þessi hækkun söluskattsins væri algjörlega
óþörf i þessu skyni, og gerðu tillögur um aðrar leiðir til þess að afla
Viðlagasjóði þess fjármagns, sem til þarf, en sú tillaga var felld.
Þingmenn Samtakanna, og þingmenn Alþýðuflokksins í neðri deild,
greiddu atkvæði gegn hækkun söluskattsins, og sömuleiðis Eðvarð
Sigurðsson, þingmaður Alþýðubandalagsins. Aðrir þingmenn I
deildinni greiddu ýmist atkvæði með hækkuninni, eða sátu hjá. í efri
deild greiddi einungis Geir Gunnarsson, þingmaður Alþýðubanda-
lagsins, atkvæði gegn hækkun söluskattsins.
Karvel
1 umræðum
um málið i
neðri deild
s.l.
fimmtudag
gagnrýndi
Karvel
Pálma-
son meðferð
málsins af
hálfu rikis-
stjórnarinnar,
og sagði, að „samráð i oeim
skilningi, sem ég legg i það orð,
hafa ekki verið höfð við
stjórnarandstöðuna ’ ’.
Hann lagði áherslu á, að
Samtökin teldu að „það bæri að
bæta Norðfirðingum það tjón,
sem þar átti sér stað, á sama
hátt og gert var vegna tjónanna
i Vestmannaeyjum”, en hins
vegar væri ágreiningur við
rikisstjórnina um leiðir þær,
sem hún hefði valið, og
Samtökin hefðu bent á aðrar
leiðir, sem þau teldu affara-
sælli, en þær fælu i sér að
framlengja gildistima þess
söluskattsstigs, sem hingað til
hefur runnið i Viðlagasjóð, en
veita siðan til viðbótar 500
milljónum úr rikissjóði. Þessi
fjárveiting kæmi i stað sölu-
skattshækkunar, og yrði henni
mætt með niðurskurði rfkis-
útgjalda. Flutti Karvelum þetta
tillögu ásamt Gylfa Þ.
Gislasyni.
Karvel sagði, að það væri
auövitað spurning, hvort það
væri réttlætanlegt að skatt-
leggja allan almenning i
landinu, og þá elli- og örorku-
lifeyrisþega jafnt sem aðra, til
þess að bæta t.d. það tjón, sem
oliufélögin hefðu orðið fyrir.
Hann liti á þau sem gróðafyrir-
tæki, sem ættu sjálf að bera það
tjón, sem þau kynnu að verða
fyrir, og væri það allt annars
eðlis en það tjón, sem Norð-
firðingar sjálfir hefðu mátt
þola, og sem auðvitað ætti að
bæta.
Hann sagði alla sammála um
að framlengja gildistima þess
söluskattsstigs, sem hingað til
hefur íunnið i Viðlagasjóð. „En
hinu eru menn andvigir, að I þvi
ástandi, sem nú rikir i
þjóðfélaginu: kaupgjald er
bundið og þrýst hefur verið
niður á lægsta stig launakjörum
hjá' láglaunafólki og öllum
almenningi, sé bætt á álögum á
þetta fólk. Það má vera, að þeir
einstaklingar i þjóðfélaginu,
hvort sem það er á Alþingi eða
annars staðar, sem eru á tvö-
földum topplaunum I starfi,
þyki litið muna um eitt sölu-
skattsstig til hækkunar frá þvi
sem nú er. En þann, sem er á
elli- eða örorkullfeyrisbótum,
eða þann láglaunamann, sem
ekki hefur nema 40 þúsund
krónur I mánaðakaup, munar
um að bæta einu söluskattsstigi
viö hvern einasta matarbita,
sem hann lætur ofan i sig. Það
er þessa aðila, sem munar fyrst
og fremst um það, sem hér er
verið að gera”, sagði Karvel.
Þá benti hann á afstöðu
verkalýðshreyfingarinnar, og
sagði að nú, þegar samninga-
viðræður um nýja kjara-
samninga stæðu yfir, væri það
ögrun við verkalýðshreyfinguna
að samþykkja söluskattshækk-
un — ögrun, sem gæti haft af-
drifarikar afleiðingar.
Karvel Itrekaði siðan, að hann
væri andvigur þeirri leið, sem
rikisstjórnin vildi fara, og
myndi greiða atkvæði gegn
henni.
Eins og áður segir voru aliar
breytingartillögur Samtakanna
og annarra stjórnarandstæð-
inga felldar, og söluskatturinn
siðan hækkaður um eitt stig.
FRA LA UNPEGASAMTÖK UNUM
Verka lýðsfélag
Borgarness á
móti járnblendi-
verksmiðjunni
Aðalfundur Verkalýðsfélags
Borgarness var haldinn 23.
febrúar s.I., og kom fram I
skýrslu stjórnar, að starfsemin
var með mesta móti á árinu 1974
og að fjárhagur félagsins er
góður. Félagsmenn eru nú rúm-
lega 300 talsins.
Stjórn félagsins var sjálfkjör-
in, og skipa hana: Jón A. Egg-
ertsson, formaður, Anna Maria
Guðbjartsdóttir, ritari, Ingi-
björg Magnúsdóttir, gjaldkeri,
Baldur Jónsson, fjármálaritari,
Þorgeir Guðmundsson, varafor-
maður, Guðleif B. Andrésdóttir,
vararitari, Agnar Ólafsson,
varagjaldkeri, og Sigurður
Eiðsson, varafjármálaritari.
A aðalfundinum, sem var fjöl-
sóttur, var m.a. samþykkt eftir-
farandi ályktun:
„Aöalfundur Verkalýðsfélags
Borgarness, haldinn 23. feb.
1975, lýsir yfir andstöðu við fyr-
irhugaða byggingu málm-
blendiverksmiðju á Grundar-
tanga I Hvalfirði, vegna þeirrar
miklu mengunarhættu, sem af
verksmiðjunni stafar. Auk þess
hefur verið sýnt fram á það að
nægjanlegur markaður er fyrir
raforku frá Sigöldu, t.d. til
húsahitunar, þó svo að verk-
smiðjan komi ekki til, og er þvi
mun skynsamlegra að nýta raf-
orkuna á þann hátt og spara
með þvi gjaldeyri I staö þess að
selja verksmiðjunni raforkuna
á lágu verði”.
1859 félagar eru
i Einingu
Eins og frá var skýrt i siðasta
blaði, hélt Verkalýðsfélagið
Eining á Akureyri aðalfund 23.
febrúar s.l„ og var þar m.a.
samþykkt einróma álytkun um
kjaramál sem birt var I síðustu
viku. A aðalfundinum var einnig
lýst stjórnarkjöri, en sem kunn-
ugt er fór A-listinn með mikinn
sigur af hólmi í kosningunum i
félaginu, og eru eftirtaldir menn
þvi I stjórn félagsins: Jón
Helgason, formaöur, Þorsteinn
Jónatansson, varaformaður,
Sigrún Bjarnadóttir, ritari,
Jakobina Magnúsdóttir, gjald-
keri, ólöf V. Jónasdóttir, Sigriö-
ur Pálmadóttir og Þórarinn
Þorbjarnarson, meðstjórnend-
ur.
I frétt frá félaginu um aðal-
fundinn segir m.a.:
„Félagssvæði Einingar tekur
yfir Akureyrarkaupstað, Dal-
vikurkaupstað, Ólafsfjarðar-
kaupstað, Eyjafjarðarsýslu og
Svalbarðsstrandarhrepp i Suðu-
Þingeyjarsýslu. Félagatala nú
eftir aðalfund er 1859, og mun
Eining vera langfjölmennasta
verkalýðsfélagið utan Reykja-
vikur. Félagatalan skiptist
þannig eftir kynjum, að konur
eru 1082 en karlar 777. Aðeins fá
ár eru síðan karlar voru til
muna fleiri en konur, en hlut-
fallstala kvenna hefur stórauk-
ist með hverju ári að undan-
fömu.
Það kom fram i skýrslu for-
manns á aðalfundinum, að
helsta nýbreytni i starfi félags-
ins á liðnu ári var sú, að i fyrsta
skipti I sögu félagsins efndi það
til orlofsferöar fyrir félagsfólk,
og var sú ferð að nokkru greidd
af orlofssjóði félagsins, en hann
greiðir einnig verulegan hluta
af rekstrarkostnaði þriggja or-
lofshúsa, sem félagið á að
Illugastöðum i Fnjóskadal.
Rekstrarafgangur hjá sjóðum
félagsins varð á árinu 3.7 millj.
kr., og bókfærðar eignir I árslok
kr. 18.4 milljónir. A árinu nutu
alls 101 félagsmaður dagpen-
inga úr sjúkrasjóði félagsins,
samtals kr. 2.7 millj. Þá voru
greiddir 27 fæðingarstyrkir og
Framhald á bls. 7.
SVIPMYNDIR FRÁ SO VÉTRÍKJUNUM - SJÁ ÞRIÐJU SÍÐU