Ný þjóðmál - 16.12.1975, Síða 7

Ný þjóðmál - 16.12.1975, Síða 7
ÞRIÐJUDAGURINN 16. DESEMBER 1975 NÝ ÞJÓÐMÁL r ýða undirokun tungu minnihlutahópanna ijargað menn- dinga og sama til fundar I Gothhaab. fyrir um afleiðingar þeirra ráðstaf- ana, sem fulltrúar vaxtarþjóð- félagsins tóku ákvarðanir um. Afleiðingar þeirra viðtæku breytinga, sem gerðar voru i mál- efnum þessara tveggja litlu sam- félaga i norðri, létu heldur ekki á sér standa. Þar sem efnahagslegur grund- völlur þeirra var mjög ólikur, var sú stefna, sem mörkuð var i Kaup- mannahöfn i atvinnumálum græn- lendinga að verulegu leyti önnur en sú stefna, sem samþykkt var i Osló i atvinnumálum sama. Hins vegar voru þær ákvarðanir, sem teknar voru varðandi framþróun menntamála, mjög svipaðarhjá báðum. 1 báðum lönd- unum voru ráðamenn reiðubúnir tii þess — i nokkuð misjöfnum mæli þó — að verða við kröfum minnihluta- hópanna um jafnrétti til menntun- ar og atvinnumöguleika, en á þeirri ófrávikjanlegu forsendu, að minni- hlutahóparnir féllust á það sjónar- mið, að þvi aðeins væri hægt að verða við jafnréttiskröfunni að þeir gæfu móðurmál sitt upp á bátinn. Eða með öðrum orðum, að minni- hlutahóparnir samþykktu meðvit- aða samrunastefnu. „Sóun á orku og peningum......." í viðtali við einn áhrifamesta sveitarstjórnarmann i Finnmörk, Hans Rönnbeck i Karasjok, korn eftirfarandi sjónarmið fram: ,,Eftir að norskukennslan var aukin hafa mörg hundruð ung- menni flutt frá Finnmörk. Þetta er mjög jákvæð þróun. Þessari sam- runastefnu verður að halda áfram og hana ber að efla með aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Norska rikið má ekki þvinga norskri menningu á samana, en það á að veita þeim möguleika til menntunar og þroska á norsku. Þess vegna er það sóun á orku og peningum að setja f jármagn i þró- un samisks móðurmáls og útgáfu bókmennta á samisku máli, enda verður slikt til þess að hindra að samar fái jafnrétti á við norðmenn. Óeðlileg tilraun til að vernda og þorska menningu og móðurmál sama væri til þess eins að auka á fátæka samanna (sem er mjög almenn að þvi er mér virðist. Aths. Fyrir nokkru ritaði dansk- ur námsstjóri, Ole Dam, at- hyglisverða grein um þá hættu, sem er á þvi að tungu- máli og menningu tveggja minnihlutahópa á Norður- löndum, grænlendinga og sama, verði hreinlega út- rýmt. Grein þessi birtist hér þýdd og endursögð. höf.) og koma i veg fyrir, að þeir geti lifað menningarlifi í norska velferðarríkinu. Þetta þýðir auð- vitað ekki, að ekki megi geyma og sýna á söfnum ýmsa gripi, áhöld og klæðnað, sem sýna menningu sama gegnum aldirnar, heldur hitt, að ekki má gera tilraun til að viðhalda þessari menningu”. Þroski og móðurmál Þessar yfirlýsingar eru mjög opinskáar og þær lýsa i stórum dráttum sjónarmiðum bæði danskra og norskra yfirvalda, og þeirri stefnu, sem þau fylgja i mál- efnum minnihluthópanna tveggja. A Grænlandi og Finnmörku hefja nemendur skólanám á móður- málinu, og — eins og reyndir skólamenn á báðum stöðunum hafa sagt hreinskilningslega — ástæðan er einfaldlega þessi: það hefur sýnt sig að ef kennsla á hinu erlenda (þ.e. norska eða danska tungumáli hefst of snemma i skólanum, virkar það sem hemill á þroska nemendanna og veldur þvi, að þau eiga mun erfiðara með að tjá sig og tileinka sér notkun hins erlenda tungumáls, þess vegna verður að láta nemendurnar byrja skólagöngu sina á eigin móður- máli, en eins fljótt og mögulegt er ber hins vegar að taka upp norsku/dönsku i staðinn fyrir móðurmálið. f þessu efni er stefna norskra og danskra stjórnvalda svo til eins. Jafnframt hafa stjórnvöldin lagt áherslu á að hræða eldri kynslóðina frá að tala á móðurmálinu við börn sin. Yfirvöldin leggja sem sagt áherslu á þann áróður, að foreldr- ar, sem á meðvitaðan hátt haldi sig við móðurmálið á heimili sinu, dragi úr menntunarmöguleikum barna sinna. Með þessu móti hafa yfirvöldin náð nokkrum árangri i samrunaátt. Það eru af þessum sökum mörg dæmi þess, að grænlensk og samisk hjón, sem vegna menntunar sinnar tala sæmilega dönsku/norsku, noti eingöngu það mál i samræðum við börn sin innan heimilisins, en tali siðan sin á milli á græn- lensku/samisku. Hvaða áhrif getur slikt ekki haft á sambandið milli kynslóðanna? óhugnanlegur mismunur A ferð minni um Finnmörk sat ég i kennslustundum i samiskum skól- um i byggðunum Polmak og Sirma (þessar byggðir liggja við fljótið Tana, sem myndar landamærin milli Finnlands og Noregs), og hér kom óhugnanlega skýrt i ljós, hvernig framkoma og tjáningar- hæfni barnanna er háð þvi tungu- máli, sem þeim er leyft að nota. Kennslustund i reikningi i sjötta bekk i Polmakskólanum fór fram á norsku. Hún var ósköp róleg. Nemendurnir voru mjög stilltir. Kennarinn kom með spurningar og vart var hægt að heyra svör nemendanna, ef þá var um svör að ræða. Kennarinn notaði fá og einföld orð á norskunni — orðaval hans virkaði mjög óeðlilegt miðað við 6. bekk. Samt sem áður voru viðbrögð nemendanna óklár og sundurlaus. Mér virtist, að þeir nemendur, sem ekki voru beint teknir upp, slöppuðu af og dveldus i eigin hugarheimi. Ég var einnig viðstaddur margar kennslustundir i þessum skólum, þar sem kennt var á samisku bæði þegar kennd var réttritun móður- málsins og kristin fræði. Virkni nem., sérstaklega í móðurmáls- timunum, var sláandi. Börnin voru full af orku og fróðleiksfýsn. Þau létu stöðugt leiðrétta sig i samiskri réttritun, sem að mestu leyti fór fram á töflunni, án þess að láta slikt hafa nein áhrif á sig eða draga úr kjark. Fyrir utanaðkomandi virtist kraftur og námsvilji nemenda i hámarki, já næstum óeðlilegur, en þegar haft er i huga, að næstu 2-3 kennslustundirnar á undan fóru fram á norsku, verður þörf nemendanna fyrir tjáningu og starf skiljanleg. Þær kennslu- stundir, sem fram fóru á norsku, voru jafn kyrrlátar og kennslu- stundirnar á samlsku voru lifandi. Þegar haft er i huga, að eftir 2-3 skólaár verða þessir nemendur að læra allt á hinu erlenda máli, verður skiljanlegra, hvers vegna hugmyndaheimur þeirra og þar með félagslegur skilningur er svo oft takmarkaður. Persónulega hef ég oftsinnis orð- ið var við sams konar hegðan hjá grænlenskum nemendum. Það er einungis með aðstoð móðurmálsins sem hægt er að gera sér vonir um að nemendurnir þroskist og verði að heilsteyptum manneskjum með hæfileika og áhuga á að tjá sig, og taka þátt i störfum þjóðfélagsins. Með þvi að neyða börn til að nota erlent tungu- mál, sem aðeins er notað i skólan- um, er — með nokkrum undan- tekningum — verið að tryggja, að nemendurnir komi út úr skólanum félagslega og andlega fatlaðir, og án þess að þeir hafi möguleika á að taka þátt i störfum þjóðfélagsins jafnfætis ungu fólki meirihlutahóp- anna. Einræöi meirihlutans Það hlýtur að vera réttur minni- hlutahóps, að fá að nota þau tján- ingarform, sem menning hans hefur skapað, hvar og hvenær sem honum hentar, og á þann hátt, sem honum sýnist best. Þennan rétt verður rikisvaldið, þ.e.a.s. meiri- hlutinn, að virða. Undirokun móðurmáls, og þar með menningar, minnihlutahóps. þótt hún sé framkvæmd með ofan- greindum hætti og vafalaust með gott eitt i huga, er einræði meiri hlutans, þvi meirihlutinn bindur stuðning sinn við minnihlutann skilyrðum, sem fela i sér undirok um móðurmáls og menningar minnihlutahópsins. Slikt einræði er i reynd sama eðlis og það ómeng- aða einræði, sem rikir i mörgum löndum viða um heim. Raunveru legt lýðræði einkennist hins vegai m.a. af virðingu fyrir og tilliti ti Framhald á bls. 10. Að sjálfsögðu fást allar jólabækurn- ar hjá okkur, en við viljum þó sérstaklega minna á eftirtalda titla til skemmtunar og fróðleiks: Á jörðu hér eftir Ólaf Tryggvason Ást og metnaður eftir Barböru Cartland Draumar, sýnir og dulræna eftir Halldór Pjetursson. Erfðaskráin eftir Theresu Charles Faðir minn — Bóndinn, Gisli Kristjánsson ritst. Hvað varstu að gera öll þessi ár? eftir Pétur Eggerz. Kampavinsnjósnarinn eftir Wolfgang Lotz Líf við dauðans dyr eftir dr. Jakob Jóns- son Ráðherrar íslands 1904-1971 eftir Magnús iMagnússon. |Sai Baba — maður kraftaverkanna eftir Howard Murphet. Saltfiskur og sönglist eftir Harald Guðna- son Steinar i brauðinu eftir Jón Helgason Svo hleypur æskan unga eftir Skúla Guð- jónsson, Ljótunnarstöðum. Sæti númer sex eftir Gunnar M. Magnúss Þjóðlegar sagnir II eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka Alít eru þetta vandaðar bækur að efni og frágangi, kjörbækur i hverju heimilis- bókasafni. SKUGGSJÁ — Bókabúð Olivers Steins Hafnarfirði — simi 50045. Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf bókhalds og skrifstofufulltrúa að svæðisskrifstofu Rafmagnsveitnanna á Egilsstöðum. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmanna- stjóra. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: BARNASPÍTALI HRINGSINS AÐSTOÐARLÆKNAR óskast til starfa við Barnaspitalann. Einn frá 1. febrúar n.k. og tveir frá 1. marz n.k. Ætlazt er til, að þeir starfi i sex mánuði hver. Umsóknum ber að skila skrifstofu rikisspitalanna fyrir 12. janúar 1976. Upplýsingar veitir yfirlæknir. Reykjavik, 12. desember 1975. SKRIFSTOFA RlKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SlM111765

x

Ný þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.