Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.01.1935, Blaðsíða 3

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.01.1935, Blaðsíða 3
LJÓS 00 SANNLEIKUR 3 lil hans á jörðunni, dauði hans, greftrun og upprisa. — (Les. Jes. 53; Sálm. 41, 10; Sak. 11, 12. 13; Sálm. 22, 19; Sak. 12, 10; Sálm. 69, 22; 16, 8—11; 110, 1, og sönnun fyrir uppfyllingu peirra er að finna í Matt. 26, 59—63; Jóh. 13, 18; Matt. 26, 14. 15; 27, 35; Jóh. 19, 34—37; Matt. 27, 34; Post. 2, 24—35.) Hvílíkur fjöldi spádóma pað er, sem hér hefur verið talinn upp, og hversu peir hafa allir rætzt út 1 yztu æsar! Hvernig hafa höf. pessarar bókar getað séð svo öldum skiftir fram í tímann og sagt eitt og annað fyrir, sem svo ræt- ist bókstaflega, eins í hinum smæstu atriðum sem hin- um stærri eða hvernig víkur pessu við? Dað er aðeins ein sennileg skýring á pessu: Dessi bók hlýtur að eiga tilveru sína f peirri einu veru alheimsins, sem pekkir endirinn pegar frá upphafi — sem sé Guði. Jes. 46, 10. II. SAGA BIBLÍUNNAR Hvernig pessi bók er til orðin, örlög hennar um margar aldaraðir, barátta hennar og sigur er alt saman mikilsverðar sannanir fyrir innblæstri Biblíunnar, sannanir fyrir pví, að hún er, eins og Pétur postuli segir: „Orð Guðs, hans sem lifir og varir“. (1. Pét. 1, 23.) Biblian er eiginlega heilt bókasafn, eru pessar bæk- ur 66 að tölu, ritaðar af nál. 40 höfundum, sem höfðu mjög ólíka stöðu í pjóðfélaginu — konungum og fiski- mönnum, stjórnmálamönnum, og fjárhirðum, skáldum, heimspekingum, tollheimtumönnum, rlkum og fátækum. Fyrsta bókin er rituð h. u. b. 16 öldum áður en hin sfðasta; sumar bækurnar eru ritaðar á hebrezku, aðrar á grfsku; par er að finna ljóð og óbundið mál í ýmsum myndum, mannkynssögu, ættartölur, lögvfsi, siðfræði, heilsufræði, fjárhagSfræði og reglur bæði fyrir pjóðir og einstaklinga. Hverju mætti svo búast við af slfkri bók, ritaðri undir svo gerólíkum kringumstæðum og á svo gerólíkum tíma? Mætti ekki búast við ósamræmi og mót-

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.