Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.01.1935, Blaðsíða 5

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.01.1935, Blaðsíða 5
LJÓS 00 SANNLEIKUR 5 megnað að vinna á Bibltunni, já, lífsmagn hennar virðist par á móti verða meira og meira eftir pví sem árin líða! 3. Hin geysimikla útbreiösla hennar sýnir petta ljóslega. Síðan biblíufélögin voru stofnuð fyrir rúmum hundrað árum, hafa 500 milj. eint. af Biblíunni verið prentuð og útbreidd, og ár hvert eru yfir 21 milj. eintök af henni seld á nál. 800 tungum og mállýzkum. Biblían var fyrsta bókin, sem prentuð var 1 prentsmiðju Quten- bergs, og nú rennur pappirinn gegnum hinar mörgu pressur bibliufélaganna, er daginn út og daginn inn prenta Biblíur, sem sendar eru út til yztu endimarka jarðarinnar. III. HIN GÖFGANDI KENNING BIBLÍUNNAR er einnig óræk sönnun fyrir guðlegum uppruna hennar. 1. Sé Biblían borin saman viö aörar hinar svo kölluöu „helgu bœkur“, sést fljótt, að kenning hennar er svo hátt upphafin yfir peirra kenningar, sem himininn er yfir jörðina. Berðu hana saman við pað sem Só- krates, Platon, Markús Aurelius, Epictetus, Isokrates, Búdda, Zoroaster, Konfucius og Múhameð hafa ritað! Og pótt vér hljótum að kannast við, að i ritum pessara manna hvers fyrir sig sé að finna ýmsar fagrar hug- sjónir, pá er mismunurinn pó auðsær. Dau hafa að visu að geyma nokkurn sannleika, en blandaöan lygi; Biblían hefur einungis sannleika að geyma. Pau hafa að geyma h\uta af sannleikanum, Biblían allan sannleikann. Biblian geymir meiri sannleik en allar aðrar bækur til samans. 2. Biblían er óhlutdrœg. Hún er hispurslaus og kveður upp hegningardóm yfir synd og syndurum; breiðir ekki yfir bresti og ávirðingar sinna eigin hetja, heldur nefnir hvað eina réttu nafni. 3. Áhrif Biblíunnar, Hún hefur undraverða eiginleika til að lyfta mönnunum hærra — upp til Guðs. Hún gerir lífið bjartara og léttara peim mönnum, sem fara eftir fyr- irskipunum hennar. Hún nær til peirra manna sem dýpst

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.