Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.12.1935, Blaðsíða 2

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.12.1935, Blaðsíða 2
108 Ljós og Sannleikur einhvern dag að hví’.dardegi en þetta þrennt; en hvar les- um vér, að Guð liafi sagt eitthvað slíkt um nokkurn annan dag vikunnar? Sálm. 89, 34. 35. Hvíldardagurínn cr ekki œtlaður Gyðingiinum einum því að hann var stofnaður meir en 2000 árum áður en Gyð- ingaþjóðin varð til; og Jesús lýsir þvi yfir, að „hvíldar- dagurinn varð til mannsins vegna“ (Mark. 2, 27). Eftir því hefur hvíldardagurinn ekki orðið lil vegna Gyðingaþjóðar- innar sérstaldega, heldur vegna alls mannkynsins. (Jes. 5(i, 1—6). Að Hvildardagurinn var stofnaður í Eden, áður en syndafa'.lið átti sér stað, sýnir einnig, að hann á ekkert skylt við fórnarþjónustuna, þvi að liún kom fram sem af- leiðing syndarinnar og benli fram til Krists. Hvíldardagur- inn verður áfram, eftir að syndin er hætt að eiga sér stað og hin nýja jörð er sköpuð og Paradís endurreist. Jes. (i(>, 22. 23. Ilvíldardagsboðorðið er óaðskiljanlegur hluti af lögmáli Guðs. Þetta lögmál var þekkt og haldið áður en það var kunngert á Sínaifjalli. Les 1. Mós. 26, 5. Áður en Gyðinga- þjóðin kom til Sínaífjalls reyndi Guð hana með tihiti til hvíldardagsins og lögmálsins. Hann lét Manna falla á hverj- um degi nema laugardeginum, og á sjötta deginum safnaði fólkið tvöföldum skammti, sem hélst óskemmdur; aðra daga fúlnaði þessi fæða, þegar hún var geymd yfir nóttina. Þeg- ar Guð reyndi fólkið með þessum hætti þarna úti í eyði- mörkinni, hlýtur fólkið að liafa þekkt boð hans og lög, ann- ars hefðu kröfur Guðs gagnvart fólkinu ekki verið réttmæt- ar. Les 2. Mós. 16. kap. Þegar fólkið síðar stóð saman safnað umhverfis Sínaí- fjall, talaði Guð með sínum eigin munni hin tín boðorð

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.