Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.12.1936, Blaðsíða 6

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.12.1936, Blaðsíða 6
202 Ljós og Sannleikur Hinir lieilögu munu — samkvæmt hinni upphaflegu ráðs- ályktun Guðs — rækta jörðina og að fullu njóta ávaxtanna af verkum handa sinna: „Og þeir munu reisa hús og búa í j)eim, og þeir munu planta vingarða og eta ávöxtu þeirra“. Dýrin gera engum mein, þau umgangast hvert annað eins og þau gerðu upphaflega í Paradís. Úlfurinn og lambið geta jjví verið saman á beit jafnt sem kálfurinn og Ijónið, kýrin og björninn, og „ljónið mun hey eta sem naut“. Jes. 65, 21. 22. 25; 11, 6—9. „Hinir endurkeyptu Drottins skulu aftur hverfa og koma með fögnuði til Zíonar; og eilíf gleði skal leika yfir liöfði j^eim; fögnuður og gleði skal fylgja þeim, en hryggð og and- varpan flýja“. Jes. 35, 10. „Sjá tjaldbúð Guðs er meðal mannanna, og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans, og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. ög hann mun ])erra hvert tár af augum þeirra, og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til; liið fyrra er farið“. Op. 21, 3. 4. „Þá skal þjöð mín búa í heimkynni friðarins, í híbýlum öruggleikans og i rósömum bústöðum“. „Og enginn borgarhúi mun segja: Eg er sjúkur. Fólkið, sem þar býr hefur fengið fyrirgefning mis- gerða sinna“. Jes. 32, 18; 33, 24. Hversu hamingjusamt fólk! Laust úr öllum fjötrum synd- arinnar! íklætt dýrð og óforgengileika, „því að eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð, sem eg skapa, munu standa stöðug fyrir mínu augliti, segir Drottinn, eins mun af- sprengi yðar og nafn standa stöðugt. Og á mánuði hverjum, lunglkomudaginn, og á viku hverri, hvíldardaginn, skal alll hold koma, til þess að falla fram fyrir mér, segir Drottinn“. Jes. 66, 22. 23.

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.