Íslenzkt verzlunarblað - 15.08.1913, Blaðsíða 4

Íslenzkt verzlunarblað - 15.08.1913, Blaðsíða 4
4 ÍSLENZKT VERZLUNARBLAÐ Nr. 1 hann hafi vit á að mæla það, sem við á, þegar mæla ber, en hann á einnig að hafa vit á að þegja, þegar þegja ber. Tem þér að tala þannig, að þú sért gagnorður, lát ekki að- daun þína í ljósi með of miklu málskrúði. Tala kurteislega, enda þótt þú talir með áherzlu. Sá sem duglegur er að selja, verður í allri framkomu sinni að sýna ljúfmensku og alúð, sem honum er eiginleg. Gjör þér far um að vera eins kurteis, þó að sá, sem við þig ætlar að verzla, kaupi ei neitt af þér, því að gjöra má ráð fyrir, að hann komi einhverntíma aftur, en það gjörir hann áreiðanlega ekki, sé honum sýnd ókurteisi. Viti bornir og kurteisir afgreiðslu- menn efla meir vöxt og viðgang' verzlunarinnar en mikill forði af góðum vörum. Framkoma.g'ag'nvart yftrmann- inum. Gagnvart yfirmönnum sínum á afgreiðslumaðurinn að vera kurt- eis, en ekki bljúgur. Hræðst ei að segja skoðun þína og verja hana, en forðast að vera upp- stökkur eða þrár í lund. Fram- kvæm skipanir yfirmanns þíns fljótt og gaumgæfilega, forðast að gefa tilefni til umkvartana. Tak ei fram í fyrir yfirmanni þínum, það er honum eins ógeð- felt, og þér, þegar þú verður fyrir slíku. Ef þér er óhjákvæmi- legt að taka fram í fyrir ein- hverjum, þá verður þú að biðja hlutaðeiganda afsökunar, áður en þú leyfir þér slíkt. Tú skalt aldrei gefast upp við verk þitt, fyr en þú hefir gjört alt sem þú gast til að leysa það af hendi. Til eru tvenns konar afgreiðslumenn, aðrir meta meir góð laun, hinir góða framkomu gagnvart sér. Hinir fyrri verða seinna sjálfstæð- ir kaupmenn, hinir síðari eru og verða afgreiðslumenn. Sá, sem í raun og veru vinnur ekki fyrir kaupi sínu, á það ekki skilið, því að kaupið á að eins að vera jafngildi vinnunnar. Lát kröfur þínar ávalt standa í réttu hlut- falli við það, sem þú fær áorkað. Skoða verk þitt sem hentugt tækifæri til þess að komast á- fram, en ekki ógeðfelda kúgun. Hafi þér skjátlast, þá þannast við það og lát þér það seinna að kenningu verða. Hógværð hefir ávalt góðar afleiðingar, hæl þér því aldrei af dugnaði þínum. Frí- tíma og ágóðahluta telja menn gjaíir, en eru í raun og veru laun, en ekki gjafir, því að kaup- menn hafa það vanalega ekki fyrir sið, að gefa út í bláinn, enda væri ei vit í slíku. Letingj- arnir eru auðþektir á því, að þeir eiga ákaflega annríkt, þegar yfirmaöurinn er við; vinn því með sömu kostgæfni, þó að þér sé ei veitt eftirtekt. A öðpum tíma en viðskiftatíma. Nota tómstundir þfnar til þess að auðga þekking þína. Lær hraðritun, því að margir eiga hrað- ritun að þakka góðan bréfstíl. Lær útlend tungumál, með því móti getur þú fengið betri stöðu og hærri laun. Legg rækt við heilsu þína, forðast drykkju og aðrar slæmar skemtanir, sem kosta þig tíma og fé og spilla auk þess heilsu þinni. Varðveit heilsu þína og hugarró, sem eru mestu gæði lífsins; enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir, segir máltækið. Eyð ekki Öllu kaupinu þínu, legg nokkuð af því í handraðann og nota ávalt nokkuð af því til þess að afla þér frekari mentunar, hve lítið sem kaupið er. Safna ekki skuld- um; þú átt engu síður að spara fé en að græða fé. Viljir þú vera sparsamur á réttan hátt, skalt þú ei hlífast við að verja fé til góðs fyrirtækis. Forðast dýrar skemt- anir. Haldir þú eftir námstímann, að þú vitir alt, sem þú átt að vita, þá er það misskilningur. Pað er margreynt, að kaupmaðurinn heíir aldrei lokið námi sínu. Jafn- skjótt og þú kemst í annan stað, munt þú komast að raun um, að þú þarft enn þá að læra margt. Mentun afgreiðslumannsins er skuggsjá námstímans. Ef óheill steðjar að, svo nauðsynlegt verð- ur að fækka starfsmönnunum, er þeim lélegri fyrst sagt upp; hins- vegar reynir yfirmaðurinn að halda þeim, sem duglegastir eru. Ungur maður getur aldrei beðið tjón af vistaskiftum, ef hann er leikinn í þeirri list, aö læra eitt- hvað nýtt í hverri vist. Mun, að menn fá ei góðar stöður, menn verða að útvega sér þær. Sér- hver staða er eins góð, og hlut- aðeigandi sjálfur vill gjöra hana. Tað eru ekki til neinar góðar stöður, eins og auglýst er í blöð- unum. Pegar hlutaðeigandi stend- ur vel í stöðu sinni og fær meiru áorkað, en krafist er, þá fyrst verður staðan góð. Pú skalt því, áður en þú sækir um stöðu, reyna hvort þú getur ekki bætt stöðu þá, sem þú nú ert í, með kostgæfni og gaumgæfni. Krefst þess ei að þokast of fljótt upp á við, því að það vekur öfund starfsbræðra þinna og yfirmanni þínum líkar það miður.

x

Íslenzkt verzlunarblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzkt verzlunarblað
https://timarit.is/publication/563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.