Íslenzkt verzlunarblað - 15.08.1913, Page 2

Íslenzkt verzlunarblað - 15.08.1913, Page 2
2 ÍSLENZKT VERZLUNARBLAÐ Nr. 1 Taktu eftir öllu. Pú skalt iafnvel veita eftirtekt því smá- vægilegasta imjanbúðar. Ver því ávalt athugull, svo að þú veitir öllu eftirtelct og munir alt. Hvernig þú átt að nema! Náms- tíminn er sá tími, þá er menn eiga að nema. En ekki er alt undir því komið, hvar menn læra og hvað menn læra, heldur er eins mikið um vert, hvernig menn læra. Kaupmaðurinn hefir nú á tímum ekki tíma til þess 'að vera skólakennari. Láttu þér því ei koma til hugar, að þú fáir verzl-' unarþekking þína í skömtum frá húsbónda þínum og yfirmönnum, en gjör þér far um að nema af sjálfs dáðum án kenslu. Menn segja við skólanemann, að hann eigi ekki að nema skólans vegna, heldur til þess að búa sig undir lífið. Eins skalt þú segja við sjálfan þig, sem sé, að þú viljir nema, ekki vegna yfirmanns þíns, heldur til þess að þú skulir verða dugandi og öðlast reynslu. Pér gefst betra færi á að hljóta sér- þekking á meðan þú ert verzl- unarnemi en þegar þú hefir lokið námi, því að þá átt þú að kunna að nota þekkingu þína og eigi þurfa að útvega þér hana. Vinn með gaumgæfni. Leys af hendi verk það, sem þér vinna ber, fljótt og vandlega. Ekk- ert er ógeðfeldara, en að menn þurfi að ávíta þig fyrir skort á kost- gæfni og gaumgæfni. Umönn- unarskortur er stundum verri en þekkingarskortur. Lát þér ei líka miður, þó að þú sért ávít- aður, því að í níu skifti af tíu eru ávíturnar réttmæter. Ef þér er hælt, þá lát þáð hvetja þig til þess að leysa verk þitt vel af hendi framvegis. Aflaðu þér frekari mentunar. Nota hverja tómstund til þess að efla mentun þina með því að lesa góðar bækur og læra útlend tungumál, o. s. frv. Pú hefir meira gagn af því en af skemt- unum. Gættu þess, að alt sem þú nemur, getur seinna komið þér að góðu haldi og að þá þekking, ■ sem þú hefir nú, þartt þú ekki að fá seinna. Afgreiðslumaðurinn. Áhugi á verzlunarstörfunum. Þér á að vera eins ant um vöxt og viðgang verzlunarinnar eins og þinn eiginn, því að að eins þá hlýtur þú hærri stöðu og meiri laun hjá yfirmanni þínum, er hann sér, að þú ert skyldurækinn og hefir áhuga á vinnu þinni. Met því jafnmikils hagsmuni þína og hagsmuni yfirmanns þíns. Hafir þú unnið við verzlun yfirmanns þíns eins og þú ættir hana sjálf- ur, þá veizt þú, hvað þú getur og getur treyst dugnaði þítium. En hugsir þú þér aftur á móti, að talca upp nýtt lag, þegar þú sjálfur byrjar að verzla, þá verð- ur þú vanalega fyrir vonbrigðum. Vertu jafnskyldurækinn, hvort yfirmaður þinn er viðstaddur eða ei. Afgreiðslumenn sín á millum. Gér þú þér far um, að leysa verk það, sem þér er á hendur falið, betur af hendi en aðrir. Pví að að eins með því móti getur þú komist lengra. Lát þér vera minnisstætt, að kostgæfni þín er yfirmanni þínum jafnverðmæt og fé, eyð því ekki tímanum til einkis. Grunir þú nokkurn um óráð- vendni, þá seg yfirmanni þínum {)að, til þess að hann geti sjálfur grenslast fyrir um það. Ef þú gjörir það ekki, þá getur þú átt það á hættu, að verða sjálfur grunaðar um óráðvendni. Vertu kurteis og alúðlegur gagnvart starfsbræðrum þínum, gjör eng- um greiða á þann hátt, að þú gjörir jafnframt ráð fyrir því, að sá, sem í hlut á, gjöri þér annan greiða í staðinn. Gorta aldrei af því, að þú hafir meiri þekking, hærra kaup eða af því, að þú hafir fengið betra uppeldi; þess er ekki þörf. Tala heldur ekki illa um starfs- bræður þína. Afla þér sífelt þekkingar á þínu sérsviði og við- víkjandi starfi þínu í heild sinni, svo aö þér séu kunnir jafnvel rj ^1 n«* I^L* I BUCKA & NISSEN jf K0BENHAVN i ____________ Sýnishorn og tiTboð eru send ef krafist er. Serstök postilínsmálun. fö 93 93 VESTERGAGE 26 Mesta útflutningsverzlun á NorðurlÖndum. 93 93 Leirvörur, postulín, glervörur, majolika, terrakotta, járnvörur etc. 53 Með lægsta verði. 93 36

x

Íslenzkt verzlunarblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzkt verzlunarblað
https://timarit.is/publication/563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.