Kvennasmiðjan - 25.10.1985, Page 2
-----------Kvermasmiöjan-----
Uppskorið stórkost
legustu atburðina
í lífinu í starfi
— Elín Pálmadóttir, blaðamaður
Sú sem hér lítur til baka á meira en 30 ára
blaðamennskuferil er handhafi blaðamanna-
passa nr. 7. Táknar að aðeins sex aðrir
einstaklingar á Islandi hafa lengur haft blaða-
mennsku að aðalstarfi. Þar af ein kona, Mar-
grét Indriðadóttir, fréttastjóri ríkisútvarps-
ins, sem hóf raunar störf á Morgunblaðinu
fyrir mína tíð. Ýmsar konur höföu unnið á rit-
stjómum blaða áður. I reynd var reglan sú að
konur gengu ekki í almenna fréttaöflun en var
gjaman beitt í þýðingar, kvennasíður, dagbók
og þess háttar inniverk, auk þess sem sjálf-
sagt þótti að þær gripu í að vélrita fyrir rit-
stjóra og aðra.
Segja má að ég hafi dottið í blaðamennsk-
una er ég kom heim frá París — um stundar-
sakir — á árinu 1952 og hentaði vegna veik-
inda í fjölskyldunni ekki að vinna stífan
vinnutíma frá kl. níu til fimm. Á Vikuna vant-
aði manneskju í þýðingar og mér hentaði vel
aö geta haft sveigjanlegan vinnutíma. En var
auðvitað fyrr en varði komin þar í þau störf
sem leysa þurfti. Ekki löngu seinna tók Gísli
J. Ástþórsson við ritstjóminni. Hann var fag-
maður í blaðamennsku, með háskólapróf í
fjölmiðlun frá Bandaríkjunum og af honum
lærði ég fleira hagnýtt í þeirri grein en af
nokkrum öðrum síðar. Hann kenndi mér að
„brjóta um” blaðið, skrifa í afmarkað pláss,
semja „lídi” með kjama málsins fyrst, búa til
að telja út fyrirsagnir o.s.frv. Og það var hans
hugmynd að ég gengi í Blaðamannafélag Is-
lands, enda voru vikublöðin Vikan og Fálkinn
á þeim tíma boðuð á blaðamannafundi og til
þátttöku í stóratburðum ásamt útvarpi og
dagblöðum. En við vorum bara tvö á Vikunni.
Eg og Gísli sáum um allt, frágang sem annað.
Þama var því 50% blaðamanna kvenkyns.
Gísli stjómaði auðvitað.
Sumarið 1958 gerði ritstjóri Morgunblaðsins
Sigurður Bjamason boð fyrir mig. Kvað
blaðið vanta vanan blaðamann (sjálfri hafði
mér ekki dottið í hug að gera þetta aö ævi-
starfi, enda á útleiö). Hvort ég vildi koma yfir
á Morgunblaðið. Ég vildi það, þó með tveimur
skilyrðum: 1) að ég lækkaði a.m.k. ekki í
kaupi viö skiptin, og 2) að ég fengi að ganga í
fréttastörfin alveg eins og karlmennirnir á
staönum — ekki í þýðingar, kvennasíður og
Velvakanda. Var nú búin að fá nóg af slíku og
þóttist sjá hvernig trippin væru rekin á rit-
stjórnum blaðanna. Sigurður gekk að því
síðara. Síðan var kallað á framkvæmdastjóra
blaösins Sigfús Jónsson, sem féllst á að greiða
mér sömu laun og ég hafði fyrir, ekki
byrjendalaun, enda dempt á fréttavakt á
stundinni. Gaman er að geta sagt frá því aö
þessi vinnuveitandi, Sigfús Jónsson, sem í
framkomu var hátíðleikinn uppmálaður, þér-
aði alla og var talinn af gamla skólanum,
hann sá upp frá því meðan hans naut við og án
þess að nokkurn tíma væri um það talað um
að ég hefði ekki lægri laun í raun en strákarn-
ir. Ég var t.d. ekki búin að vera lengi á staðn-
um þegar hann stöðvaði mig á hraðahlaupun-
um niðri í prentsmiðju og sagði rétt sí svona:
„Elín, þér eruð á lægri launum en sumir
strákarnir og mér sýnist þér ekki vinna
minna nema síður sé. Þér hækkið um næstu
mánaðamót.” Þessu hélt hann áfram þegj-
andi og hljóðalaust. Og þegar um áratug síðar
var boðið í tvo vana blaðamenn með yfir-
borgunum hækkaði hann mín laun umyrða-
laust. Fróðlegt er að rifja þetta upp þegar
talað er um að hugarfarsbreyting hafi orðið
varðandi jöfn laun beggja kynja á sl. aldar-
fjórðungi. Mér sýnist að þessi virðulegi
„gamaldags” stjórnandi hafi haft innbyggð
„nútímalegri” viðhorf til þeirra mála en obb-
inn af ungum stjórnendum nú. Sigfús var ekki
með slíkt á vörunum, en hann framkvæmdi
það af því að honum fannst það sjálfsagt rétt-
lætismál. Hann væri sennilega enn á undan
sinni samtíð.
Á ýmsu gekk vitanlega um verkefnin
framan af, ekki af ásetningi, heldur bara í önn
Blaðamenn í bás 15 med 1. tölublaðið afl
Baldursdóttir, Magdalena Schram og bon
gærdagsins. Kvennasmiðjan sem gefin er
ingin stendur gfir.
dagsins og óvana. Maður þurfti því að halda
vel á lofti loforðinu góða um að maður væri
ráðinn í almennar fréttir. Gekk kannski full
langt í því stundum að sýna að maður tæki
ekki síður en karlpeningurinn svaðilfarir og
erfið verkefni ef því var að skipta. En þess
þurfti ekki lengi með. Þegar ísinn var brotinn
þótti sjálfsagt að blaðakonur gengju í sömu
störf og karlarnir. Þessi hefðbundna verka-
skipting hafði bara verið kækur. Enda komu
til blaðakonur sem gengu að því sem sjálf-
sögðum hlut. Þó man ég eftir tilvikum þar
sem afsökun var borin fram um að eitthvað
væri frekar karlmannsverk á fundi blaða-
manna og ritstjóra, og sú uppskar bara hlátur
og athugasemd um að á þessu blaði væri ekki
farið í manngreinarálit þegar störfum væri
skipt. Held kannski að því hafi verið haldið
fastar fram þá en er nú — af báðum aðilum.
AÐ ^ El R EÐAEKKI V| El Ri \