Dagur - 21.07.1998, Side 2

Dagur - 21.07.1998, Side 2
2-ÞRIDJUDAGUH 2 1. JÚI.Í 19 9 8 ÐagfiT' AKUREYRI NORÐURLAND Menor- fréttir veturiim 1997-98 Samkór kirkna í Norður-Þingeyjar- sýslu syngur undir stjórn James. Á innfelldu myndinni syngja þeir Kristján Halldórsson, forstöðumað- ur rækjuvinnslu Fiskiðjusamlags Húsavíkur á Kópaskeri, og Garðar Eggertsson, framkvæmdastjóri sláturhússins Fjallalambs á Kópa- skeri. ÓLAIURÞ. HALLGRIMSSON SKRIFAR Menningarsamtök Norðlendinga (MENOR) hófu sitt 16. starfsár á liðnu hausti. Sú breyting varð á stjórn sam- takanna á aðalfundi 1997, að í stað Helgu Erlingsdóttur, Landamótsseli, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs, var kjör- in Svanhildur Hermannsdóttir, skólastjóri, Stóruvöllum, Bárðar- dal, og er hún gjaldkeri samtak- anna. Þá var samningi við Roar Kvam, sem verið hefur starfs- maður MENOR í hlutastarfi frá hausti 1995, sagt upp sökum Ijárskorts. Roar hefur tekið sam- an skrá um einstaklinga, félög og stofnanir í Norðlendingafjórð- ungi, sem fást við lista- og menningarstarfsemi af ýmsu tagi. Skráin er flokkuð eftir list- greinum og mun koma til með að nýtast ýmsum þeim, sem fást við samskipti á menningarsvið- inu, svo sem sveitarstjórnum, skólum, ferðaþjónustuaðilum o.fl. Þannig gæti t.d. Þórshöfn séð, hvar leita ætti eftir rithöf- undi til að lesa úr verkum sínum á menningarsamkomu þar, eða Hvammstangi fundið einsöngv- ara til að koma fram á menning- arhátíð o.s.frv. Skrá þessi er nú um það bil að líta dagsins ljós og mun verða send viðkomandi aðilum við fyrstu hentugleika. Engin slík heildarskrá hefur verið til yfir norðlenska listastarfsemi, og væntir stjórn MENOR þess, að mörgum þyki fengur að henni. Menningarváka í N.-Þing. I byijun nýs árs hófst undirbún- ingur fyrir menningarvöku á veg- um MENOR í N.-Þingeyjar- sýslu, en áður höfðu samtökin staðið fyrir tveimur sams konar vökum á Norðurlandi vestra, sem þóttu takast vel. Undirbúningur var í höndum Erlu Oskarsdóttur, Lundi, en ásamt henni starfaði sjö manna undirbúningsnefnd skipuð fólki beggja megin Öxarfjarðarheiðar. Var ákveðið, að vökurnar skyldu vera tvær. Var sú fyrri haldin á Þórshöfn 28. mars, en hin síðari í Skúlagarði í Kelduhverfi 4. apríl. Dagskráin á vökunum var nokkurn veginn hin sama, blönduð dagskrá í tali og tónum. Undirstaðan var söngur og tónlistaratriði, en einnig var hinu talaða orði gerð góð skil með ljóðaflutningi og hagyrð- ingaþætti. Allir kirkjukórar sýsl- unnar, fimm að tölu, sungu, sitt í hvoru lagi og allir saman, sam- tals um 80 manns. Stjórnandi samkórsins var James Stormes. Einnig komu fram einsöngvar- ar og tónlistarfólk, m.a. börn úr tónlistarskóla Öxarfjarðarhér- aðs, sem léku saman á hljóðfæri. Dagskrárkynnir var Isak Sigur- geirsson. I tengslum við vökurnar voru settar upp handverks- og mál- verkasýningar. Milli 10 og 15 listamenn úr heimahéraði sýndu verk sín, sem vöktu óskipta at- hygli vökugesta. Vökunni lauk með því að stig- inn var dans við harmoníkuund- irleik. Báðar vökurnar voru mjög vel sóttar, nánast húsfyllir og þóttu takast hið besta. Smásagnasamkcppni Dags og MENOR Fimmta smásagnasamkeppni í samvinnu dagblaðsins Dags og MENOR fór fram á útmánuð- um. Dómnefnd keppninnar skip- uðu: Valdimar Gunnarsson, menntaskólakennari, Rein, Eyja- ljarðarsveit, Valgerður Gunnars- dóttir, kennari við framhalds- skólann á Húsavík, og Hólmfríð- ur Andersdóttir, bókavörður, Ak- ureyri. Þátttaka í keppninni var mjög góð, en alls bárust 43 handrit. Urslit voru kunngjörð og viður- kenningar afhentar í hófi í Zontahúsinu á Akureyri hinn 16. maí. Niðurstaða dómnefndar varð á þá leið, að í 1. sæti var sagan Stefnumótun. Höfundur: Hjört- ur Pálsson, skáld, Kópavogi. I 2. sæti sagan Að jörðu. Höfundur: Björn Ingólfsson, skólastjóri, Grenivík. Og í 3. sæti sagan Húsið. Höfundur: Eysteinn Björnsson, kennari og rithöfund- ur, Reykjavík. Tveir verðlaunahafar voru mættir til að taka við viðurkenn- ingum sínum og fulltrúi hins þriðja, Þórunn, dóttir Hjartar Pálssonar, sem var erlendis. Verðlaunahafar hlutu bóka- verðlaun, Hinn stóra heimsatlas, útg. Mál og menning, sem gaf verðlaunin. Þá fengu þeir skrautritað viðurkenningarskjal frá Degi og MENOR. Þess má geta, að verðlauna- hafar hafa allir komið áður við sögu í Ijóðasamkeppni Dags og MENOR, og tveir þeirra, Hjört- ur og Björn, unnið þar til viður- kenninga. Hjörtur Pálsson hlaut 1. verðlaun fyrir Ijóð í Ijóðasam- keppni þessara aðila 1995. MENOR fréttir koma ekki út Samþykkt var, að fréttablað MENOR komi ekki út á þessu vori sökum fjárskorts, en eitt slíkt blað hefur komið út árlega frá árinu 1993 og flutt fréttir og ýmiss konar efni af menningar- Íífi á Norðurlandi. A árunum 1986-1991 gaf Haukur Ágústs- son, þáv. form. MENOR, út fréttabréf, sem út kom 8 sinnum á ári og flutti fréttir af hvers kyns menningar- og Iistviðburðum á Norðurlandi ásamt greinum um þau efni. Árið 1982 var gefið út vandað afmælisrit í tilefni af 10 ára afmæli samtakanna. Fréttablað MENOR hefur ætíð verið eins konar andlit sam- takanna út á við og tengiliður milli stjórnar og félaga, sem dreifðir eru um allt Norðurland. Er því skaði, að útgáfa þess skuli nú falla niður, en vonandi verður hægt að taka upp þráðinn á ný. Þröngur fjárhagur Fjárhagur samtakanna er þröng- ur, svo sem áður er getið, og stendur starfsemi þeirra fyrir þrifum. Samtökin fá árlegan styrk frá menntamálaráðuneyt- inu og nokkuð innheimtist af fé- Iagsgjöldum. Á liðnum vetri var sent bréf til allra sveitarstjórna á Norður- landi ásamt gíróseðli og eyðu- blaði fyrir styrktaraðild að sam- tökunum. Nokkur sveitarfélög hafa greitt gíróseðil, og skulu þeim færðar bestu þakkir, en Ijóst er af undirtektum, að Ieita verður annarra leiða til að tryggja Ijárhagslegan grundvöll samtakanna til frambúðar. Virðist svo sem mörg sveitarfé- lög á Norðurlandi hafi afskrifað þessi samtök, sem þau áttu þó sjálf nokkurn þátt í að koma á laggirnar á sínum tíma. Ljóst er, að ef ekki tekst að tryggja betur fjárhagsgrundvöll samtakanna en nú er, þá er framtíð þeirra í óvissu. Aðalfimdur 1998 Aðalfundur MENOR var hald- inn að Lundi í Öxarfirði 13. júní s.l. Auk venjulegra aðalfundar- starfa var flutt menningardag- skrá í fundarhléi, þar sem fram komu heimamenn. Garðar Eggertsson söng ein- söng við undirleik James Stormes. Systurnar Kristbjörg og Kristveig Sigurðardætur sungu tvísöng, en þess má geta, að hin síðarnefnda tók þátt í söngva- keppni MENOR vorið 1996 og vann þar til viðurkenningar. Þor- finnur Jónsson flutti frumort ljóð og Erla Óskarsdóttir Ias upp efni tengt heimabyggð. Fundar- menn skoðuðu kirkjuna á Skinnastað undir leiðsögn Erlu Óskarsdóttur. Ólafur Þ. Hallgrímsson, Mæli- felli, var endurkjörinn formaður MENOR til eins árs. Aðrir í stjórn eru: Roar Kvam, Foss- brekku, Svalbarðsströnd, Svan- hildur Hermannsdóttir, Stóru- völlum, Stefán Hafsteinsson, Blönduósi, og Helgi Ólafsson, Hvammstanga. Helgi Ólafsson og Stefán Haf- steinsson komu nýir inn í stjórn í stað Guðrúnar Þórönnu Jóns- dóttur og Elinborgar Sigurgeirs- dóttir, Hvammstanga, sem báðar skoruðust undan endurkjöri. Voru þeim þökkuð góð störf í þágu MENOR. Varastjórn er óbreytt, en hana skipa: Guðmundur Ármann Sig- urjónsson, Akureyri, Erla Ósk- arsdóttir, Lundi, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Akureyri, Mar- grét K. Jónsdóttir, Löngumýri, og Þuríður Baldursdóttir, Eyja- fjarðarsveit. Endurskoðandi reikninga er Jóhann Möller, bankamaður, Akureyri. Arangur án samein ingar á Raufarhöfn Bæjarmálafélag stoíii- að lun starfsemi flokksins á Raufar- höfn. Á fundi Alþýðubandalagsfélags Raufarhafnar á fimmtudagskvöld sögðu 14 af 17 félögum sig úr fé- laginu vegna andstöðu við ný- markaða stefnu Alþýðubanda- lagsins í samstarfi á vinstri væng stjórnmálanna. Einn félaganna var fjarverandi en tveir eru enn í félaginu. Alþýðubandalagið hlaut hreinan meirihluta í sveitar- stjórnarkosningunum í vor og þijá bæjarfulltrúa, en naumt var það, listinn hlaut 118 atkvæði en Raufarhafnarlistinn 117. Stefnt er að stofnun sérstaks bæjar: málafélags kringum starfsemi meirihlutans. í ályktun sem samþykkt var í lok fundarins segir m.a.: „Fundur í Alþýðubandalagsfé- lagi Raufarhafnar samþykkir stuðning við þau sjónarmið sem Steingrímur J. Sigfússon hefur talað fyrir varðandi samstarf flok- ka á vinstri vængnum. Fundur- inn gagniýnir þá niðurstöðu.sem varð á aukalandsfundi Alþýðu- bandalagsins þar sem samþykkt var að ganga til sameiginlegs framboðs með Alþýðuflokki og Kvennalista. Með því var í raun tekin ákvörðun um að leggja AI- þýðubandalagið niður sem stjórnmálaflokk. I tvennum und- anförnum kosningum til sveitar- stjórnar hefur Alþýðubandalagið á Raufarhp.fp styrkt stöðu sína og vann nú síðast hreinan meiri- hluta í sveitarstjórn. Þessi árang- ur náðist án sameiningar við önnur stjórnmálaöfl. Því teljum við að sterk málefnastaða sé grundvöllur árangurs í stjórnmál- um en formbreytingar ekki úr- slitaatriði í þeim efnum." GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.