Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 10. desember 1991 Jólahandbókin 11 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrlfstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð (lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Silfuráin heima Smásögur Guðmundar Halldórssonar frá Bergsstöðum í þessu smásagnasafni Guðmundar frá Bergsstöðum, áttundu bók sem út kemur eftir harrn, er að finna margar sögur sem lesandanum verða ógleymanlegar. Eins og í fyrri bókum höfundar er sögusviðið mannlíf í ■ dreifbýlinu, daglegt lífsstríð þeirra sem það byggja, vonir og þrár. Bækur Guðmundar frá Bergsstöðum hafa fyrir löngu vakið verðskuldaða at- hygli vandlátra lesenda. Heiti sagn- anna í þessari bók eru: Langir eru dagamir, Reki og óskasteinar, Vor- læti, Vökunótt á Stóli, Heitur dagur, Stríðshestur menningarinnar, Ástar- skot á fjöllum, Brúðkaupsafmæli, Silfuráin heima. Bókin er 136 bls. og það er bókaútgáfan Hildur sem gefur hana út. —— r . ■ \ •; * Erum með tískufatnað fyrir verðandi mæður frá stærðinni 34. Tískuverslunin Stórar Stelpur Hverfisgötu 105, Reykjavík 16688 Spenna fyrir stálpuð börn Mál og menning hefur sent frá sér unglingabókina Leikur að eldi eftir hinn þekkta enska rithöfund, Gillian Cross. Nikka hefur lengi dreymt um að komast í mótorhjólaklíku stóra bróð- ur síns og fær loks inngöngu eftir að hafa vingast við tvö systkini á sínu reki. Með þeim leikur hann ævintýra- leiki, sem taka aðra stefnu en ætlað var og Nikki stendur frammi fyrir erfiðum spumingum um hvað sé rétt og hvað sé rangt. Þetta er vönduð spennusaga fyrir stálpuð böm og unglinga. Björg Ámadóttir þýddi bókina, sem er 202 bls. Jólagestir hjá Pétri eftir Sven Nordqvist Þorsteinn frá Hamri þýddi Öm og Örlygur hafa gefið út fjórðu bókina á íslensku eftir Sven Nordqvist um þá félaga, Pétur og Brand, en höfundur hefur fengið mikið lof og fjölmörg verðlaun fyrir bækur sínar víða um lönd. Söguþráður hinnar nýju bókar er sá að karlinn hann Pétur og kötturinn Brandur eiga jafnan annríkt fyrir jól- in, eins og við hin. Að þessu sinni ber óhapp að höndum. Pétur meiðist á fæti og kemst hvorki út í búð til að kaupa í matinn né út í skóg eftir jóla- trénu. Svo virðist sem þeir félagar eigi ömurleg jól í vændum. En þá ber gesti að garði.... Uppskriftakort fylgja hverri pakkningu Matargerð er list og undirstaðan er úrvals hráefni jbœl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.