Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 22
12
MANNFJÖLOI Á ÍSLA.NDI.
1856.
I. Um fæðíngar.
1. Fjöldi fæddra. Árið 1856 fæddust alls 2477 börn á
Islandi. þess ber þó að geta, að í raun réttri munu nokkru fleiri
börn hafa fæðzt, en hér er talið; en það kemr svo til. í skýrslu-
blaði því, sem sent er biskupinum ylir íslandi, öllum próföstum
og prestum á landinu, er ællazt til að gjörðr sé greinarmunr á
Ufæðingum” og l(fæddum” (sbr. B. og D. í skýrslublaðiuu);
en sá er mismunr á tali fæöínga og fæddra, að það er ekki nema
ein fæðíng þótt kona ali fleirbura: tvíbura, þríbura o. s. frv.;
verða því fæðíngai- færri en fædd börn. Árið 1856 fæddust 43
tvíburar og einir þríburar; ætti því að réttu lagi að vera 45 færri
fæðíngar taldar undir statlið D. í skýrslublaðinu, heldr en fædd
börn eru talin undir stafliðnuin B.; en þessa er þó eigi gætt í
nokkrti prófastsdæmi á landinu, heldr eru alstaðar jafnmargar
fæðíngar og fædd börn. þetta er þó langlum fremr að kenna
ógreinilegu skipulagi skýrslublaðsins en vangá presta; enda má
með sanni segja, að þetta er hið eina, sem að samníngu skýrsln-
anna megi finna, því það er jafnvel aðdáanlegt, hversu prestum
vorum er sýnt og umhugað um, að semja skýrslurnar vel og vand-
lega. Með því nú að fæðíngar eru laldar jafnmargar sem fæddir,
þá er eptir að vita, livort fæðíngar sé taidar of margar, eðr
fæddir of fáir. Sumir prestar og prófastar, en þó einkum pró-
fastrinn í Norðrmúla prófastsdæmi, hafa tekið eptir þessari mis-
fellu, og því gjört nokkra alhugasemd við skýrslu sína; en aptr
liafa aðrir enga athugasemd gjört. Af sumum athugasemdunum
verðr séð, að fæðíngatalið er rétt, en fæddir taldir of fáir, á
öðrum aptr, og það af fleirum, að fæðíngar eru taldar of margar,
en tal fæddra er rétt; en þó er það af flestum, að hvorugt verðr
séð með neinni vissu. Ilið eina vitum vér því ineð sanni, að
nokkru fleiri börn eru fædd en talið er; en hitt getum vér ekki
vitað, liversu mörg þau eru, jió vér ætlum þau geti eigi fleiri
verið en svo sem 10, eðr þar um bil, og fyrir þá sök verðum vér
að sleppa þeim. Ef vér nú berum saman tölu fæddra við fólks-
töluna 1. október 1855, þá kemr 1 barn á 26 landsmenn, og er
það nokkru minna en 5 árin næstu að undanförnu (sbr. Landshsk.