Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 26
16
MANNFJÖLDI Á ÍSLANDI.
1836.
Til skýríngar við skýrslur þessar skulum ver geta þess, að
engin fæöingartíðaskrð barna er til fyrr en 1853, og því gátum
vér ekki tekið lengra tímabil en gjört er í fyrri skýrslunni.
í dálkum þeim i báðum skýrslunum, þar sem fyrirsögnin er
(.leiðrélt samtala”, þá eru lölurnar auknar uín svo mikið, er svarar
því, hvað sumir mánuðir eru styttri en aðrir, og því gjört við því,
hversu mörg börn mundu fæðast og hjón verða gefin saman, ef
allir mánuðir væri jafnlangir. þetta er nauðsynlegt, því að jöfnu
skal saman jafna. 1 síðari skýrslunni hefðim vér helzt viljað hafa
öll hin sömu ár sem í hinni fvrri, eðr þó öllu heldr árin 1852
til 1855; en það gálum vér ekki, því að brullaupstíðaskrá hjóna
árið 1853 höfum vér ekki til, og í brullaupstíðaskrá hjóna 1852
vantar nokkuð; þess vegna höfum vér orðið að taka brullaups-
tíðaskrárnar árin 1850 og 1851 en um fleiri ár er ekki að gjöra.
í siðasta dálkinum í síðari skýrslunni er talið, hversu mörg börn
getin sé i hverjum mánuði að tiltölu. Þetta er gjört til þess að
vita, hvort samband sé milli kvonfanga og fæðínga, því ef svo er,
að getnaðartið barna skilgetinna og brullaupstíð hjóna fari saman,
þá hafa menn þegar fundið tilefnið til fæðínganna. Ef vér nú
berum saman tvo hina síðustu dálka i siðari skýrslunni, er hljóða
um brullaupstíð hjóna og getnaðartíð barna, að meðaltali hvort-
tveggja, þá munu vér þegar flnna, að flest börn eru getin annað-
hvort i sama mánuði, sem flest hjón eru gefin saman í, eðr næsta
mánuöi á eplir. Langflest hjón eru geíin saman í oklóber, næstum
þriðjúngr allra hjóna, og langflest börn eru getin í nóvember,
desember og október, næstum þriðjúngr allra barna skilgetinna.
Hjónabönd verða jafnan færri og færri hvern mánuð, frá þvi í
október á haustin og þar til í marz á vetrna, er þau verða fæst.
Eins er um tölu getinna barna; þau eru flest getin í nóvember á
haustin, en fækka síðan livern mánuð þar til i apríl, er þau verða
fæst; síðan fjölga þau aptr, eins og hjónaböridin, er fækka í
júlí og þó mest í ágúst, og síðan vex hvorttveggja. Er hér þá
auðsöð, eins og vér bentum til í fvrra (sbr. Ldsh. I., 379.), að
fæðíngartíö barna skilgetinna fer i raun réttri nákvæmlega eplir
brullaupstið hjóna, og fer ekki eptir neinu öðru en lienni.