Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 30
20
MANíSTJÖLnl Á ÍSLANM.
1836.
11. Um kvonföng.
1. Fjöldi brúölijóna. Árið 1856 eru gefin saman 544 lijóu
alls; liafa því kvonföng verið langlum fleiri þetta ár en nokkurt
þeirra 6 ára síðustu. þá voru gefin saman 431.5 lijón ár hvert
að meöaltali, og eru þá fullkomlega 112 hjón tleiri gefin saman
nú en þá. Ef tala kvonfanga er borin saman við fólkslalið 1855,
þá koma ein hjón á 119 landsmenn, en áðr komu eiu hjón á
143; hafa því kvonföng þetta ár verið fullkomlega eins mörg á
íslandi og þar sem þau eru i meðallagi mörg í öðrum löndum
(sbr. Ldsh. I., 381.). það er eigi áform vort aö rannsaka og telja
hér allar ástæður til þess, að hjónabönd eru svo mistíð, bæði í
hverju landi og svo á hverjum tíma (sbr. Ldsh. I., 12.); en auð-
vitað er, að eitt ár er ekki mikið að marka; vér látum oss nægja
að benda til þess eins, að því meir sem almenu velgengni vex. í
einu landi, því tíðari verða þar hjónaböndin, sem og nátturlegt
er, með því llestir munu svo gerðir, að þeir taki sér konu þá
er þeir hafa aldr til og ciga vel ráð á að reisa bú.
2. Kyn brúðhjóna. það kaun að þjkja kynlegt, að vér
tölum um kyn hjóna, eins og það sé ekki svo sem sjálfsagt, að
konur giptist eins margar og kárlar kvongast. það er að vísu
satt, aö alls giptast eins margar konur, eu tiltals er það ekki
svo, sem nú skal sýnl. En til þess nú að samanburðriun veröi
sem réttastr, ríðr á að líkja því saman, sem líkast er, og því að taka
jafnlangt skeið úr aldri karla og kvenna. Er þá um tvennt aö
velja, annað tveggja aö laka hinn allra lengsta hjónabands aldr, eðr
þá að setja aldrstakmörkin nokkru þreugri, og líla þá til þess,
að giptíngaraldr kvenna bjrjar fyrr og endar fjrr en kvongunar-
aldr karlmanna. Vér skulum gjöra hvorttveggja, og taka þá fjrst
aldrinn frá 15 vetra og frain úr, bæði fjrir karla og konur.
Eplir fóikstalinu 1855 voru kvennmenn eldri en 15 vetra alls
13,532, en karlmenn 10,840; lietir þá gipzt 25. hver stúlka, en
kvongazt 20. hverr karlmaðr, eðr A 5 fleiri að liltölu. En ef vér
tökum annað aldrskeið, þá finnst oss rétlast að velja fvrir
konur aldrskeiðið frá 15 vetra til 50, en fyrir karla aldr-
inn yíir 20; því ef þess er gætt, að árið 1856 giptust 25 ýngis-