Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 53
UM BÚNAÐARHAGI ÍSLENDÍNGA.
43
IV., 503.); tiundarieglug. 17. júlí 1782 (Lag. ísl. 1\., 6G4.);
konúngsúrsk. 22. marz 1784 (Lagas. ísl. V., 32.); kóngsbréf
29. apr. 1785, er af tók reglugjörð 29. des. 1784 og kansellíbr.
29. jan. 1785, sbr. þó reglug. 1. maí 1789 og 9. sept. 1791
(Lag. ísl. V., 189., 1 17., 589. og 735. bls.); konúngsúrsk. 13. júni
1787, er af tók konúngsúrsk. 29. júlí 1779 (Lag. ísl. \ ., 470.),
og tilsk. 16. júlí 1817 um verölagsskár (Lag. ísl. VIL, 693., sbr.
konúngsúrsk. 23. mai 1806 (Lag. fsl. VII., 23.).
En er nú landið þeim mun ríkara nú en áör, sem landaurarnii
eru* orðnir dýrari eðr meira virði í peníngum, eðr er það þeim
mun verr fariö, sem landaurarnir eru dýrari? Menn kvarta al-
mennt yfir, að það sé svo illt að komast af þá er landaurarnir
eru dýrir, því öll gjöld sé svo mikil, að fátækr maðr geti eigi
reist rönd við þeim. Maör nokkurr heflr enda gefiö það í skyn
i „Norðra“ S að liált verö á slátri í kaupstaðnum væri í rauninni
til skaða fyrir landið, vegna þess það yrði þeim mun dýrara í
landinu sjálfu. En aptr á mót, jafnskjótt og lag á islenzkum
vörum lækkar, kemr „þjóöólfr“3 og sýnir löndum sínum í dala-
tali hvern halla þeir biði í verzluninni. Nú er auðsælt, að hvor-
tveggja skoðunin gelr eigi verið rélt, eör aö bæði verðhækkunin
og eins verðlækkunin sé lil skaða fyrir landið; en hvorr þeirra
Þjóðólfs eðr Norðra ætli þá hafi réltara fyrir sér? Vér ætlum nú,
aö hvorugr hafi fullkomlega rétt fyrir sér. þaðersatt, seiu Norðri
segir, að verðlagsskráin hækkar að því skapi, sem landaurarnir
bækka í kaupstaðnum, og þess vegna hlýtr sá, sem kaupir þá að
öðrum fyrir penínga, að gefa meira fyrir þá en ella; kaupandi
landauranna verðr því fyrir halla, ef hann heíir eigi annað en
Penínga í boði, eðr þáaura aðra, er eigi hafa hækkað. En Norðri
gleymir þeim sem selja landaurana og ábata þeini, er þeir hafa al
því að verðlagið hækkar á varníngi þeirra og handafla, liann viröist
og að geta þess hags að engu, er landsmenn hafa af framfærslu
Sjá „Norðra11 1856, 47. bls. „auk þess oð allt lendir þó á bændunum að
síðustu í út"jöldunuin, því að sama hóö bækkar verðlagsskráin, og lendir
þ'í allt í sama stað, eða verðr jaTnvel verra“.
2) Sjá „Þjóðóir- 1858, 90. bls.