Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 57
UM BÚNAÐARHAGI ÍSLENDÍNGA.
47
það þarf því fleiri penínga, sem þeir lækka meira, því að fleiri
penínga þarf til að lúka hin sömu gjold, kaup og skuldir, heldr
en Aðr; af þessu kemr það, að mönnum finnst þeir verði haröara
,,tl * peníngagjöldum en áðr, og finna þá fremr tii peníngaeklu.
Menn gá eigi að því, að af því þeir fengu peníngana með betra
verði, eðr lelu minna fyrir þá, er þeir keyptu þá, verða þeir og
aö láta sér lynda að fá minna fyrir þá, er þeir láta þá úti. Hér
Vegi' því hvað annað upp, og jafnvægi verðr á öllu, því hverr lætr
það úti með annari hendi, er hann tók heim með hinni; enginn
skyldi þvi láta sér það illa lika, þótt liann verði að mæla öðrum
Weð hinum saina mæli, er honum var sjálfum með mælt. Verðr þá
* stuttu máli sú hin eina afleiðíng af verðlækkun penínganna, að
þyi léttara sem verðr að fá þá, því ódrjúgari verða þeir, og þess
Vegna þarf hæði þeim mun meira af þeim og fleiri peuíngar hljóta
að verða á gangi, en þeir einir missa í, er lifa af pcníngum
síiniin eðr peníngatekjum, því að öll peningaeign i landinu verðr
minna verð en áðr. En það munu vera mjög fáir menn, er eigu
Penínga svo miklu nemi, og eptir tilraun þeirri, er séra Tómas
Sifiniundsson gjörði um peníngaeign manna, átti eigi að vera meirr
en 60. hvert dalsvirði til i peníngum af aliri eign landsbúa V Ef
nu útlenzka varan hækkar meira að sínu leyti en hin íslenzka, þá
er auðsénn halli landsmauna af verzluninni, og eign landsmanna
'erðr þvi minni en ella; eins er auðsær ábati þeirra, ef íslenzka
varan hækkar meira áð tiltölu, þvi þá verða efni þeirra þeim mun
úrjúgari í viðskiptum við erlenda og þeim mun meiri, sem munrinn
er stór til. Nú getr það enn verið, að íslenzka varan hækki mis-
Jafnt, eðr að sum lækki en önnur hækki; þá her einkum þess að
gæta, hvort sú varan lækkar, er landsmenn geta hagnýtt sér í
siað útlenzku vörunnar, svo sem er flestöll matvara, því þá verðr
afleiðíngin sú , að landsmenn búa meirr að sínu og gjöra minni
kaup, 0g því verðr hallinn eigi svo mikill né svo tilfinnanlegr,
eins og ef verðið lækkaði á þeirri vörunni, er þeir neyðast til að
láta næstuin með livaða verði sem er. Eins er það og munr,
lJ Sjá l'rjár ritgjörðir 121. bls.