Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 63
U.M BÚ.NADARHAGI ÍSLENDÍNGA.
f> 3
synjar fyrir sem minnst; en til þessa útheimtist, að það afli
sinnar vöru með minnstum tilkostnaði af öllum þjóðura,
°S að tilkostnaðr eðr verð á nauðsynjum þess sé sem
nnnnstr. Eigi þetta hvorttveggja að fara saman, þá megu eigi
þess eigin vörur vera nauðsynjar þess, því ella verða þær nauð-
synjar dýrar, eðr eins dýrar í landinu eins og þær eru við erlenda
nienn; lætr þá ein höndin það úti er önnur tók lieim, svo landið
lieíir eigi annan hag af því en að svo miklu leyti, sem það selr
vöruna til útlanda (sbr. 11.).
Vér vonum, að ef landsmenn gjöra sér Ijósa grein fyrir athuga-
semdum þessum, þá muni þeir eiga hægra með að átta sig í
verðbreytíngum þessa tíma, skili betr í hverju góð verzlun sé
fólgin og hlaupi síðr á sig með lagasetníngar og ráðstafanir, er
lúta að atvinnuvegunum. En auk þessa, sem nú var talið, þá eru
ntörg gæði önriur, er af verzlunarfrelsi voru getr leitt og hlýtr
aú leiða, en sem eigi skiptir oss eins miklu í þessu máli. Vér
skulum því að eins nefna þau á nafn. Fyrst er þá aukníng
Verzlunarinnar; en hún er með tvennum hætti, annaðhvort eykst
kaupstaðarvara sú, er nú er til, eðr ný vara er seld, eins og nú
llIö stundir er með lax og hesta. En því meir sem kaupeyrir
landsmanna eykst, því meiri er vinna landsmanna og því meir
Vex ágóði þeirra af verzluninni, og það eigi einúngis að sama
skapi sem áðr, heldr ineir; vegna þess að því meir sem vöru-
aflinn vex, því merkilegri verðr markaðr Iandsins; en af því leiðir,
aö aðsóknin og kappverzlunin verðr meiri, verzlunin greiðari,
aflmeiri og reglulegri, og því bæði oss og kaupmönnum áhata-
saniari og haganlegri. En eptir þvi sem markaðrinn stækkar og
því fleiri sem sækja hann , því tíðari og greiðari verða samgöng-
urnar við útlönd eðr alheimsmarkaðinn; en þá bæði geta og hljóta
kaupmenn sjálfra sín vegna að taka sér fasta bólfestu í landinu,
þess að gæta verzlunar sinnar og hafa stöðugt yfirlit yíir mark-
a^inn. það verðr eigi með fám oröum sagt, hvern hag landið
hlýtr að hafa af því, ef kaupstefna vor breytisl svo, að það verði
kagr allra kaupmanna vorra, bæði fastra og lausra, að setjast að
i laudinu sjálfu og eyða þar og verja öllum hag af alvinnu sinni