Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 64
64
UM BÚNAÐARHAtíl ÍSLENDÍNGA.
og fjármunum sínum} eðr livern hag annan ver gætim haft af
samgöngum, viðskiptum og viðkynníngu við aðrar þjóðir.
Nú höfum vér lagt langan krók á liala vorn frá aðalefninu,
til þess að reyna að færa lesendum vorum heim sanninn um,
hvernig meta skuli bjargræði og búnað, hagi og hagsmuni lands-
maniia; skulum vér nú hverfa lil búnaðarskýrslnanna. Menn
skyldi nú ætla, að vér íslendingar værim auðugir að búnaðar-
skýrslum frá fvrri tímum , þar sem líundarstatútan og lögin um
hreppaskil eru nú svo gömul orðin. Frá því á 11. öld hafa það
verið lög, að allt skyldi talið fram, kvikt og dautt, fast og laust,
og unninn eiðr að því að rétt væri fram talið til líundar; landinu
var skipt i hreppa og 6 menn kosnir i lirepp hverjum til sóknar
um öll óskil, þau er gjörðist, til að skipta tíundum og inatgjöfum
og til að sjá eiða að mönnum. þessir fimm menu voru þá kallaðir
sóknarmenn, en eigi hreppstj órar, þvi stjórnarnafnið var
þá eigi svo veglegt, sem það varð síðan, er vér komumst undir
erlenda konúngsstjórn; sóknarmenn höfðu allan þann starfa og
vald í hreppnum, er lneppanefndirnar siðar höfðu, og hreppstjór-
arnir nú síðan 1809, nema livað sóknarmenn höfðu dómsvald þá
en eigi nú. þá var talið fram til tiundar á haustin, sem enn
standa lög til, þótt nú sé öðruvís lagt í lmndruð og talið frá
fyrir vanhöldum, þvi eptir statútu Gizurar átli að meta til tíundar
allt það fé, ,,er at lögfardögum var skuldlaust“. þó nú eigi
væri talið fram á vorin, sem nú er titt, þá var þó allt talið á
haustin að vorlagi, og var þvi til allt hið sama efni, sem nú er i
tíundar og búnaðar skýrslum vorum; þurfti þá ekki annað en að
menn kynni að skrifa og hefði hug á og vilja til að saman setja
skýrslurnar. Vér vitum nú, að landar vorir liafa um langan aldr
kunnað að skrifa og að færa i letr, og að þeir lögðu hina mestu
stund á að rita sögnr og flestan fróðleik annan. Hafa forfeðr
vorir þá eigi bókað neina búnaðarskýrslu? Ekki það oss sé kunn-
ugt. Til eru fornir máldagar um eignir kirkna, klaustra og
biskupsstólanna; þar eru i margar skýrslur næsla fróðlegar um
efnahag stiplana þessara, en engin skýrsla er til um fjárhags-
efni allrar alþýðu, og þess vegna engar búnaðarskýrslur. Biskup-