Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 65
UM BÚNAÐARHAGI ÍSLENDÍ.NGA.
55
unum var mest um það luigað, að fá og eiga lögmæt skilriki fyrir
eignum alira þeirra stofnana, er þeir liöfðu umsjón yfir. Höfðíngjum
landsins í fornöld reið eigi fyrir sitt leyti á að vita annað um
efnaliag landsmanna, en hversu margir ætti þingfararkaupi að
gegna, og biskupa, klerka og kirkjubændr varðaði einúngis um
tíundina; en þetta vissu þeir án þess skýrslur væri samdar. þeir hugs-
uðu eigi út í bvert gagn almúgi hefði af almennum skýrslum, og allr
almenníngr lnigsaði hvorki né hirti um að vita, hversu efnahag
landsins, efnaliag allrar alþýðu í landinu væri varið; þvi hefði
almúga þútl gaman að vita slikt, þá hefði einhverr orðið til að
rila um það efni, eigi síðr en um undrin á Fróðá eðr viðreign
Grettis við Glám og tröllkonuna á Sandliaugum. Hefði almúga
þótt fróðleikr í slikum skýrslum fólginn, þá mundi einhverr höfð-
inginn hafa sagt frá því á alþíngi, engu síör en frá afreksverkum
sinum og annara hjá útlendum konúngum, hversu inargir nú gildi
þingfararkaup í þíngi hverju, og til hvers fénu væri varið; hversu
mjög hver kirkja, klaustr og múnklífi hefði auðgazt að fé það árið,
°g til hvers fé það gengi; hversu margir þurfamenn væiá í hrepp
hverjum, og hversu á því gæti staðið, að allri fátækratíund og
•natgjöfum væri svo skipt upp á milli fátækra, að aldrei yrði
neitt ár nokkurr afgangr; liversu bændum vegnaði, hverr væri nú
mestr sauðabóndi norðr þar, liverr hefði mestan útveg á Vest-
fjörðum, hverr væri fisknastr á Suðrnesjum, eðr hverr ætli nú
mezt nautabú þeirra manna, er sæti í Rangæíngadómi. Á þessari
gfein vissu menn reyndar allgóð skil; en þeir hugsuðu eigi um
það, nema þá er þeir þurftu liðs að leita hjá einhverjum höfð-
*ngja, eðr leituðu kvonfangs sonum sínum til handa eðr giptíngar
öætrum sinum, sem Ófeigr forðum; hverr hugsaði um þetta efni
fyrir sig, en eigi fyrir land allt. Menn mælti annars hugsa, að
hændr vorir liefði alla tíð verið sérlega ósípnir með öll gjöld sín
l,l almennra þarfa, svo lítinn álniga hafa þeir lagt á að vita,
hversu mikil þau sé og til hvers þau gangi; þeir hafa eigi
grennslazt eptir, til hvers almennuin tekjum sé varið, hvort það
til þarfa eðr óþarfa, hvort þær sé nægar til að vinna það
gagn, er til er ætlazt eðr eigi, eðr þær sé of miklar; þeir liugsa