Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 76
66
UM BÚNAÐARHAGI ÍSLEM DÍNGA.
Skýrslurnar og kvikfjárlalið 1 703.
Jarðabók Arna Magtnissonar er frumrit allra skýrslna þeirra,
er kenndar eru við þelta ár; eru það einkum tvair skýrslur, mann-
talið og kvikfjárlalið. Um jarðabók þessa verðr að geta þess, að
hún er samin á 12 árum, frá 1702 til 1714, en engan veginn á
einn ári, eðr árið 1703; þó er öllu efni bókarinnar safnað á
10 árum, 1703 til 1712. Skýrslurnar eru eigi prentaðar hér eptir
jarðabók Árna Magnússonar, heldr eptir VI. og VII. deild jarða-
bókai' Skúla landfógeta Magnússonar; er jarðabók hans kennd við
árið 1760, en hann lauk þó eigi við VII. deildina fyrr en 1784.
Skúli fylgdi fyrst jarðabók Árna það sem hún náði, þvi að þá er
Skúli hóf að semja sína jarðabók, vantaði í jarðabók Árna allan
Austfirðínga fjórðúng og Barðastrandar sýslu, er þá fannst eigi;
en síðar fundust skýrslur eptir Árna sjálfan um þenna hluta lands-
ins, er hann hafði annaðhvort sent rentukammerinu, eðr þá voru
í safni Árna Magnússonar. Eptir skýrslum þessum segist Skúli
hafa samið jarðabók sína yfir Múla sýslurnar, Skaptafells sýslurnar
og Barðastrandar sýslu1. INú vill svo vel lil, að Jón Sigurðsson
hefir fundið frumritið af jarðabók Árna, ritað á íslenzka túngu; er
það hinn mesti fjársjóðr fyrir sögu og hagi lands vors. Yér
höfum eigi getað borið þessar skýrslur Skúla saman við jarðabók
Árna, né heldr við jarðabók Múllers, er hann heíir lekið eina af
skýrslum sinum eptir, né við önnur skjöl þau, er hann hefir haft
við samníugu jarðabókar sinnar. þess vegna getum vér heldr eigi
borið um, hvort skýrslur þessar sé með öllu rétlar, meöan frumrit
þeirra eru eigi rannsökuð, sem þó öll þörf væri á, og ætti þá að
prenta jarðabók Árna alla eins og hún er og ágrip fullkomið,
að minnsta kosti, af öllum hinum, því þá yrði útkljáðr allr sá
ágreiníngr, sem nú er bæði um mannlal og kvikfjártal 1703, eðr
á öndverðri 18. öld. Eplir því er Jón Snorrason sýslumaðr
Skagíirðínga heflr ritað, þá hafa landsmenn 1703 átt að vera að
minnsta kosli 50,681 í stað þess að nú er ahnennt talið, eplir
Sbr. Ferðaliók 0. Ólavius, fórmálann LXVIII.—LXXIV.
SJ Lærdlfr. XIV., 183.