Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 79
UM BÚNADARHAGI ÍSLENDÍNGA,
69
þessar tilgreindar á sínum stöðum og nefndar ineð nafni. Ábú-
endr jijóðjarða verða hjá honum 1218, en 601 þjóðjörð þá í eyöi.
Verða þá samtals 6674ábúendr á öllum jörðum byggðum og 2906
jarðir alls í eyði. í skýrslu þessa vantar tölu byggðra jarða, með
því þess er einúngis getið, bversu margir ábúendr jarðanna sð;
skýrslan nær og eigi yfir Austfirðíngafjórðúng1 *. Ólafr stiptamtmaðr
Stefánsson segir, að 1760 liafi allar byggðar jarðir verið samtals
4252 Eggers barún liefir og ágrip af skýrslu þessari í riti
sínu, því er fyrr er getið; þar hefir hann og aðra skýrslu, er
liann tekr eptir jarðabók Skúla Magnússonar, og sem Skúli befir
aptr tekið eptir jarðabókinni frá 1695. Eptir skýrslu þeirri
voru árið 1695 alls 4059 jarðir byggðar á landinu; af þeim
voru 718 þjóðjarðir, 304 Skálholtsjarðir, 345 Hólajarðir, eðr
alls 649 stólsjarðir, 640 kirkjujarðir, 140 prestajarðir, 45
djáknajarðir, 16 fátækrajarðir eðr kristfjárjarðir, 4 spítalajarðir
og 1847 bændajarðir3. þótt nú jarðabókin frá 1695 se engan
veginn fvllilega áreiðanleg, þá geta menn þó eptir henni farið
nærri um, liversu jarðir liafa gengið úr einum llokk eigenda
1 annan og bversu mjög jarðcign bænda liefir aukizt. þetla geta
nienn bezt seð, er þeir bera skýrslu þessa saman við jarðamatið
síðasta; skulu vér því jafna samau jai’ðeignatalinu 1695 við jarða-
tnatið 1849 — 50, er ver kennum við árið 1850 fyrir stuttleika
sakir. þess verðum vér að geta, að samanburðr þessi getr eigi
orðið fyllilega réttr, neina því að eins, að talið sé í jarðamatinu
1850 liversu margar jarðir hverr flokkr eigenda á, en eigi farið
eptir hundraðalali jarðanna, með því skýrslan frá 1695 getr ein-
úngis um jarðatalið en eigi um hundraðatalið; en þó látum vér oss
lynda í þelta sinn að jafna saman hundraðatalinu 1850 við jarða-
talið 1695. Eptir jarðamatinu 1850 voru þá af liverju 100 jarð-
arhundraða bændaeign 71.0, þjóðeign 10.1, staða og kirkju eign
17-4, fátækra og spílala eigu 1.3 og þrætulönd 0.24; en eplir
ó Sbr. Lærdlf. IV., 17G. bls.
\) Lœrdlf, v., 8l. bls.; VI., skýrsla 96. bls.
3) Verfassung von Island, II. tafla og 391.—'292. bls.
4) Landsh. I., 797 bls.