Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 80
70
U»I BÚNADAItlIAGI ÍSLEN DÍNGA.
jarðabókinni 1695 var af hverju 100 byggðra jarða 45.5 bænda-
jarðir, 17.7 þjóðjarðir, 16.0 stólsjarðir, 15.8 staða og kirkju jarðir,
4.5 presta og djákna jarðir, og 0.5 spítala og kristfjár jaröir.
þannig hefir nú jarðeignin breyzt í landinu á þann liátt, að bænda-
eignin liefir vaxið mest og næstum eingöngu, og jafnframt því
breytast búnaðarhættir almenníngs. í öðru lagi geta menn séð á
skýrslu Skúla fógeta, hversu margar jarðir lágu í eyði nú fyrir
100 ára siðan; þær voru 2906, en byggðar jarðir 4252, eptir því
sem Ólafr stiptamtmaðr telr, og verða þá tveir fimtúngar afjörðum
i eyði eðr 40.6 af hdr. Ó. Ólavius, er ferðaðist um Island 1777,
telr upp með nafni 656 eyöijarðir í 8 sýslum á lslandi: í ísa-
fjarðar sýslu 73, Stranda sýslu 36, Húuavatns 68, Skagafjarðar
107, Eýjafjarðar 90, þíngeyjar 103, og í báðum Múla sýslunum
176 eyðijarðir, er tlestar að vísu voru kot og hjáleigur. Flestar
jarða þessara höfðu lagzt í eyði á 18. öld og flestar þeirra eru
enu óbyggðar.
Hin grein skýrslunnar, eðr réttara sagt, næsta skýrslan,
hljóðar „um afgjald jarða ár hvert, eptir jarðabók Mlillers amt-
manns 1698“. Skýrsla þessi er einnig tekin eptir jarðabók Skúla;
hefir liann reiknað landskuldir og leigur til kúrants og borið það
síðan saman við heimilatalið og fólkstalið 1703. Skúli fógeti
reiknar hvert hundrað landskuldar á 5 rd. 60 sk. kúrants, eptir
verðlagi því sem þá var títt; það eru rðttar 5 spesíur hundraðið,
eðr spesían á 24 álnir; leiguna eptir hvert jarðarkúgildi metr
hann á 1 rd. 9 sk. kúrants, vantar það eina 3 kúrantskildínga í
fulla spesíu. Af skýrslu þessari geta menn sðð, hversu mikla
landskuld hverr búandi maðr greiðir að meðaltali i sýslu hverri;
en af hverjum rökum það sé, geta menu eigi fundið. Ef því
spurt er: „Hvað kemr til þess að í Húnavatns og Skagafjarðar
sýslu geldr hverr bóndi rúmlega fiinfalt svo mikið eptir ábýlisjörð
sína sem í Gullbríngu sýsiu? Er það af því, að landskuld sé þar
hærri, eðr jarðir stærri, eðr fleiri sé þar leiguliðar að tiltölu?“
þessu geta inenn eigi svarað af skýrslunni; en liilt er auðséð, sem
og skiljanlegt er, að minnst afgjald kemr á bændr í sýslumþeim,
þar sem sjávarútvegrinn var mestr, svo sem í Vestmannaeyjum,